miðvikudagur, 29. október 2008

Orðsendingar frá þjálfara

Ætla að byrja að óska Laugaskokkurum til hamingju með frábæran árangur í haustmaraþoninu sl helgi. Margir að bæta sinn persónulega árangur og aðrir að ná sínum besta árangri í mörg ár er því greinilegt að æfingar eru að skila sér.

Laugardagsæfingar
Venjan hefur verið sú breyta tímasetningunni á laugardagsæfingum eftir vetrardaginn fyrsta. Núna verður breyting, æfingar verða áfram kl. 9:30 að undanskyldum des og jan en það verður auglýst nánar.

Skemmtileganefndin
Skemmtilegunefndina í ár skipa:
Eggert Clausen
Pétur Ísleifs
Mundu
Hrafnhildi Tryggva
Bíðum við spennt eftir að heyra frá þeim.

Sjáumst
Núna er þegar farið er að dimma ítreka ég að endurskin er núna eitthvað sem tilheyrir hlaupagallanum. Sýnum gott fordæmi í myrkrinu.






sunnudagur, 26. október 2008

Haustmaraþon Félags maraþonhlaupa. Mjög vel heppnað

Góð þátttaka í þessu hlaupi sérstaklega í hálfu. Samtals hlupu 78 manns, 65 í hálfu, þar af um 20 Laugaskokkarar og 13 í heilu þar af voru 4 Laugaskokkarar. Aðstæður reyndust vonum framar. Kuldinn mattaði hákluna og vindurinn var heldur minni heldur en spáð hafði verið eða ca. 3m/sek. Margir bættu sig eða voru við sitt besta.
Eva var fyrsta konan í hálfu og þau Þórólfur fyrst í paraþoni. (fóru hlaðin verðlaunagripum og útdráttarverðlaunum- kom á óvart) Öll þrú fyrstu pörin voru úr úr Laugaskokki. Útdráttarverðlaun voru glæsileg og lá við að allir fengju verðlaun.
Tjaldið verður seint fullþakkað og var mikil stemming þar að loknu hlaupi m.a sungið fyrir Gottskálk sem átti afmæli og hlélt uppá það með maraþoni.
Lilja Þórólfsdóttir stal senunni með bikara forelranna í sitt hvorri hendi og stríðnisblik í svipnum. Vonandi fáum við myndir á síðuna frá Summa ég sá að hann var duglegur að smella af eins og oft.

Mílanóskólinn var mættur stundvíslega (nema Helgi). Elín var búin að vera frá því eldsnemma um morguninn ásamt fleirum stjórnarmönnum Maraþon-félagsins að gera klárt fyrir hlaupið, setja upp Jóa-tjaldið, drykkjarstöðvar og fleira. Hún var frosin og dottin úr öllu hlaupastuði, Rauk samt af stað og hlýtur að hafa dottið í gírinn með það sama, því hún hlóp hratt og endaði á 1.40. Þokkaleg bæting það. Ólöf, bjartasta vonin, bætti sig um ég veit ekki hvað fór á 1.38. Skólasystkin mín voru öll að standa sig þvílíkt vel ég held að allir geti vel við unað, ýmist verið að bæta sig eða hlaupa á vel viðunandi tíma.
Skilaboð til Frikka: tíminn þinn í gær gefur tilefni upp á 3.35 í maraþoni ekki smá bæting og þú sem varst bara að leika þér í gær, hefðir getað farið miklu hraðar ef þú hefðir harkað meira af þér. –

Mig langaði að fara þetta háfa maraþon á innan við 5 mín tempói, mér hefur einu sinni tekist það. Ég vissi að það var bjartsýni og kannski of mikil græðgi en fimmtudagsæfingin var á 12.1 á brettinu í heila 9 km. svo það lofaði góðu.
Kristján skaut úr riflinum og liðið rauk af stað, Mílanóanarnir brunuðu áfram. Ég hljóp með Mundu og Frikka fyrstu km. Í Fossvoginum voru Glennurnar og brustu í söng eins og þeim einum er lagið, Það létti lundina og ég reyndi að hanga í Mundu svolítið lengur fyrir vikið. Þetta gekk ágætlega og margir km. voru innan við 5 fyrri hlutann, Mikið var erfitt að hlaupa slaufuna til baka. Og takk fyrir Munda að vera svona í gulum stakki því þá sá ég þig næstum allan tímann- og hugsaði þarna er Munda – Nú er hún farinn að labbba – en auðvitað var hún ekkert að labba og ég átti aldrei séns að ná henni. OOO næst skal ég ekki láta Mundu rústa mér svona. Þegar tæpir 2km voru eftir kom minn á móti og hjálpaði upp á hraðann í restina, sagði að það væri kona alveg að ná mér, ég hafði ekki hugmynd um hvort hann væri að ljúga svo ég tók út aðeins meira. Alltaf getur maður hlaupið hraðar ef ýtt er svolítið á eftir manni. Ég endaði á tímanum 1.50.32
Ég hef farið eftir stundatöflu Mílanóskólans í haust. Villtusu draumar um að hlaupa maraþon á 5 mínútna tempói eru foknir út í veður og vind og ég er með draumatímann 5.05 kannski hægi ég enn meira eftir umsögn frá skólastjóranum eftir þetta maraþon en meðaltempóið þar var 5.14 . Ef það er sett inn í töflureikni á maraþonguide, gefur það 3.51 eitthvað – glætan það er ekki einu sinni bæting. Ég held að ég hafi verið óraunhæf í markmiðssetninum í haust. Það er ekki líklegt að maður bæti sig svona mikið milli hlaupa, heldur þakka fyrir- ef það heitir bæting.
Takk fyrir Stjórn Maraþonfélagsins og sjálfboðaliðar á drykkjarstöðvum , Bjargey Kolla og fleiri voru alveg frábær, ég man sérstaklega eftir að hafa verið boðið heitt vatn í snúningun ekkert smá flott þjónusta.

Nýustu fréttir af Frankfurtmaraþoni sem er í dag eru að Steinn Jóhannsson fór maraþon á 2.45.27 næstbesti tími ísendings á árinu. Og Jóhann Gylfa fór á :2:52:16

föstudagur, 24. október 2008

Nýtt hlaup á mánudag

Var beðin um að koma þessu á framfæri

Þú getur bjargað mannslífum!

Mánudaginn 27. október verður Malaríuhlaup JCI haldið til styrktar verkefninu Nothing But Nets.

Á 30 sekúndna fresti deyr barn í Afríku af völdum malaríu. Með því að safna fé til kaupa á malaríunetum og senda til Afríku er hægt að bjarga börnum og fjölskyldum þeirra frá vísum dauða.

Hvert net kostar aðeins um 1.000 kr. og dugar fyrir heila fjölskyldu í fjögur ár.

Við hvetjum þig til að mæta hvort heldur er til að ganga, skokka eða hlaupa.

Þátttaka og stuðningur er aðalmálið, með þinni þátttöku getur þú bjargað heilli fjölskyldu!

Boðið er upp á 3 km skemmtiskokk án tímatöku og 5 km hlaup með tímatöku.

Rásmark er við Skautahöllina í Laugardal og verður hlaupið á stígum í Laugardal.

Þátttökugjald er 1.000 kr. fyrir 3 km skemmtiskokk og 1.500 kr. fyrir 5 km hlaup.

Skráning fer fram á www.hlaup.is til kl. 21:00 sunnudaginn 26. október.

Á hlaupadegi verður hægt að skrá sig á staðnum í anddyri Skautahallarinnar í Laugardal þar til 10 mínútum fyrir hlaup.

Athugið að ekki er hægt að greiða með greiðslukorti á staðnum en hægt er að nota greiðslukort í forskráningu á hlaup.is.

Nánari upplýsingar um hlaupið er að finna á www.jciesja.org/nothingbutnets

Nánari upplýsingar um verkefnið Nothing But Nets er að finna á www.nothingbutnets.net og www.jci.cc/nothingbutnets

Við hvetjum þig til að senda póstinn áfram til allra sem þú þekkir – því fleiri sem mæta því fleiri lífum verður bjargað.

mánudagur, 20. október 2008

Brosum

Til hamingju Amsterdamfarar með hlaupið.

Vikan framundan:
Mán: Nokkrir svellkaldir Laugaskokkarar tók spretti í Laugardalnum í dag á meðan Mílanóhópurinn tók hálftímann (held ég). Síðan reyndu ákveðnir menn að hrella þjálfarann með því að segja að Brúarhlaupið hefði verið of stutt. Sumir greinilega eitthvað orðnir hræddir um að ná ekki tíma þjálfarans á laugardaginn.
Mið: Finnum einhverja góða leið :)
Fim: Byrjendur, aðrir sem hlaupa eiga að taka Gott í kroppinn æfingar eftir hlaup
Lau: Hægt og rólega frá Laugum sumir fara í Haustmaraþon - Gangi ykkur vel

Gott í kroppinn
Armbeygjur
Bakæfingar
Kviðæfingar, 3 gerðir fram, vinstri, hægri
Hamstrings
Kálfalyftur, standa t.d. í tröppu

Gera allt saman 20x og fjölga settunum smásaman, þetta er eitthvað sem við þurfum að gera amk 2x í viku.
Að lokum er hér smá spakmæli sem að allir ættu að geta tileinkað sér enda kostar það ekki neitt.

Spakmæli vikunnar:

Ég gerði merkilega uppgötvun í dag. Ég uppgötvaði að bros er jafnsmitandi og flensa.
Það brosti til mín alókunnugur maður og ég brosti á móti og hélt svo bara áfram að brosa.
Ég labbaði fyrir næsta horn þar sem ég mætti öðrum ókunnugum manni.
Þegar hann sá mig brosa, brosti hann á móti og gekk svo brosandi í burtu.

Þá laust niður hjá mér þessari staðreynd, ég hafði smitað hann.
Guð veit hvað hann hitti marga og smitaði þá. Ég fór að hugsa um þetta bros og skildi þá hversu mikils virði það er.
Eitt lítið bros eins og mitt, gæti breiðst út um heimsbyggðina.
Svo ef þú finnur að þú ert að bresta í bros, ekki halda aftur af því.
Komum af stað faraldri sem fyrst, stefnan er að smita allan heiminn.

BROSTU

þriðjudagur, 14. október 2008

Vikan

Tek undir orð Jóhönnu að það eru mikil gleðitíðindi að Rögnvaldur skuli vera komin með kort í Laugar.
Annars vorum við nokkur að tala um það að það verður gaman að fá Mílanóhópinn og Amsterdamhópinn aftur inní eðlilega æfingarútínu með okkur hinum. En tekið skal fram að það er alltaf ánægjulegt að sjá þegar fólk tekur sig saman og stefnir saman að ákveðnu markmiði eins og við erum að sjá þessa hópa gera. Amsterdam hópurinn er að fara út í lok vikunnar og óskum við þeim góðs gengis. Áfram Ísland eða voru það Færeyjar? Annars er áskorun á Amsterdamhópinn að koma með ferðasögu að loknu hlaupi og að sjálfsögðu viljum við líka myndir með.

Á morgun miðvikudag er það síðan Fossvogurinn
Fimmtudag byrjendur endilega látið það berast
Laugardagur langt og rólegt, spurning um að velja þema í hlaupaleiðinni! Uppástungur skal koma með í kommentakerfið á forsíðu. Gæti verið að hlaupa framhjá sem flestum ríkisbankaútibúum eða fara eins margar götur sem byrja á A.

mánudagur, 13. október 2008

Stjórn Lauaskokks lætur verkin tala

Stjórn laugaskokks er tekin til starfa. Þau hafa fundað og planað hvað allir hinir eiga að gera. Vonandi fáum við að heyra nánar um að. Þau eru búinn að troða okkur í allskonar nefndir, undirrituð var sett í bloggnefnd og er nú að standa sína plikt.
Í dag var gegnið frá því að Rögnvaldur Bergþórsson sem hingað til hefur stundað Laugaskokk í tengslum við sundlaugina, er kominn með frítt árskort í Laugar. Vonandi á þetta eftir að gera Rögnvaldi auðveldara fyrir að stunda sína líkamsrækt. Björn Leifsson á þakkir skilið fyrir að taka svona vel í fyrsta erindi nýju stjórnarinnar.

föstudagur, 10. október 2008

1. fyrsta Poweradehlaup vetrarins

Laugaskokkarar fjölmenntu í Poweradehlaupið þrátt fyrir að Kári (samt ekki okkar Kári) blési hressilega og ágætis úrkomu. Fyrir hlaup var þjálfarinn að alveg að beila á því að fara vegna þreytu (og kannski smá leti) en sér sko sannarlega ekki eftir því að hafa drifið sig. Enda er alltaf gaman að hitta fullt af kátum hlaupurum sem eru samankomnir og allir eiga það sameiginlegt að hafa gaman að því að hlaupa.
Það skemmtilega við Poweradehlaupin er að það er einhvernvegin öðruvísi að hlaupa í því en öðrum keppnishlaupum, að mínu mati er allt svo afslappað í kringum það, kannski myrkrið hafi þessi áhrif. Sumir taka því alvarlega og reyna að bæta sinn besta tíma eða eru í baráttu í við stiginn, svo eru sumir sem hugsa þetta sem góða æfingu og svo eru aðrir sem einfaldlega kom því þeim finnst gaman að taka þátt í almenningshlaupum hitta aðra og styðja í leiðinni almennings hlaup. Sbr Bjargey, Stefanía og Hildur en ég hitti þær skælbrosandi fyrir utan sundlaugina eftir hlaup, tíminn var svosem ekki aðalmálið heldur bara vera með. Gott stelpur.

Þeir sem að mættu í 1. Poweradehlaup vetrarins voru:
Bogga
Sigrún Erlends
Hólmfríður Vala laumu Laugaskokkari
Bjargey
Stefanía
Hildur
Trausti ásamt því að vera tvo syni sína
Eva
Þórólfur
Munda
Tóta
Kári og fjölskylda
Rögnvaldur
Er ekki vissum hvort ég sá Jóhönnu, sá granna konu með bleika húfu við startið sem gæti verið Jóhanna.
Eflaust voru fleiri Laugaskokkarar þarna en ég sá þá bara ekki.

Síðan mæta vonandi sem flestir í Geðhlaupið á laugardaginn.

Góða helgi
Bogga

þriðjudagur, 7. október 2008

Greiðum aðgang sjúkrabíla að Laugum

Þeir sem leggja bílum meðfram gulri línu fyrir utan Lauga valda því að sjúkrabílar komast ekki að húsinu.
Það er lagt alllstaðar meðfram gulri línu og einnig í stæði sem eru sérmerkt aðkomu sjúkrabíla. Þetta veldur því að Sjúkrabílar komast ekki að húsinu og þeir þurfa að lúsast þrönga stíga milli þessara bíla, ná varla að beyja,- verra að athafna sig f. sjúkraflutningmenn o.f.l. Hver mínúta er dýrmæt ef því er að skipta.
Þetta er okkar öryggismál. Það eru fleiri hundurð ef ekki þúsund manns inni í þessu húsi og það skiptir okkur máli að sjúkrabílar komist greiðlega að og geti athafnað sig.
Það er oft búið að kvarta við Bjössa o.fl og ýmislegt búið að gera tala við þá sem leggja svona o.fl. en ekki gengið að koma bílunum í bílastæði.


Hugmynd 1: Eigum við ekki bara að fara af stað og gera eitthvað í þessu sjálf.
Hvað getum við gert til að hafa áhrif á þetta.

2 Hugmynd: Gera límmiða sem límast fast sem á stendur: ÞETTA ER EKKI BÍLASTÆÐI.

3. Hugmynd: Hafa samb. við lögregluna.

4. Hugmynd: Leggja fram undirskriftalista í Laugum ..þarfnast frekari útfærslu.

Strax er byrjað að framkvæma: Pétur Ísleifs talaði við stelpurnar í afgfreiðslunni í kvöld um þetta mál. Út úr því kom tilkynning yfir salinn stuttu síðar um að bílarnir yrðu dregnir burtu ef þeir yrðu ekki fjarlægðir.

Endilega komið með hugmyndir í herferðina okkar um að koma bilunum frá gulu línunni og í bílastæðin.

mánudagur, 6. október 2008

Mánudagur

En í dag mánudag var vel yfir 20 manns á æfingu þrátt fyrir ekkert spennandi veður. Hlaupnir voru sprettir í Laugardalnum sem var nú bara ágætt enda sennilega skjólsælasti staðurinn í grenndinni við Laugar. Að lokinni æfingu var farið inní Laugar og gerðar æfingar.
Á miðvikudag verður hlaupnar "óhefðbundnar leiðir" í svipaðri vegalengd og Fossvogurinn, sjáum til hvert vindurinn mun leiða okkur. Minni á stjórnarfund hjá nýrri stjórn eftir æfingu.
Fimmtudagur, byrjendur og þeir sem vilja koma sér að stað rólega. Minni á að fyrsta Poweradehlaupið kl. 20 frá Árbæjarlauginni. Tilvalið að nýta sér það sem góða tempó æfingu.

Þar sem það er farið að dimma alltaf fyrr og fyrr vil ég minna fólk á að huga að endurskins vestum og borðum.

Eigum við ekki bara að enda þennan pistil á þessum orðum sem veitir ekki af núna. http://www.youtube.com/watch?v=jHPOzQzk9Qo