miðvikudagur, 17. mars 2010

Árshátíðin nálgast - tilnefningar óskast í þessum flokkum

Á árshátíðinni 27. mars verða viðurkenningar veittar nokkrum Laugaskokkurum sem að mati hlaupafélaganna hafa sýnt gott fordæmi í hlaupastússinu á liðnu ári.

Við óskum eftir því að félagar í Laugaskokki tilnefni aðila sem fái viðurkenningar í eftirfarandi flokkum:
1. Nýliði ársins, konur
2. Nýliði ársins, karlar
3. Framfarir ársins, konur
4. Framfarir ársins, karlar
5. Laugaskokkari ársins, konur
6. Laugaskokkari ársins, karlar

Við val á nýliða ársins er horft til ýmissa þátta, s.s. ástundunar, árangurs, áhuga og ýmislegs fleira. Nýliði ársins gæti því allt eins verið sá sem mætti best eins og sá sem náði bestum árangri.Við val á Laugaskokkara ársins er líka horft til margra þátta, árangur hefur auðvitað sitt að segja en einnig áhugi, ástundun, dugnaður við að miðla fróðleik til félaganna o.s.frv.

Vinsamlegast sendið inn tilnefningar í einum, fleiri eða öllum framangreindra flokka á netfangið laugaskokk@laugaskokk.is í síðasta lagi fimmtudaginn 25. mars nk.

Eins verða í boði á árshátíðinni ýmsar uppákomur og m.a. má vænta æsispennandi spurningakeppni milli karla og kvennaliða Laugaskokks þar sem þekking þátttakenda á hlaupaheiminum verður reynd til hins ítrasta. Missið ekki af því.

Nefndin.

2 Ummæli:

Anonymous Sigrún sagði...

Djöfull líst mér vel á þetta!! Hlakka til :-)

17. mars 2010 kl. 20:59  
Blogger Börkur sagði...

Hei! Hvar er flokkurinn vonbrigði ársins? Hingað til hafa þrír (myndarlegir)heiðursmenn fengið þann eftirsótta titil. Er virkilega enginn hlaupari til lengur sem hefur yfir þeim eiginleikum að ráða að vera bæði latur og myndarlegur?

25. mars 2010 kl. 20:57  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim