miðvikudagur, 29. október 2008

Orðsendingar frá þjálfara

Ætla að byrja að óska Laugaskokkurum til hamingju með frábæran árangur í haustmaraþoninu sl helgi. Margir að bæta sinn persónulega árangur og aðrir að ná sínum besta árangri í mörg ár er því greinilegt að æfingar eru að skila sér.

Laugardagsæfingar
Venjan hefur verið sú breyta tímasetningunni á laugardagsæfingum eftir vetrardaginn fyrsta. Núna verður breyting, æfingar verða áfram kl. 9:30 að undanskyldum des og jan en það verður auglýst nánar.

Skemmtileganefndin
Skemmtilegunefndina í ár skipa:
Eggert Clausen
Pétur Ísleifs
Mundu
Hrafnhildi Tryggva
Bíðum við spennt eftir að heyra frá þeim.

Sjáumst
Núna er þegar farið er að dimma ítreka ég að endurskin er núna eitthvað sem tilheyrir hlaupagallanum. Sýnum gott fordæmi í myrkrinu.






5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Pétur Ísleifs í Skemmtilegu nefndinni....detta af mér allar dauðar !

:)

Börkur

30. október 2008 kl. 16:26  
Blogger EggertC sagði...

Ég geri ráð fyrir að það sé Eggert Claessen sem er í skemmtilegu nefndinni því ég held að nafni hans Clausen sé bara ekki til :-)

30. október 2008 kl. 22:10  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þá þarftu ekki lúsameðal Börkur...

30. október 2008 kl. 22:38  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það var allavega Eggert C eitthvað. Gangið þér vel á morgun sendum strauma til þín.
kv
Bogga

1. nóvember 2008 kl. 17:23  
Anonymous Nafnlaus sagði...

thanks !! very helpful post!

rH3uYcBX

31. desember 2009 kl. 00:22  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim