fimmtudagur, 7. ágúst 2008

Hlaupaferðalög

Ég var að skoða myndir frá ferðalögum sumarsins. Þau hafa nefnilega verið mjög lituð af hlaupum í sumar. Við gistum 2 nætur í Þórsmörk (Sævar segir Goðalandi) þegar við hlupum yfir Fimmvörðuhálsinn (blogg 22. júní).



Við gistum 3 nætur á Þingeyri í sambandi við Vesturgötuhlaupið (sjá Myndir 19. júlí).


Nokkrum dögum síðar komum við í Ásbyrgi og gistum þar í 3 nætur. Á meðan tókum við þátt í Jökulsárhlaupinu (ég tók myndir í hlaupinu 2006, sjá Myndir).

Það er nefnilega ýmislegt sem hlauparar gera saman annað en að hlaupa, til dæmis að ferðast saman. Borða saman viðhafnarkvöldverði undir beru lofti.



Í Ásbyrgi var raðað saman borðum í eitt stórt langborð og 40 manns tóku þátt í borðhaldinu.




Rifjuðu upp afrek dagsins.



Áttu saman rosalega notalega kvöldstund.




Við ættum að gera meira af þessu - blanda saman hlaupum og öðrum skemmtunum.