miðvikudagur, 9. júní 2010

Sumarhlaup FH og Atlantsolíu, Skemmtilegt 5km. hlaup í Hafnarfirði

Í þetta hlaup mættu bæði afreksfólk og almenningur vel.
Laugaskokkarar, voru þarna, bæði á keppnisbuxunum, til að héra sitt fólk, og líka til að taka: ” koma ´sér í form æfingu”. Mér sýnist við hafa verið 6 sem hlupum.
Kolla var mætt með fylgdarlið á svæðið að hvetja sitt fólk og stóð sig vel í því, hún æsti unga stúlku í að vera á undan mér sem stúlkan gerði með leik.
Hlaupalöggan stóð við brautina eftir nokkkur hundruð metra og skipaði vinum sínum til og frá, reyndi þannig að stjórna umferðinni. Í bakaleiðinni var löggan mætt annarstaðar og sagði manni að taka betur á sem maður náttúrulega gerði “ löghlýðinn að sjálfsögðu”.
Fjölmenni var og brautin mjó en fljótt teygðist ormurinn þannig að fólk var ekki að hlaupa ofaní hvort öðru- maður gat allvega tekið framúr án þess að troðast ;)
Aðstæður voru glimrandi, pínu gola, mest á móti fyrri helminginn. Sem betur fer var öskuþokan, sem var daginn eftir, ekki mætt á staðinn en þá hefði sennilega þurft að aflýsa hlaupinu. Laugaskokkarar, allavaega þeir sem ég þekki, náðu markmiðum sínum. Héranum tókst að pína sinn mann á tilskyldum tíma. Og einhverjir bættu sig. Ég náði að hlaupa þessa 5 km. á 5mínútna tempói, mín bara í framför enda ágæt spyrna frá botninum. ;) Það er gaman að snúa svona við þótt það hægi pínu á, því þá sést hverjir eru fyrstir og á undan manni og líka hverjir eru á eftir. Það besta við 5km hlaup að það eru bara 5 kílómetrar ;)
Við vorum 6 sem munstruðum okkur við Laugaskokk og sýnsist mér allir geta verið ánægði smeð sig. Eiginkona hans og tengdafólk var á staðnum og náði maður alveg að sækja stuðning þar.
Björn Margeirsson tengdasonur Laugaskokks vann hlaupið með glæsibrag á tímanum 16:05. Eiginkona hans og tengdafólk var á staðnum og náði maður alveg að sækja stuðning þar. Okkar kona Helen Ólafsdóttir var önnur kvenna á flottum tíma: 18:50. Þórir Magnússon var líka á fínum tíma !8:48. Einar hljóp með syni sínum, alltaf gaman þegar tekst að smita afkvæmin af hlaupabakteríunni og Viktor Einarsson hinn nýi laugaskokkari hljóp þarna sitt fyrsta 5km. keppnishlaup, á fínum tíma. Hann fékk að auki 20 manna skúkkulaðitertu í útdráttarverðlaun. Jóna Dóra var þarna líka og hljóp á flottum tíma, perslónulega best held ég.
Þetta var mjög skemmtilegt og hressandi hlaup. Brautin var niður við sjó meðfram Strandgötunni og var því flöt. Mótshaldarar, Ritarinn o.fl. , segja þetta vera bætingabraut framtíðarinnar, einnig hefur heyrst að þetta verði líka vetrarhlaups-sería ekki ósvipað og Powerade, nema 5km og sennilega færri hlaup.
Fjöldi útdráttarverðlauna var í boði. Laugaskokkarar fóru heim með súkkulaðitertur (gjafabréf), drykki og plastsundlaugar o.fl. Ég mæli hiklaust með þessu hlaupi Hafnfirðinga. Það var vel að öllu staðið hjá þeim.
Á leiðinni heim keyrðum við framhjá þremur Gröfu og Kranaköllum þar af einn Laugaskokkara hlaupandi heim eftiri keppnina. Þetta kallar maður að nota almenningshlaup sér til stuðnings í æfingaprógrammi.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim