miðvikudagur, 22. júlí 2009

Jökulsárhlaup II

Jæja, þá er alveg að koma að árlegri sumarhátið Laugaskokks í útibúi hlaupahópsins á norðausturlandi. Okkar menn á staðnum hafa lofað að taka vel á móti okkur þrátt fyrir að veðurspáin sé ekkert spes. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, vegna lélegrar veðurspár er ekki búist við því að margir tjaldferðalangar leggi leið sínar á þessar slóðir um helgina, það eru helst brjálaðir hlauparar og einstaka útlendingur. Semsagt, meira pláss fyrir okkur. Það lítur út fyrir að þetta verði mikil tjaldborg sem þarna á eftir að rísa því samkvæmt athugasemdunum við síðasta bloggi verða þetta 8 tjöld, 16 fellihýsi eða tjaldvagnar og 1 ferðabíll. Þetta verða sennilega á bilinu 40– 50 manns á vegum Laugskokks.
Tekin verða frá tvö hólf á tjaldstæðinu fyrir hlaupara sem taka þátt í hlaupinu en því miður þá er ekki hægt að taka sérstaklega frá svæði fyrir Laugaskokkara innan þeirra. Fyrstir koma, fyrstir fá er reglan en þeir Laugaskokkarar sem koma fyrstir á svæðið ættu bara að dreifa vel úr sér og láta ófriðlega þannig að engir aðrir en Laugaskokks meðlimir vilja tjalda nálægt þeim. Þegar þið komið á tjaldsvæðið láta tjaldverðirnir ykkur vita hvar hólfin fyrir hlauparana eru en okkar menn á staðnum mæltu með því að vera í 1. hólfi til vinstri.
Sumarkveðjur : )

mánudagur, 13. júlí 2009

Jökulsárhlaupið

Gríðarleg stemming er innan Laugaskokkshópsins að hlaupa í Jökulsárhlaupinu í Ásbyrgi enda getum við ekki látið það framhjá okkur fara að hitta Helgu og Stefán + að hlaupa í fallegu landslagi. Margir ætla að taka fjölskylduna með og tjalda, þar sem við gætum orðið mörg er betra að taka frá tjaldstæði, ef það er möguleiki. Því ætla ég að biðju ykkur um að kommenta hér hvort þið farið og hvort þið verðið á tjaldstæðinu, einnig er fínt að taka fram hvort þið eruð með fellihýsi eða lítið kúlutjald.