föstudagur, 2. apríl 2010

Þungun í Göngudeild

Það er hægt að skilgreina þungun með ýmsum hætti. Göngudeildin hefur yfirleitt litið á þetta sem ástand, sem skapast þegar matar er neytt í óhófi og endar auðvitað með þyngdaraukningu eða “þungun”. Göngudeildin er mjög upptekinn af því að hugsa um líkamsþyngd og er skemmst að minnast “Biggest Looser” keppninnar í fyrra sem var gerð góð skil á þessu bloggi. Þegar átti að endurtaka leikinn á þessu ári var ákveðið að hafa keppnina í kyrrþey sem gerði það að verkum að hún leystist upp og varð að engu, sem sannar að það þarf opinbera auðmýkingu til að ná árangri í léttun !!!

Þess vegna eru Göngudeildarmeðlimir “þyngri” þessa dagana en þetta viðhorf ásamt öðru líkamsástandi sem sett er í samhengi við þungun getur auðvitað verið misskilið eins og þegar Göngudeildarmeðlimir forðast að ræða þyngdaraukningu sína í kílóum heldur tala um mánuði í meðgöngu. Það er endalaust hægt að misskilja þessa myndlíkingu, sem Göngudeildin notar mikið. Þetta byrjaði síðasta sumar þegar sakleysisleg færsla í Hlaupadagbókina þar sem vitnað var til þekktrar morgunógleði Bjargeyjar varð tilefni upphrópana hjá þeim sem ekki þekktu málið. Eitthvað þótti Laugaskokkurum samt ósennilegt að Bjargey stundaði enn mannfjölgun en vildu þó ekki hafa af henni ánægjuna og spurðu í laumi hvort þetta gæti staðist. Þessi misskilningur var leiðréttur snarlega en með hausti kom í ljós að þungun, í hefðbundun skilningi, var ekki ómöguleg hjá Göngudeildarmeðlimum.

Það var sumsé Hildur sem sagði sig frá hlaupaæfingum frá hausti vegna þungunar og hefur auðvitað verið sárt saknað þótt sambandinu hafi verið haldið á fésbókinni. Eins og Laugaskokkarar, og reyndar fleiri, vita, þá er hefðbundin þungun í kringum 9 mánuði en þyngdaraukning getur staðið mun lengur. Þess vegna varð Eggert órólegur þegar hann lagðist í svínaflensu í október og byrjaði þyngjast í takt við Hildi, og gat að auki ekki stundað æfingar af ýmsum orsökum. Ástæðan fyrir óróleikanum er sú að þegar kom að þyngdaraukningunni þá hefur Eggert haft vinninginn yfir Hildi allan tímann. Er svo komið að núna sex vikum áður en áætlað er að Hildur verði léttari þá er staðan miðað við síðasta sumar sú að Eggert hefur þyngst um 15 kg. en Hildur 14 kg. !!!

Nú er það spurningin. Hvort þeirra verður fyrr til að verða léttari ???

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Eggert minn ég er ekki í nokkrum vafa að þú eigir eftir að hafa vinningin og losa þig fyrr við meðgönguspikið en ég þakka meðvirknina ;o)Ég reyni þó að hreyfa mig enn ef hreyfingu skildi kalla, ég silast áfram..Og eins og ég sagði vika 35 rétt að byrja ég gæti sigrað þig en sem betur fer hefur matarlistin minnkað stórlega!
Kv.'olétta konan ;o)

2. apríl 2010 kl. 12:38  
Blogger EggertC sagði...

Það var ekki meiningin að vera meðvirkur en svona gerist þetta :-)

Ég held að þú hafir vinninginn að þessu sinni því það er svo stutt eftir af óléttunni hjá þér.

Gangi þér vel og vonandi heilsast sem best.

2. apríl 2010 kl. 12:47  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hildur mín, þú ert í forréttinda hópi Göngudeildarinnar sem verður léttari í enda þungunar og færð að auki yndislegan bónus. Ég er föst á fyrsta þriðjungi, með bæði matarlyst og morgunógleði ! Þá er bara að sjá hvenær Eggert verður léttari ; )

Bjargey

2. apríl 2010 kl. 13:03  
Blogger Sveinbjörg M. sagði...

Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

2. apríl 2010 kl. 13:20  
Blogger Sveinbjörg M. sagði...

Hahaha bara snilldarblogg! :-)

2. apríl 2010 kl. 13:22  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim