mánudagur, 6. október 2008

Mánudagur

En í dag mánudag var vel yfir 20 manns á æfingu þrátt fyrir ekkert spennandi veður. Hlaupnir voru sprettir í Laugardalnum sem var nú bara ágætt enda sennilega skjólsælasti staðurinn í grenndinni við Laugar. Að lokinni æfingu var farið inní Laugar og gerðar æfingar.
Á miðvikudag verður hlaupnar "óhefðbundnar leiðir" í svipaðri vegalengd og Fossvogurinn, sjáum til hvert vindurinn mun leiða okkur. Minni á stjórnarfund hjá nýrri stjórn eftir æfingu.
Fimmtudagur, byrjendur og þeir sem vilja koma sér að stað rólega. Minni á að fyrsta Poweradehlaupið kl. 20 frá Árbæjarlauginni. Tilvalið að nýta sér það sem góða tempó æfingu.

Þar sem það er farið að dimma alltaf fyrr og fyrr vil ég minna fólk á að huga að endurskins vestum og borðum.

Eigum við ekki bara að enda þennan pistil á þessum orðum sem veitir ekki af núna. http://www.youtube.com/watch?v=jHPOzQzk9Qo

1 Ummæli:

Blogger Jóhanna sagði...

Það þarf að gera skurk í bílastæðismálum f. utan Lauga. Fólk leggur í öll skot svo sjúkrabíll kemst varla þarna um. örþröngir stígar v þess að stærðar jeppum o.fl. bílum er lagt um allt. fleirri þúsund manns eru inni í húsinu og mikið öryggisatriði að sjúkrabílar komist að. Þetta er okkar öryggi eins og Summi benti á í gær ættum við að vekja athygli á þessu og gera eitthvað í þessu.

7. október 2008 kl. 11:00  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim