fimmtudagur, 24. apríl 2008

Boston-drottning maraþona.

Allur þessi mannfjöldi saman kominn til að hvetja hlaupara. Öskrandi nöfnin þeirra sem voru merktir. Fyrstu kílómetrana voru heilu raðirnar af krökkum með útrétta hendi, að gefa five. Allt niður í svo litla krakka að foreldrar þurftu að styðja við hendina þeirra til að reyna að fá five hjá hlaupurum. Heyra svo áfram. Hvatningarköll meira og minna alla leið, að undanskildri kærkominni þögn hjá krikjugarðinum. Svo mögnuðust öskrin aftur. Undarlegt hvað þessi svaka hávaði fór lítið í taugarnar, þótt maður drægist áfram steindauður.
Þetta er annað maraþonið sem ég hleyp í fylgd Ívars. Gekk svona ljómandi vel í byrjun á hárnákvæmu tempói (sem miðaði við undir: 3:40) haldið að hálfu. En þá fór að halla verulega undan fæti. Lokatíminn var: 3:55:30. 16 mín frá markmiðinu. Hægt að hugga sig við að maður er Boston. qualified. Svo er hægt að age-grade tímann og þá gefur það 3. tuttugu og eitthvað,. Það var miklu erfiðara fyrir Ívar að sjá markmiðið fljúga út um gluggann en mig.
Við vorum að leika okkur að tölulegum upplýsingum. Setja ýmsa tíma inn í hinar og þessar töflur. T.d. kom í ljós að ég var á 6 mínútna tempói frá 35km að til loka hlaupsins. Í minningunni finnst mér þetta hafi verið verið miklu hægar. Þegar við skoðum tímana hjá hinum félögum okkar er líka ljóst að eftir heart break hafði varla nokkur kraft í að nýta sér niður-brekkurnar til hraðaaukningar. Sá hlaupari sem best kom út e. 35km er Sigrún. Hún heldur 5:07 tempói það sem eftir er og meðaltempó hennar var tæpl. 5:05 Mjög vel hlaupið hjá henni.
Það er einstakt þarna að borgin er undirlögð af maraþoninu. Dagana fyrir og eftir er ókunnugt fólk hrósa manni fyrir að hlaupa þonið og spyrja hvort maður hafi klárað. Eins gott að kunna að taka hrósi og þakka pent fyrir sig. Mér fannst einstakalega gaman að fylgjast með upplifun hlaupafélagana sem voru í þessari stemmingu í fyrsta skipti.
Daginn fyrir maraþonið var hlaup þeirra kvenna sem voru svo hraðir hlauparar að þær máttu keppa um hverjar þrjár kæmust á næstu ólympiuleika. Meiriháttar var að sjá 124 konur hlaupa hring eftir hring í borginni og á fleygiferð og sú sem var fyrst var kom í mark á 2:30. eitthvað. Við fylgdumst vel með einni stúlkunni, hún var í bakinu á þeirri í 3.ja sæti mjög lengi en á síðustu km. dróst hún aftur úr og endaði í ca 10 sæti. Þessa stúlku sáum við grátandi e. hlaup. Vá hvað við skildum hana vel. Búin að sjá ólympiuleikana við þröskuldinn alla þessa kílómetra, og svo horfa á þetta glutrast niður.. Uppáhaldskonan mín í þessu hlaupi var Joan Samuelson 50 ára, Hún er gamall ólympiumeistari og gerði sér lítið fyrir og hljóp á 2:49:08.(nokkrir góðir hlauparar sem ég þekki vel myndu vilja geta teikað hana.) Hún er úr fylkinu MA og alltaf þegar hún fór framhjá þá trylltist lýðurinn, mikil fagnaðarlæti. Við kölluðum hana Rögnuna okkar á milli.

fimmtudagur, 17. apríl 2008

Boston brestur á

35 íslendingar eru skráðir í Bostonmaraþon n.k. mánudag. Í tilefni af því var hópurinn mættur til myndatöku fyrir framan Laugar í dag í sínu fínasta með sparisvipinn og allt. Spennó að sjá blöðin á morgunn.
Þrjár Laugaskokks-sveitir, tvær kvenna og ein karla, hafa skráð sig til keppni í Boston á mánudaginn kemur. Þær skipa: Agga, Ásta, Sigrún og Sólrún. Edda, Jóhanna og Krístín. Karlasveitina skipa Helgi, Ingólfur, Ívar, Kristinn og Sævar.
Ég veit ekki hvað það þýðir að vera skráður í sveit nema ef sveitin er svo hröð að hún hefur möguleika á að vinna til verðlauna. Fyrirkomulagið er þannig að þrír fyrstu í sveitinni telja þ.e.a.s. þrír fyrtstu tímarnir telja og hinir eru bara með. Þannig er gott að vera fleiri en þrír í sveit ef einhver alveg klikkar þá getur sveitin samt haldið sjó. Sveitin mín er skipuð þremur konum, því mjög mikilvægt að enginn klikki þar (bara að grínast). Svo getum við von að það séu úrddráttarverðlaun eins og í sveitakeppninni í Reykjavíkurmaraþoninu.
Þegar ég hljóp í Boston árið 2005 var ég í sveit með Ragnheiði og Elínu. Það er eitt erfiðasta maraþon sem þeir sveitungar hafa hlaupið. Gaman að vita hvort þetta verður eins erfitt.
Þegar ég skreið undan feldinum í morgunn var það líka í óeiginlegri merkingu og síðan er Ívar búinn að sitja sveittur yfir því hvernig hann eigi að stilla hraðan á okkur á brautinni. Kannski förum við flest af stað saman og svo verður gaman að sjá hvernig hópurinn dreifist drögumst afturúr og náum hvort öðru og forum framúr. Allavaegaer þetta mjög spennandi.

Í síðasta sunnudagshlaupi með Bibbu+Fjólu kom upp úr kafinu að ég ætlaði að hlaupa í gömlu dressi, En eins og þið vitið er maður félagslega verndaður ef maður er í hlaupafélagsskap (t.d. ekki látinn komast upp m. neinn plebbagang). Fjóla vinkona sem er alltaf alveg að komast í geðveikt form átti gallan í fórum sínum ekkert minna en hlaupakjól – það alflottasta dress sem ég hef séð. Þar með er aðalatriðinu landað. Ooo hvað ég hlakka til að fara í ferðalag með ykkur..

mánudagur, 14. apríl 2008

Flóahlaupið góða. 2008-04-12

Frá því ég byrjaði að hlaupa með NFR árið 2000 þá hefur flóahlaupið verið á dagskránnihjá mér. þar náði ég fyrst að hlaupa 10k. undir 60mín. með dyggum stuðningi Péturs F. o.fl. þetta hlaup er sem betur fer enn í gangi og sami metnaðurinn fjá Flóamönnum. Það sem er sérstakt þarna er að eftir hlaup, er í boði ungmennafélagins og kvenfélagsins í sveitinni, mjög flott kaffihlaðborð, keinur,flatbrauð m.hangiketi, rjómapönnukökur, jólakaka o.ml. Síðan fá þeir sem eru í verðlaunasætum að fara upp á svið- alvörusvið með tjaldi og öllu. Og bikarar stórir og litlir í verðlaun.
Laugaskokkarar voru þarna um 20, flestir að hlaupa, en líka nokkrir að hvetja. Það var einstaklega gamana núna (ekki bara af því að ég hljóp svooo hratt) því margir voru mjög ánægðir með tímann sinn. Eva og Sif voru að bæta sig og Helga Árna líka. Auk þeirra voru þeir Stefán Viðar og Gunnar Geirs og undirrituð á palli, voða voða gaman.
Markmiðin voru þrú.
Nr.1.Njóta þess að vera með í einu skemmtilegasta 10k. hlaupi á landinu
Nr.2.Hlaupa eins hratt og ég gæti og taka svo tímann og setja hann inní Boston-tímatöflu og ef tíminn segði að ég gæti ekki bætt maraþontímann minn ætlaði að ég að hlaupa Boston mjög hægt ekki undir 4t. (og gera síðan betur síðar). En ef Flóatíminn segði að ég gæti verið nálægt mínum besta (3.41) þá skildi reynt.
Nr. 3. Að sjá Öggu sem lengst.
Markmið nr.1 náðist fullkomlega Mjög skemmtilegt allt og frábært kaffihlaðborð.
Markmið 2 og náðist ég hljóp eins hratt og ég gat og meira segja aðeins hraðar því
sambýlismaðurinn sem ætlaði ekki að skipta sér af þessu hlaupi mínu var í humátt á eftir fyrstu 3k. sá þá að ég var búin að negla mig í “einhvern karlandskota” kom upp að okkur steinþegjandi –ég sver það- .og hljóp þannig með mér þangað til við vorum komin 7k. þá var tíminn svo góður að það var ekki lengur orða bundist og ég var pínd áfram í markið endaði á 46:28 sem er þriðji besti tíminn minn frá upphafi og aðeins 22sek frá bætingu.
Markmið númer þrjú náðist líka Því Öggu sá ég mjög vel fyrstu km. og sæmilega þá næstu og sá glitta í hana þegar hún kom í mark.
Allt voða voða gaman.

Þessi tími gefur fyrirheit um að komast vel undir 3.40 í maraþoni svo nú verð ég að reyna að hlaupa hratt í Boston. Nú stend ég frammi fyrir annari ákvörðun það er þannig að Ívar var búin að segja að ef Flóa-tíminn yrði góður þá gæti hefði ég val um hvort hann hlypi með mér í Boston. Gamla græðgin sem varð Evu (ekki Evu Margréti) og fleirum að falli er kraumandi í hausnum á mér. En sá á kvölina sem á völina. Ef ég er í bætingarformi þá hleyp ég örugglega hraðar með kappann með hlið mér. En þoli ég hann á leiðinni? Og hvað ef ég gefst upp í miðju hlaupi og vill hægja voða voða mikið?
Svar 1. Hvað með það þótt ég þoli hann ekki einhvern hluta af leiðinni ef ég næ í góðann tíma
Svar 2. eftir að díla við seinni spurninguna áður en ég tek ákvörðun.
Allavega skal reynt við bætingu.

sunnudagur, 6. apríl 2008

Fullt um að vera.

Það er alltaf meira gaman fyrir okkur hlaupasjúklinga þegar margt er að gerast í hlaupalífinu, heyra frá gengi félagana, metum o.fl. Það svona stimplar í mann stuðið þegar mikið er um að vera.

Parísarmaraþonið var í dag. Þar voru tveir félagar okkar úr Laugaskokki, Trausti og Baldur Haraldss. Trausti hljóp á 2.59:08, seigur strákurinn, Baldur var á 3:13:53.
Fyrstur af "Íslendingunum" í Paris var Neil, hljóp á 2: 34 eitthvað, frekar flottt, Eins og flestir vita þá er hann að hlaupa heljarmikið magn af kílómetrum í æfingum sínum fyrir deka-Ironman. Það er ljóst að Elínaraðferðin rokkar.(Þið muniðað skilgreiningin á Elínaraðferðinni: Æfa fyrir hundrað km. hlaup og taka svo eitt maraþon í leiðinni og bæta sig mjög mikið).

Í útvarpinu í dag var frétt um nýtt Íslandsmet í 10.000 m. hlaupi. Það var Kári Steinn sem hljóp á 29:29.. ef ég hef tekið rétt eftir. Síðasta íslandsmet í 10k. var sett nítjánhundruð sjötíu og eitthvað og það er búið að bíða eftir þessu. Þetta er frábært hjá Kára Steini. Fram kom í frétinni að ólympiulágmark væri 28: eitthvað og að Kári væri töluvert frá því, þær eru orðnar dýrar sekúndurnar þegar hlaupið er á þessum tíma. En vonast er til að drengurinn hlaupi enn hraðar þegar líður á vorið-sumarið.

Laugaskokkarar mættu nokkrir á venjulega æfingu frá Laugum Ég veit ekki stemminguna þar því ég ásamt nokkrum Bostonförum lögðum land undir bíl og brunuðum til foringjans og spúsu hans, sem eru orðnir staðarhaldarar á Úlfljóstvatni. Foringinn sendi okkur hlaupandi kringum Álftavatn, æfing sem taldi 26k. Mikið upp og niður – ekta Bostonæfing. Ég þurfti að hafa mikið fyrir því að halda í við Helga+Sævar+Baldur Jóns. Kristín og Edda hlupu líka og Lísa kom með okkur slatta af km. Síðan fengum við hressingu hjá foringjasettinu. Enn einn góður laugardagur á hlaupum í félagsskap hlaupavina sinna, Takk kærlaega fyrir mig.

Ég mæli hiklausst með Sunnudags-morgunnhlaupi Bibbu og Fjólu, en þær fara langt og hægt frá Árbæjarlaug. Upplagt endurheimtahlaup fyrir suma, eða fyrir þá sem vilja safna Km.