sunnudagur, 23. mars 2008

Allir út og suður á löngum æfingum

Allir út og suður á löngum æfingum.
Margir Laugaskokkarar eru, þessa dagana, að fara langar æfingar fyrir yfirvofandi maraþon. Þeir nota ýmis ráð til að koma æfingunum fyrir í lífi sínu og fá tilbreytingu. Munda sást t.d. hlaupandi úr Hafnarfirði með tveimur herrum eldsnemma í morgunn. Sigrún+Ásta fóru upp að Gljúfrasteini, Ívar og Ingólfur djöfluðust fram og til baka, upp og niður brekkur á Krísuvíkurvegi (sérstök Boston-eftirlíking) og enn aðrir mættu á æfingu eins og lög gera ráð fyrir og hlupu venjulegar leiðir.
Þegar maður er búin að hlaupa 10 maraþ. Og hlaupa leiðir bæjarins 100000000000 (hundrað þúsund miljón) sinnum Þá þiggur maður með þökkum tilbreytingu á langri æfingu. Ég var svo stálheppin að sjá á Evu-bloggi að Þau hjónin ætluðu upp á Mosfellsheiði og hlaupa í bæinn. Auðsótt var að fá að slást í hópinn. Náði að hlaupa með þeim krúttum u.þ.b. 20km. Fékk þá náðarsamlegast að dragast afturúr. Þetta var frábær æfing í góðum félagsskap- Takk kærlega fyrir mig.
Í Hádeginu voru svo Laugaskokkarar að tínast inn í Laugar. Virtust voða ánægðir með afrakstur dagsins ;)

föstudagur, 21. mars 2008

Pælingar

Boston - Ekki Boston - reyna bætingu - ekki reyna bætingu------
Hef verið að spá í síðan ég var skráð í Boston, hvort ég ætti að hlaupa þonið eða bara fara með í ferðalag og fylgjast með. Fljótlega ákvað ég að mæta á æfingar og sjá til hvernig mér tækist að halda sjó. Hlaupa ef vel gengi, en ef ekki, fara í ferðalag og fylgjast með.
Nú sýnist mér ég halda sæmilega.
Ef ég hleyp, hvað ætla ég þá að (reyna að) hlaupa hratt?. Gamli góði draumurinn að bæta tímann blundar enn. Ekki tókst það á Miami þrátt fyrir góðan ásetning (ekki það að maður bæti neinn tíma með ásetningi einum saman- ef svo væri ætti maður nú marga góða tíma ;)
Í gær ákvað ég hvernig ég geri þetta. Fer í Flóahlaupið þann 12. apríl, 9 dögum fyrir Boston og hleyp 10km. eins hratt og ég get. Set tímann inn í töflu á marathonguide.com þar segir hvað maraþontíminn á að geta verið miðað við tíma í 10k.
Ef Flóa-tíminn segir að ég geti hlaupið á 4 tímum maraþon þá ætla ég að fara Boston á 4:10 ef kemur upp tíminn 3:50 þá ætla ég að stefna á 4:00 En ef út úr töflunni kemur 3:40 Þá ætla ég að stefna á undir 3:40 miskunarlaust.
Sem sagt ekki drepa sig fyrir einhvern tíma sem er ekki bæting en reyna allt ef bæting er séns.
Ég geri mér grein fyrir því að þó náist góður tími í 10k. er aðalmálið í maraþoni hraðaúthald og til þess þarf margar langar æfingar. Þ.e Elínaraðferðina sem ég prófa kannski einhverntíma.)

Skírdagur- ískalt og margir inni.

Í dag var ég alveg ákveðin í að fara Elliðarárdalinn alveg uppí Víðidal= 18km. En hitastig undir frostmarki og strekkingur gerði breytti í inniæfingu.
Nokkrir Laugaskokkarar: Ragnheiður, Gunnar, foringinn o.fl. hörkuðu af sér of fóru út. Slatti var inni þar sem aðstæður voru hinar bestu, passlega kalt og fátt fólk.
Fékk ábendingu hjá Elínu um að æfa brekkur f. Boston og tók 5km. af æfingunni niður brekku- létt og skemmtilegt.

sunnudagur, 9. mars 2008

Laugardagur- Veisla hjá Ástu

Milli 20 og 30 Laugaskokkarar voru mættir hálftíu í Turninn í Kópavogi. Í boði var hlaup og súpa hjá Ástu á eftir. Hlaupið var frá 10k. upp í 28k. Fólk var á misjöfnu róli, ég var aðallega hlaupandi á eftir fólki sem var að hlaupa heim til sín. Fyrst Ásta og Sóla sem voru að fara að græja súpuna og svo Eva og Þórólfur sem hlupu að heiman og komu við í turninum, hittu hina hlauparana, hlupu með þeim nokkra km. kláruðu svo æfinguna með því að hlaupa heim. Ég lauk æfingunni með Gunnari, Pétri, Guðbjörgu, Kolbrúnu, Ólöfu, Guðrúnu og Ragnheiði og skrifa 13km. á æfinguna, næ þá 50k. í vikunni. Þæfingsfærð og leti gerðu æfinguna nokkuð strembna hjá mér. Tvær sem voru að hlaupa 17k. í fyrsta skipti komu síðar, hafði þeim gengið mjög vel. Þegar við vorum að teyja í turninum á eftir heyrðist á tal nokkurra sem voru að æfa og vinna þarna. Þetta er keppni sem er í gangi, þannig að sá sem er fljótastur að haupa upp stigann frá botni og upp á 15. hæð, þar sem World Class er, fær frítt árskort (held ég) og Jóhanna litla, sem hafði verið löt og þreytt og allt á æfingunni, æstist öll upp við að heyra þetta. Öll leti og þreyta fauk burt. Náði að æsa þrjár konur með í sigakeppnina. Smá glímuskjálfti kom þegar við trítluðum niður stigann- reyndi að tríltla ekki of hratt, ekki taka orku í að fara niður. Á leiðinni upp var aðalatriðið að láta þær hinar ekki ná mér, lærin titruðu eins og strá í vindi upp síðustu hæðirnar- . Tíminn var 2.27 mín. (minnir mig) og svipaður hjá þeim hinum. (Hvað eigið þið í stiganum ? ;) Í Starhólmanum var svo boðið í súpu. Í reynd var þetta hádegisveisla, pastaréttur með parmesan+brauði og í eftirrétt var ostakaka m. berjasósu og skúffu/ skúkkulaðikaka – báðar sjúklega góðar og svo mikið var í boði að mér tókst að rúlla út með þeim síðustu, afvelta af áti, nóg var eftir. Reikna með að Steini og strákarnir fái pastarétt í matinn fram e. vikunni ;) Takk kærlega fyrir mig. Einbeitingu dagsins á Aðalsteinn haldandi utanum skál með skúffuköku prílandi uppí tripptrappstól – tókst án hjálpar- ætlaði sko ekki að láta neitt trufla þetta atriði.

Laugar

Milli 20 og 30 Laugaskokkarar voru mættir hálftíu í Turninn í Kópavogi. Í boði var hlaup og súpa hjá Ástu á eftir. Hlaupið var frá 10k. upp í 28k. Fólk var á misjöfnu róli, ég var aðallega hlaupandi á eftir fólki sem var að hlaupa heim til sín. Fyrst Ásta og Sóla sem voru að fara að græja súpuna og svo Eva og Þórólfur sem hlupu að heiman og komu við í turninum, hittu hina hlauparana, hlupu með þeim nokkra km. kláruðu svo æfinguna með því að hlaupa heim. Ég lauk æfingunni með Gunnari, Pétri, Guðbjörgu, Kolbrúnu, Ólöfu, Guðrúnu og Ragnheiði og skrifa 13km. á æfinguna, næ þá 50k. í vikunni. Þæfingsfærð og leti gerðu æfinguna nokkuð strembna hjá mér. Tvær sem voru að hlaupa 17k. í fyrsta skipti komu síðar, hafði þeim gengið mjög vel. Þegar við vorum að teyja í turninum á eftir heyrðist á tal nokkurra sem voru að æfa og vinna þarna. Þetta er keppni sem er í gangi, þannig að sá sem er fljótastur að haupa upp stigann frá botni og upp á 15. hæð, þar sem World Class er, fær frítt árskort (held ég) og Jóhanna litla, sem hafði verið löt og þreytt og allt á æfingunni, æstist öll upp við að heyra þetta. Öll leti og þreyta fauk burt. Náði að æsa þrjár konur með í sigakeppnina. Smá glímuskjálfti kom þegar við trítluðum niður stigann- reyndi að tríltla ekki of hratt, ekki taka orku í að fara niður. Á leiðinni upp var aðalatriðið að láta þær hinar ekki ná mér, lærin titruðu eins og strá í vindi upp síðustu hæðirnar- . Tíminn var 2.27 mín. (minnir mig) og svipaður hjá þeim hinum. (Hvað eigið þið í stiganum ? ;) Í Starhólmanum var svo boðið í súpu. Í reynd var þetta hádegisveisla, pastaréttur með parmesan+brauði og í eftirrétt var ostakaka m. berjasósu og skúffu/ skúkkulaðikaka – báðar sjúklega góðar og svo mikið var í boði að mér tókst að rúlla út með þeim síðustu, afvelta af áti, nóg var eftir. Reikna með að Steini og strákarnir fái pastarétt í matinn fram e. vikunni ;) Takk kærlega fyrir mig. Einbeitingu dagsins á Aðalsteinn haldandi utanum skál með skúffuköku prílandi uppí tripptrappstól – tókst án hjálpar- ætlaði sko ekki að láta neitt trufla þetta atriði.

sunnudagur, 2. mars 2008

Norðurlandamót Öldunga

Var að skoða úrslit úr Norðurlandsmóti Öldunga um helgina. Sá þar nokkra laugaskokkara: Summa, Ingólf S.S., Sigga og Birki. Stóðu sig allir vel. Sjá.
http://www.fri.is/pages/articles6/motaforrit/
Frábært að hafa tækifæri til að taka þátt í svona móti og spá svo í úrslitin. Ekki spurning um að vera með að ári. Komiði með?