þriðjudagur, 7. október 2008

Greiðum aðgang sjúkrabíla að Laugum

Þeir sem leggja bílum meðfram gulri línu fyrir utan Lauga valda því að sjúkrabílar komast ekki að húsinu.
Það er lagt alllstaðar meðfram gulri línu og einnig í stæði sem eru sérmerkt aðkomu sjúkrabíla. Þetta veldur því að Sjúkrabílar komast ekki að húsinu og þeir þurfa að lúsast þrönga stíga milli þessara bíla, ná varla að beyja,- verra að athafna sig f. sjúkraflutningmenn o.f.l. Hver mínúta er dýrmæt ef því er að skipta.
Þetta er okkar öryggismál. Það eru fleiri hundurð ef ekki þúsund manns inni í þessu húsi og það skiptir okkur máli að sjúkrabílar komist greiðlega að og geti athafnað sig.
Það er oft búið að kvarta við Bjössa o.fl og ýmislegt búið að gera tala við þá sem leggja svona o.fl. en ekki gengið að koma bílunum í bílastæði.


Hugmynd 1: Eigum við ekki bara að fara af stað og gera eitthvað í þessu sjálf.
Hvað getum við gert til að hafa áhrif á þetta.

2 Hugmynd: Gera límmiða sem límast fast sem á stendur: ÞETTA ER EKKI BÍLASTÆÐI.

3. Hugmynd: Hafa samb. við lögregluna.

4. Hugmynd: Leggja fram undirskriftalista í Laugum ..þarfnast frekari útfærslu.

Strax er byrjað að framkvæma: Pétur Ísleifs talaði við stelpurnar í afgfreiðslunni í kvöld um þetta mál. Út úr því kom tilkynning yfir salinn stuttu síðar um að bílarnir yrðu dregnir burtu ef þeir yrðu ekki fjarlægðir.

Endilega komið með hugmyndir í herferðina okkar um að koma bilunum frá gulu línunni og í bílastæðin.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Heyr heyr

kv
BV

8. október 2008 kl. 11:15  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Rétt hjá þér Jóhann,hef oft spáð í hvað fólk er ótrúlega latt. Ef tilgangurinn með að fara í ræktina er að hreyfa sig þá getur varla munað um nokkur skref...
kveðja Hafdís

8. október 2008 kl. 15:51  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim