sunnudagur, 19. apríl 2009

Önnur vigtun - Sleppt og Haldið 09

Það voru blendnar tilfinningar í brjóstum keppenda í þessari vigtun. Þar sem keppendur eru mjög margir og aðstæður misjafnar þá eru tölurnar að koma á ýmsum dögum og ýmsum stöðum. Það sem hins vegar er eftirtektarverðara er að frammistaða keppenda er afar mismunandi. Þannig virðast sumir keppenda alvega hafa náð að leiða hjá sér freistingar páskavikunnar á meðan það mætti halda að aðrir hefðu setið einir að snæðingi og klárað páskalambið með ull og öllu. Þess vegna ættu glöggir lesendur að hlusta eftir jarmi á næstu æfingu.

Eins og sumir keppenda náðu að borða tvöfalt þá eru tveir sigurvegarar í þessari viku, þ.e. þessir keppendur náðu tilsettri vigt upp á punkt og prik, sem hlýtur að teljast ótrúlegur árangur. Það eru Inga María og Stefanía deila með sér sigrinum. Til lukku með það!! Annars var þetta staðan:

1-2 Inga María 0,00%, 1-2 Stefanía 0,00%. 3 Corinna 0,21%4, Guðrún 0,41%5, Ingigerður 0,64%, 6 Gunni 0,81%, 7 Aðalsteinn 1,02% , 8 Hrafnhildur 1,54%. 9 Gunnhildur 1,60%, 10 Sibba 1,76%, 11 Kolla 3,42%, 12 Bjargey 4,23%, 13 Eggert 4,92%, 14 Pétur 1127,27%

Staða liðakeppninnar er sú að bláir sigra þessa viku með 1,96%. Svartir eru í öðru sæti með 2,39% og rauðir skíttapa eins og við er að búast með 225,70%. Rétt er að taka fram að ítrekað var gengið eftir vigt hjá Pétri án annars árangurs en fagurra, en því miður, innantómra loforða. Því var dómnefndinni ekki annað fært en standa við yfirlýsingar sínar um áætlaða þriggja stafa tölu og setti 999 kg á Pétur þessa vikuna. Þetta verður auðvitað kært og gætu þá einhver sæti færst til.

Ofangreind úrslit gefa tóninn fyrir framhaldið og ljóst að sumir keppenda þurfa verulega að halla sér að salatbarnum ef þeir ætla sér að eygja möguleika á því að vera í hópi efstu manna. Þess vegna verður spennandi að fylgjast með 2. maí þegar þetta fólk sýnir okkur bitin á skjaldarendunum sínum !!!

sunnudagur, 12. apríl 2009

Að horfast í augu við ástand sitt og getu.
Eftir að byrja árið á maraþoni og hlaupa svo í 10k á tíma hraðar en mig hefur dreymt um, var haldið ákveðið áfram með Summa og félögum. Mætti samviskusamlega á æfingar, Nú átti aldeilis að massa þetta. Hörkustemming í liðinu Elín á þvílíku stími og fullt af liði sigldi í kjölfarið mjög ákveðið. Ég reyndi að hanga en komst bara ekkert áfram. Hægðist bara og hægðist .
Þrátt fyrir að margir þættust sjá hvers vegna ég hægðist, ónískir á útskýringar og ráð gekk ekki baun. Sannaðist einu sinni enn að óumbeðnar útskýringar og ráð eru bara alls ekki vel þegin. Þegar loks einn kom með samlíkingu við heimsfæga boltamenn sem hafa haldið út hverja vertíðina á fætur annari, endað með stæl á HM og átt mjög erfitt tímabil bæði andlega og líkamlega eftir það þóknaðist mér loks að þiggja útskýringu.

1. apríl ákvað ég að horfast í augu við staðreyndir eins og þær eru burt séð frá mögulegum útskýringum. Ástandið er þannig að ég treysti mér ekki til að hlaupa 5km. á 25 mínútum. Ekki dugir að mæta á æfingar og fara eftir prógrammi sem maður ræður ekkert við.
Hvað er þá til ráða?
Taka góða hvíld – ah einhvernvegin er ég ekki til í það.
Mæta á Laugaskokksæfingar og gera það sem er í boði hjá hópnum, án sérstakra væntinga, það hefur oft reynst vel.
Ýmislegt fleira er hægt að gera og fyrir valinu varð að taka gamla góða sub prógrammið sem Þórólfur og Eva hafa gert frægt. Það hefur áður hresst uppá. Þar koma margir rólegir og stuttir dagar sem endurnæra. Og ef ég hef hraðamarkmiðið raunhæft þá getur þetta varla klikkað. Enn og aftur er komið að því að horfast í augu við raunverulegt ástand = hraðagetu. Græðgin sagði “auðvitað reynirðu sub 45” Skynsemin sagði þá sprengirðu þig á sprettunum eins og þú ert búin að gera næstum því á hverri einustu æfingu sl. vikur. Villtu það? Ok ok ok. ég fer á sub 50. Sem er rólegasta sub-prógrammið. Og það sem meira er, ég má þakka fyrir ef ég get það.
Stefnan er sett á Sumardaginn fyrsta: 5 km. og þá ætti tíminn að geta verið undir 25mín. ef vel gengur

Það er frábært að sjá hvað er góð stemming í Laugaskokkurum margir að stefna á góðan tíma í hálfu í Margir líka að fara heilt og einhverjir sitt fyrsta. Það er gaman að fylgjast með ykkur.
Allir sem ekki ætla í Vormaraþon FM en nennið að hlaupa á sumardaginn fyrsta endilega verið með. Nú þegar eru hafa 5 manns slegist í hópinn. Svo skemmtilegt.
Í dag, laugardag, gekk mjög vel. Summi kom til hjálpar með hópinn í kjölfarið og mældi fyrir mig einn km. í dalnum. Annabella og Elli tóku með mér síðasta km. og Elín datt inn í niðurskokkið. Manni legst allaf eitthvað til ef maður er í Laugaskokki ;)
Gleðilega páska og passið ykkur á eggjunum. Maður er eins og Úlfurinn með steinana í maganum í marga klukkutíma eftir nokkra mínútna gúff.















Training Program towards a sub 50 minute 10K
Day Session Your Comments Effort
04 60 to 70min easy distance
05 30min easy run
06 start with 3x2k R90-2min 9min 50 (4.55 per k) T 2x2k R90 = 10mín 12 (5.06 per k)
07 Rest
08 longest run - 'time on feet' up to 1Hr 45min Fossvogur á meðalt. 5.41. ekki þreytt ;)

09 easy day of 30min running Hálftíminn rólega drulluþreytt
10 easy day of 30min running Skíði íBláfjöllum í staðinn f. halftime hlaup
11 start with 5x1k R60 - 90 4min 45 to 4min50 L Í dalnum gekk mjög vel ;)
12 easy day of 30min running
14 easy day of 30min running 13. apríl: ? um fara spretti t.d. yassu.
15 Rest
16 5K paced run - aim sub 25min 5k
17 10k easy run
18 easy day of 30min running
19 start with 3 x 5min @ 10k pace with 1min easy F
20 easy day of 30min running
21 easy day of 30min running
22 Rest
23 Race day up to 15K Sumardagurinn fyrsti Hlaupa undir 25.
* easy recovery after race. 20 - 30min
** 2nd easy day after race. 30min
*** final easy run after race. 30min

sunnudagur, 5. apríl 2009

Fyrsta vigtun - Sleppt og Haldið 09

Þá eru það fyrstu úrslit í nýju keppninni hjá Göngudeildinni. Það hefur farið hljótt um keppendur þar sem það var í fyrsta lagi ekki ljóst fyrr en á síðustu metrunum hverjir væru að keppa og miðað við úrslitin þá virðist keppendum heldur ekki ljóst í hverju keppnin felst :-) Þess vegna er rétt að ítreka eftirfarandi fréttaskýringu:

Sleppt og Haldið 09 er keppni í að ná markmiðum sínum í líkamsþyngd. Keppendur velja sér markmið fyrir fjórar vigtanir sem eru á tveggja vikna fresti (ekki er leyfilegt að ætla sér að þyngjast). Frávikið frá settu marki, hvort heldur plús eða mínus, er hlutfallað við líkamsþyngd og þannig verður til stuðull eða einkunn sem notað er til að raða í sæti. Sætin ákvarða hvaða keppendur þurfa að greiða sekt, sem er 500 kr í hvert sinn, og eru það sæti 8-14 sem greiða.

Fyrir utan einstaklingskeppnina er sem fyrr liðakeppni nema að þessu sinni eru þrjú lið sem keppa, Bláir, Rauðir og Svartir. Liðseinkunnin er fundin með því að leggja saman frávik liðsmanna og deila í með fjölda þeirra. Liðið með lægsta meðalfrávik sigrar þá vikuna. Einfalt, ekki satt :-)

Eftir sigurgöngu Biggest Looser keppninnar þá vildu fleiri vera með í þessari keppni, ekki hvað síst þegar kom í ljós að ekki þurfti að léttast sem mest heldur ná að halda fengnum hlut. Þannig er þetta meira keppni í aðhaldi heldur en léttun. Það voru fjórtán keppendur sem skráðu sig til leiks og sem fyrr er kvenfólkið í meirihluta og bættist vel í þann hóp en karlarnir eru þeir sömu, utan þess að þeim barst drjúgur liðsauki í formi Gunna (hennar Mundu) sem er hörku keppnismaður.

Hrafnhildur stóð í ströngu við að safna saman tölum og er niðurstaða þessarar fyrstu vigtunar eftirfarandi:

1. Corinna 0,070%, 2. Stefanía 0,143%, 3. Inga María 0,176%, 4. Gunnhildur 0,315%, 5. Ingigerður 0,393%, 6. Bjargey 0,487%, 7. Eggert 0,750%. 8. Kolla 0,808%, 9. Hrafnhildur 1,013%, 10. Gunni 1,083%, 11. Aðalsteinn 1,145%, 12. Guðrún 1,342%, 13. Sibba 1,449%, 14. Pétur 1,462%

Til hamingju Corinna með sigurinn í þessari fyrstu vigtun !!!

Í liðakeppninni voru Rauðir í fyrsta sæti með .60, Bláir í öðru með .73 en Svartir ráku lestina með 1.00.

Til hamingju *** RAUÐIR ***

Göngudeildin vonar að glöggir lesendur átti sig á reglum og markmiðum keppninnar þannig að það náist að skapa þá spennu og örvæntingu sem er svo nauðsynlegt í keppnum sem þessum!!!

Gangur í Göngudeild

Það telst varla til tíðinda að Laugaskokkarar standi sig vel í hlaupum og eru þeir oftar en ekki í verðlaunasæti. Göngudeildinni finnst full ástæða til þess að benda þeim sem hraðar fara á hlaupum að vera duglegri að segja frá þessum sigrum, stórum sem smáum. Það hefur verið Göngudeildinni mikil uppörvun að vita til þess að fólkið sem flýgur á undan henni á æfingum skuli líka fljúga á undan öðrum hraðfara hlaupurum í öðrum skokkhópum. Það er aldeilis árangur !!! Til hamingju Laugaskokkarar !!!

Hins vegar langaði Göngudeildina að fagna sérstaklega verðlaunasætum meðlima sinna en Stefanía varð í þriðja sæti í sínum aldursflokki í uppgjöri Powerade vetrarhlaupanna og Kolla gerði sér lítið fyrir og vann sinn aldursflokk í Kökuhlaupinu um síðustu helgi. Það er ekki laust við biblíulegt réttlæti þegar hinir síðustu komast þannig í raðir þeirra fyrstu :-) Það er afar skemmtileg upplifun og gaman til þess að vita að þrautseigja og ástundun skila árangri.