föstudagur, 27. nóvember 2009

Sub 50 hvað !!!

Það er greinilega gúrkutíð á Laugaskokksblogginu og Göngudeildin hefur lengi ætlað sér að bæta úr því og gera upp Franfurt ferðina frábæru. Það verður samt áfram bið á því uppgjöri eins og á stofnefnahag íslensku bankanna en stendur auðvitað til bóta. Eins og Laugaskokkurum er í fersku minni, þá stóð kvenpeningur deildarinnar sig frábærlega þar sem Hrafnhildur, Kolla og Stefanía fóru sitt fyrsta maraþon og Krissa setti héraðsmet í bætingu í sínu öðru maraþoni. Ekki var karlpeningurinn jafn brattur því Aðalsteinn og Eggert voru báðir haltir, ýmist á hjarta eða ökkla, og hlupu því ekki neitt. Bjargey hefur hins vegar haldið sig til hlés í haust að mestu enda sest á skólabekk og Gunnhildur sinnt öðru.

Það var því ekki laust við að ákveðið upplausnarástand skapaðist eftir svona afrek, en meðlimir eru samkvæmir sjálfum sér og vita að ekkert sameinar eins og sameiginleg markmið og áætlun. Spurningin var einungis hvað væri næst á dagskrá? Það var ekki stemming fyrir löngu hlaupi svo að sú hugmynd var rædd í alvöru að hlaupa styttra og hraðar. Einnig að setja sér takmark sem virtist óyfirstíganlegt líkt og þegar þær stöllur ákváðu að hlaupa heilt maraþon. Niðurstaðan varð sú að æfa sig í að hlaupa 10 km undir 50 mínútum í Gamlárshlaupinu eða Sub 50 eins og það heitir á hlaupamáli. Eins og alltaf þegar kemur að prógrömmum, var leitað til Sumarliða sem brást vel við að vanda og lét deildinni í té hernaðaráætlun til að ná markmiðum sínum. Hann setti samt fyrirvara við að ná þessu markmiði fyrir næstu áramót og sagði prógrammið vera meira svona Sub 56 :-)

Það eru núna liðnar tvær fyrstu vikurnar í þessu plani og ekki laust við að ýmislegt hafi gengið á. Það eru tvö heilkenni sem hafa verið að hrjá hópinn. Fyrst og fremst er það Jóhönnu heilkennið (The Johanna Syndrome) en það lýsir sér í sleni og viljaleysi til hlaupa og virðist leggjast þyngst á þá sem mest hafa æft og hlaupið síðustu mánuði. Hitt er Kobrúnarmjöðmin (The Kolla Hip Syndrome) sem lýsir sér í ótrúlegum stirðleika og kvalaköstum þegar framkvæmdar eru snöggar hreyfingar eins og að líta til hliðar eða taka skref áfram. Meðlimir láta þetta samt ekki á sig fá og fylgja æfingaáætluninni af mikilli grimmd enda mikið í húfi að halda hlaupaáhuganum lifandi yfir kaldasta og dimmasta hluta ársins.

Þrátt fyrir þetta plan fylgir Göngudeildin hópnum á mánu-, miðviku- og laugardögum en hleypur bara ekki eins hratt og hinir því hraðanum er öllum eytt á sprettæfingum þriðju- og fimmtudagsins. Laugaskokkarar eru beðnir að sýna þessu skilning þar sem þeir þeysa framúr og skilja okkur eftir í rykmekkinum.

fimmtudagur, 5. nóvember 2009

Haustfagnaður Laugaskokks

Nú er komið að árlegum haustfagnaði Laugaskokks, takið tímann frá.


Auglýsing

sunnudagur, 1. nóvember 2009

Styrktaræfingar

Komið þið sæl

Tók saman nokkrar styrktaræfingar og setti í tvö sett sem hægt er að taka uppá palli eftir útihlaupin og eitt sett sem tekið er í tækjasalnum. Ég vona að þetta verði ykkur hvatning til þess taka styrktaræfingar reglulega því þær eru mikilvægur þáttur í þjálfun okkur bæði til þess að bæta okkur sem hlaupara og fyrirbyggja meiðsli. Einnig vil ég benda á ef þið hafið lítin tíma eftir hlaupin er mjög sniðugt að fara 2-3 hringi í hraðbrautinni og taka þá 12 endurtekningar í einu. En hvenær er best að taka þessar æfingar? Fitness nr 1 og 2 má taka eftir lengri/sprett æfingar samhliða teygjunum, það er alltaf hægt að búa til tíma fyrir styrktaræfingarnar, (við spjöllum bara minna í staðin). Æfingar í tækjasal er fínt að taka eftir rólegri æfingar eða bara mæta í salinn taka stutta upphitun og skella sér í tækin. Ef það eru einhverjar æfingar sem þið skiljið ekki verið óhrædd við að spyrja mig. Einnig get ég farið yfir æfingarnar með ykkur t.d. á fimmtudögum eftir kl. 18:00. Gangi ykkur vel.

Bold

Styrktaræfingar Laugaskokks

Fitness nr 1

Armbeygjur 20x

Bakæfing 20x

3 gerðir kviðæfingar, fram og skávöðvar 20x

Hnébeygja 20x

Framstig 20x

Ökklahopp á öðrum fæti og jafnfætis 30x

Fitness nr 2

Armbeygjur

Bakæfingar á hnjám

Kviðæfingar

Kviðkreppur (öfugar kviðæfingar)

Dauðaganga, framstig á svölum (ca 30-40 endurtekningar í hverri ferð)

Ballerína

Fitness nr 3 æfingar í tækjum

Tæki

Æfing

Vöðvahópur

Sett

Endurtekningar

Þyngd

Dagsetning

56

Fótbeygja

Læri aftan

2.- 3

12

57

Fótrétta

Framan læri

2.-3

12

38

Kviðæfingar í vél

Kviður

2.-3

12

19

Upphífingar

Tvíhöfði

2.-3

12

22

Bakréttur

Bak

2.-3

12

20

Niðurtog

Bak og tvíhöfði

2.-3

12

13

Bolvinda

Kviður/skávöðvar

2.-3

12

12

Brjóstpressa

Brjóst og þríhöfði

2.-3

12

50

Trissa

Innanvert og utanvert læri

2.-3

12