miðvikudagur, 9. júní 2010

Laugaskokkarar á Mývatni

Í Minningunni er Mývatnsmaraþon: Pétur Franzson stormandi með fulla rútu af Námsflokkum á Mývatn, hann keyrir sjálfur og er búinn að redda góðri gistingu fyrir alla (nema kannski sjálfan sig), svo trommuðu allir sem gátu haldiði á vetlingi norður. Ef ekki hefði verið fyrir P.F. þá værum við ekki á Mývatni núna . Við Laugaskokkarar sem vorum á Mývatni þ. 29.mai sl. vorum öll sammála um það.
Við Ívar keyrðum norður á fimmtudgskvöld (ætluðum ekki að missa af neinu), gistum í Vatnsdal (Við Ólafslund þar sem hnífurinn er geymdur). Endalaust pælt í hvernig veðrið yrði og aðstæður til hlaups. Það að fara norður í maí er náttúrulega áhættuatriði. En það leit vel út með hlaupaveður.
Á föstudaginn rákum við inn nefið hjá Pétri Ísleifs, (Einum af okkar noðlensku Laugaskokkurum) sem nú býr á Laugum, fengum góðgerðir og héldum svo áfram.
Um kvöldið lentum við svo á Mývatni ásamt Gunna, Mundu (sem var alveg í gírnum fyrir maraþon daginn eftir) og Loppu. Berglind og Ævar ásamt Hilmi og Frakki voru mætt um morguninn hress og kát að vanda. Þarna voru líka nýr Laugaskokkari Stanislav Bukovski sem ætlaði að hlaupa sitt fyrsta maraþon, ásamt konu sinni og tveimur litlum guttum sem skottuðust um allt og höfðu mjög gaman að eltalst við Loppu og Frakk.

Oft hafa fleiri verið í Mývatnsmaraþoni 12 manns hlaupu af stað og startið lét lítið yfir sér. Við Gunni og Loppa keyrðum á eftir maraþonhlaupurum. Þetta leit mjög vel út. Ívar langfyrstur, við sögðum honum að missa ekki löggubílinn – hvernig missir maður löggubílinn? Jú maður missir einhvern fram úr sér og þar með fer löggubíllinn með honum. Næst Ívari kom Munda þessi uppstilling hélt þangað til ég þurfti að yfirgefa klappliðið og planta mér á startlínuna í 10km. Síðar frétti ég að 2 karlar hefðu troðiið séfr á milli þeirra vinanna. Munda var því 4. í mark í heildina, hún hljóp í markið á tímanum 3.42. 8 mínútna bæting! Þá kom sér vel að vera með pallföt ;)

Í startinu í 10km. sagði ég Berglindi að hún yrði að vera fyrst (engin pressa) og hún sagðist hafa hugsað þessi orð oft á leiðinni, gott að geta verið einhverjum hvatning. 10 km. brautin er erfið fyrst jafnslétt svo svaka brekka (brekkan þar sem maður byrjaði í hálfu á gömlu brautinni.), svo hæðótt upp og niður, svo brekka, svo brekka og svo brekka dauðans upp að jarðböðunum og þá er sagan öll. Það var gott veður og golan meira í bakið.

Laugaskokkarar unnu og unnu á Mývatni. Maraþonpallinn prýddu 1. sæti: Ívar (3.09) og Munda (3.42), þau fengu risa bikara og Blómvendi . Á 10km pallinum voru í 1.sæti hjónakornin Ævar (41) og Berglind (47) þau fengu bikar og blómvendi, nóg af blómum á því heimili. Í hálfmaraþoni vann Stefán Viðar (1.17) og Helga (1.41) var 3 konan, þau voru bæði að bæta sig. Sveitakeppnina í maraþoni vann sveit Laugaskokks , Munda, Ívar og Stanislav. En Stanislav hljóp í markið með strákana sína tvo sem komu á móti honu á tímanum 3.59 og var mjög sáttur.
Persónulega man ég varla eftir að hafa hlaupið svona hægt 10 km. þannig að maður getur kannski farið að skrá PV í hlaupadagbókina ;(


Ýmsir vinir Laugaskokks voru á staðnum, þar voru áberandi Árbæingar sem settu skemmtilegan svip á maraþonið með sínum appelsínugula lit. Þeir fengu á sig uppnefnið ruslakallarnir og náttúrulega borið upp á okkur að við hefðum komið því á sem er náttúrulega bara lygi.

Við Munda og Hilmir leystum svo út vinning síðan í fyrra og fórum í útsýnisflug með Mýflugi. Ekkert smá flott. Sumir voru að drepast úr hræðslu en það var bót í máli að flugmaðurinn þótti mjög töff ;)
Gott fjölskyldu og vina kvöld var framundan með smá eourvision og kosningavöku í Æsufellinu. Kosningavökuna horfði ég reyndar ein á gapandi af undrun meðan hinir fögnuðu ennþá hlaupasigrunum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim