þriðjudagur, 13. maí 2008

Heiðmörk og Mývatnsmaraþon

2008-05-13
Allavega 8 laugakokkarar voru í Heiðmörk. Trixið hjá Sigrúnu tókst vel, að segja að nokkrar skutlur myndu mæta í Heiðmörkina. Kl:17:00 var Agga eina skutlan sem var mætt en fimm töffarar mættir galvaskir. Yndislegt veður og gaman að fylgjast með sumarkomunni í mörkinni. Ég hef grun um að allir sem hlupu í Heiðmörk í dag séu að hlakka til Laugavegsins.


Orðsending frá áhugamönnum um Mývatn.
Gaman væri fyrir Laugaskokkara að fjölmenna og sameinast í skemmti- og hlaupaferð og styrkja íslensk hlaup.
Mývatnsmaraþon er eitt af föstum liðum í hlaupalífinu. Ég held ég hafi farið 6 sinnum og Ívar átta sinnum. Alltaf verið mjög skemmtilegt. Það er hægt að gera úr ferðinni: útilegu- fjölskyldu- hlaupa- lúxushótel- bændagistingar- eða djamm-ferð en allavega skemmtiferð.
Upplagt fyrir þokkalega hlaupara að gera þetta að hlaupa-sigurferð: “Bara skella sér og vinna Mývatn”.
Mjög gott fyrir Kaupmannahafnar-sigurvegara að nota Mývatn sem Aktiva hvíld (þið vitið vonandi að aktiv hvíld er aðaltískan í dag) og Kaupmannahafnar-smáklúðrarar getað reddað sér og bætt sig á Mývatni eins og Agga gerði í hitteðfyrra.

Að þessu sinni er Mývatnsmaraþon haldið þann 31. maí 2008. Skráning og skipulag er á höndum Mývatnsstofu infomyvatn@est.is eða í síma 464-4390.

Skemmtilegar hlaupaleiðir og frábær náttúrufegurð
Í boði er Maraþonganga, Maraþonhlaup, hálf-marþonhlaup, 10km. hlaup og 3.km. hlaup.
http://www.myvatn.is/default/

sunnudagur, 4. maí 2008

Dæmigerður Laugardagur með Laugaskokki

Yfir 20 manns mætt á æfingu. Bogga gerði heiðarlega tilraun til að stjórna og fékk Davíð sem meðstjórnanda, Hún er mjög efnilegur þjálfari, Hópurinn fór saman af stað og smá saman hópaðist niður eftir hraða og vegalengd. Munda var enn í 1.Maí-hlaups gírnum þar sem hún var að bæta sig helling. Félagarnir þurftu að hafa sig alla við að hanga í henni.23km.


1. 5:44 (14.)
2. 5:37=11:22 (9.)
3. 5:05=16:20 (1.)Hraðastur, Fórum fram úr Evu ;)
4. 5:20=21:48 (3.)
5. 5:37=27:26 (10.)
6. 5:27=32:53 (5.)
7. 5:39=38:43 (11.)
8. 5:42=44:25 (13.)
9. 5:17=49:43 (2.)
10. 7:03=56:46 (23.) Hægastur, Drykkur.+gel frá Mundu, Í staðinn fær hún að vera á undan í Köben.
11. 5:25=1:02 (4.)
12. 5:40=1:07:50 (12.) Miðgildi
13. 5:32=1.13:25 (7.) Mættum Ívari og Ingólfi sem báðu okkur að Hvetja Halldór sem kæmiá eftir
14. 6:23=1:19:48 (22.) Mættum Halldóri á fleygiferð og virtist ekki þurfa neina hvatningu?
15. 5:27=1:25:16 (6.)
16. 5:49=1:31:05 (16.)
17. 5:33=1:36:39 (8.)
18. 6:20=1:42:59 (21.) Nú var orðið svol. Erfitt að hanga í Mundu og Félögum, þau biðu eftir mér þarna, ekki í fyrsta skipti.
19. 5:46=1:48:46 (15.)
20. 5:58=1:54:45 (19.)
21. 5:54=2:00:39 (17.)
22. 5:59=2:06:38 (20.)
23. 5:54= 2:0938 (18.)

Laugardagsæfing með Mundu og Félögum (Davíð, Frikki og Kalli) .
Meðaltemó = 5:46
Miðgildi: 5:40 Og Davíð sem hélt að miðgildið væri 5:20
Fyrri hluti : 1:02
Seinni hluti : 2:06
Mismunur: Seinni hluti 4 mín. Hægar. Samt var drykkjarstoppið í fyrri hluta.
Þarf greinilega að vinna í hraðaúthaldi.
Davíð hélt að miðgildið væri ca 5: 20 En þótt hann væri örlítið á undan mér síðustu km. er ég ansi hrædd um að hann nái því ekki.

Þetta er æfingin í smáatriðum. Hraðaúthalldið gefur ekki tilefni til bætinar (að fara undir 3.40) Svo ég held að ég smelli mér við hlið Mundu fyrir aftan 3:45 hérann í Kaupmannahafnarstartinu, það sé raunsæast.
Eftir æfingu borðuðum við svo með Gunna+Mundu og Elínu og Summa í Laugum Hvað er betra en að vera úti að borða með vinum sínum eftir skemmtilega æfingu.
Það er að frétta af hlaupalögreglunni að hann situr með vinum sínum og grefur upp ný hlaupaprógrömm fyrir sig og sína prógrömm með smá nýju sniði í von um betri árangur. Smá áhyggjur af því að hann sjálfur sé ekki tilbúinn til að byrja prógrammið v. eymsla. En þá mun hann bara geta einbeitt sér betur að eftirfylgninni hjá félögunum.

föstudagur, 2. maí 2008

Fjöldkylduvæðing hlupadellunnar.

Vegna fjölda áskoranna um að skrifa um fjölskylduna koma þessar línur.
Þegar maður er hlaupsjúklingur þá reynir maður ýmislegt til að réttlæta og minnka samviskubitið yfir því að vera alltaf hlaupandi í erindisleysu um allar trissur. Til dæmis reyna margir að pína börnin sín, múta þeim til að koma með sé í ýmislegt tengt hlaupum (í versta falli hóta). Synir mínir og stjúpdætur hafa fengið þetta hlaupaþrýstings-uppeldi, ásamt fullt af öðrum krökkum sem hafa sést mismunandi brosmild á hlaupabrautinni með foreldrum sínum. Síðat í gær sá ég Ellu litlu Richter brosandi út að eyrum yfir því að hlaupa í Fjölnishlaupinu.
Þegar maður nær krökkunum með, minnkar sammviskubitið yfir öllum tímanum sem fer í Hlaupadelluna margfalt. Maður er svo ægilega mikið að “gera með börnunum sínum” ef maður nær að draga þau með í delluna.
Synir mínir þrír þurftu að þola þetta æði móðurinnar alveg frá frumbernsku. teymdir ýrmist með góðu eða illu: “Einn stífluhrimg með mömmu bara eitt skemmtiskokk í Reykjavíkurmaraþoni, bara einu sinni enn eitt 10k. hlaup hérna og þarna bla bla lba.Oft var svarið: “Ok en þetta er í síðasta sinn sem ég kem með þér” Og enn oftar: “ Var ég ekki búinn að segja það hundrað sinnum að ég nenni ekki eina ferðina enn enn með þér í þessi hlaup”.
Hápunkturinn á þessu var þegar elsti sonur minn, Bogi Ragnasson, lét sig hafa það að hlaupa maraþon með mömmu í Kaupmannahöfn f. ári. Voða gaman að bjóða syni sínum í maraþon. Hann stóð á startlínunni og horfði á hlaupanörrana í kring um sig en lauk hlaupinu uppnumin af því hvað það er mikil áskorun að hlaupa maraþon ( Enn einn hlaupanörrin orðin til). Stráksi Lauk hlaupinu vel undir 4 tímum og við Ívar horfðum við á mann breytast í halupasjúkling eins og maður frelsast á samkomu.
Allt hefur sínar afleiðingar og að berja barn til bókar hefur það í för með sér að krakkinn verður læs og nú eru afleiðingarnar af hlaupaþrýstingsuppeldinu að koma allharkalega í hausinn á mér.
Ég fékk símtal fyrir 2 vikum, rétt fyrir Boston: “Hey ég vinur minn ætlum í Köben ertu ekki með?”. Ahh hentaði ekki mömmu alveg núna en minnug allra þeirra hlaupa sem hann var teymdur í, þýddi ekki neinar afsakanir svo nú er búið að kaupa flug+hótel+skrá sig í Kaupmannahafnarmaraþon. Nú er bara að harka af sér eins og stráki forðum.
Það eru sannarlega fleiri en ég búin að fá að finna fyrir afleiðingunum mér er þar efst í huga þegar Ingólfur og Rakel dóttir hans hlupu við þriðja mann saman Laugaveginn.
Þið ykkar sem eruð nú að æsa börnin ykkar með í hlaupin vitið hverju þið getið átt von.