mánudagur, 20. október 2008

Brosum

Til hamingju Amsterdamfarar með hlaupið.

Vikan framundan:
Mán: Nokkrir svellkaldir Laugaskokkarar tók spretti í Laugardalnum í dag á meðan Mílanóhópurinn tók hálftímann (held ég). Síðan reyndu ákveðnir menn að hrella þjálfarann með því að segja að Brúarhlaupið hefði verið of stutt. Sumir greinilega eitthvað orðnir hræddir um að ná ekki tíma þjálfarans á laugardaginn.
Mið: Finnum einhverja góða leið :)
Fim: Byrjendur, aðrir sem hlaupa eiga að taka Gott í kroppinn æfingar eftir hlaup
Lau: Hægt og rólega frá Laugum sumir fara í Haustmaraþon - Gangi ykkur vel

Gott í kroppinn
Armbeygjur
Bakæfingar
Kviðæfingar, 3 gerðir fram, vinstri, hægri
Hamstrings
Kálfalyftur, standa t.d. í tröppu

Gera allt saman 20x og fjölga settunum smásaman, þetta er eitthvað sem við þurfum að gera amk 2x í viku.
Að lokum er hér smá spakmæli sem að allir ættu að geta tileinkað sér enda kostar það ekki neitt.

Spakmæli vikunnar:

Ég gerði merkilega uppgötvun í dag. Ég uppgötvaði að bros er jafnsmitandi og flensa.
Það brosti til mín alókunnugur maður og ég brosti á móti og hélt svo bara áfram að brosa.
Ég labbaði fyrir næsta horn þar sem ég mætti öðrum ókunnugum manni.
Þegar hann sá mig brosa, brosti hann á móti og gekk svo brosandi í burtu.

Þá laust niður hjá mér þessari staðreynd, ég hafði smitað hann.
Guð veit hvað hann hitti marga og smitaði þá. Ég fór að hugsa um þetta bros og skildi þá hversu mikils virði það er.
Eitt lítið bros eins og mitt, gæti breiðst út um heimsbyggðina.
Svo ef þú finnur að þú ert að bresta í bros, ekki halda aftur af því.
Komum af stað faraldri sem fyrst, stefnan er að smita allan heiminn.

BROSTU

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Bros til Boggu :)

Bjargey

23. október 2008 kl. 10:17  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim