fimmtudagur, 27. nóvember 2008

Milano 2008

Jæja Mílanó maraþon að baki ásamt 7 vikna ferðalagi um Ítalíu og Grikkland(krít). Það reyndist erfiðara en fyrirfram var áætlað að æfa nægilega vel á flakkinu þó svo að tíminn á Krít hafi verið vel nýttur til æfinga. Ég taldi þó að ég ætti fyrir persónulegri bætingu en hægra hnéð var ekki alveg samála mér þegar á hólminn var komið. Hinn liðsmaður Laugaskokks Norðurþings var einnig á þeim buxum að bæta sig en varð að játa sig sigraða við km 30. En félagar okkar úr Mílanó skólanum stóðu sig nú öll sem eitt með mikilli prýði. Ívar sterkur að vanda með sub 3 tíma og Summi skólastjóri að fara í fyrsta sinn undir 3 tímana glæsilegt hjá honum. Flottar bætingar hjá öllum hinum og glæsileg innkoma hjá Ólöf. Helgi var á hliðarlínunni og sló Dómkirkju Mílanbúa við í mikilfengleik og hjálpsemi, flott manneskja þar á ferð.

Þó svo að hnéð bilaði fyrr en ég vænti og bæting úr kortinu þá verð ég að viðurkenna að þetta var með betri maraþonum sem ég hef hlaupið. Hvers vegna, jú vegna þess að ég lagði afar sáttur af stað og var sáttari þegar ég kom í mark. Vegna þess að þó svo að ég náði ekki að standast mínar væntingar þá var bara ekki nokkur séns að það myndi geta haft neikvæð áhrif á innri líðan mína og sátt. Það hreinlega komst aldrei að og það skal ég segja ykkur er mikill sigur fyrir mig. Nú gætu sumir hugsað hmmmm metnaðarleysi og uppgjöf. En ef maður hugsar sem svo að maraþon er eins og lífið þá hlýtur það að vera markmið að vera sáttur í leikslok. Það er sorglega mikið af ósáttu fólki á elliheimilunum spyrjið bara þá sem vinna þar. Þannig að sætta sig við að vera ósáttur við sjálfan sig er frekar merki um metnaðarleysi og uppgjöf. Það er nefnilega svo að væntingar geta oft brugðist, sérstaklega þær sem við leggjum í garð annara en okkar sjálfs.

Ég áhvað að bíða eftir hinum norðurþings laugaskokkaranum við km 41. Sá pacera 3:15, 3:30, 3:45 og loks 4:00 hlaupa fram hjá, sá sem svo að líklega hefði ég misst af henni eða hún hætt þannig að ég áhvað að haltra í mark, afskaplega sáttur :).

Kær kveðja,
Stefán Viðar

þriðjudagur, 18. nóvember 2008

Reynsla er eins og afturljós á skipi, þau bregða einungis ljóma yfir farna leið.(stolið úr dagbók)

Vegna þess hversu gaman ég hef af poweraidhlaupunum ætla ég að deila með ykkur upplifun minni úr síðasta hlaupi. Ég var eini nemandi Mílanóskólans sem mætti sl. Fimmtudag. Á Stundatöflunni var tempóæfing á hálfmaraþontempói. Ívar hvatti mig til að hlaupa eins hratt og ég gæti, það kæmi ekki niður á Mílanó sjáfum. Ég ákvað að treysta reynsluboltanum og láta vaða. Ég hef hlaupið yfir 30 Poweraidhlaup með mjög mismunandi árangri, minnistæðast var þegar ég var síðust í mark, dauð.
Þarna voru mættir fleiri haluparar en nokkru sinni fyrr. Maðuinn með lúðurinn sagði að yfir 200 hlauparar væru mættir. Kjöraðsæður voru sem þýðir niðamyrkur kalt, ekki hált og logn. Ég var búin að plotta með Fjólu vinkonu, að teika Sondy því hún myndi hlaupa passlega hratt fyrir mig. Hún var búin að gefa upp: undir 49 mín. Ég plantaði mér framalega. Fljótlega komu Sondý og Vöggur, fólkið sem ég ætlaði að hanga í. Ég heyrði Vögg segja: “Nú er bara að hnýta sig í taglið”. Góður frasi sem ég tók til handagagns. Hnýtt í taglið, hnýtt taglið…….. tóktst að hanga í Vöggi upp að Breiðholtsbrekkunni. Þarna hnýtti ég mig svo fasta við Vögg að stúlka sem vildi líka hlaupa þarna var farin að kvarta undan troðslu minni. Í brekkunni hvarf karlinn. Mér fannst eins og Sondy væri rétt fyrir aftan mig og puðaðist áfram og reyndi að hanga í hinum og þessum sem ég þekkti ekki neitt. Það þarf að blasta alla leið frá brekkubrún og niður að hitaveitustokki til að vinna upp tíma sem glatast í brekkunum. Þegar Sprengisandur nálgaðist sá ég Sigrúnu glennu fyrir framan mig. Hún var greinilega að hægja fyrst ég var að ná henni. Nú voru góð ráð dýr. Annað hvort að láta hana ekki verða mín vara og reyna svo að taka hana á endaspretti. (gæti verið á kostnað góðs tíma), eða fara framúr strax, ég vissi að það myndi ýta við Strúnunni, hún gæti spýtt í lófana og unnið mig, svo var möguleiki að ég færi framúr, ynni hana og fengi góðan tíma í þokkabót. Ég valdi að sjálfsögðu að setja metnað í þetta og hljóp framúr, fiffaði röddina:”Sæl vinkona” hm.hm ég var á undan í nokkrar sekúndur, þá kom mín ákveðin og í einu orði sagt hvarf. (Einu sinni lenti ég í sömu stöðu með Evu, náði henni á 8. km. ákvað þá líka að hugsa frekar um tímann en að vinna hana. (myndi reyna að vinna hana í dag ef ég fengi tækifæri)) Ég puðaðist áfram hitaveitustokkinn og reyndi að hafa þann km. ekki alltof hægan. Kláraði með Sondy á hælunum á mínum besta poweraidtíma: 48:36.

Ég var búin að gefa frá mér að slá met í Mílanómaraþoninu, formið hefur hreinlega ekki verið að gefa tilefni til þess. Ívar var búinn að ráðleggja mér að reyna að hlaupa þetta á svona 3.45-3.50 (enn eitt maraþonið á þeim tíma) en þetta Poveraid-kitl framkallaði enn eitt græðgis-flogið. Kannski er séns á bætingu og fara út á 5.12 ef ég held því þá næ ég 3:39:25 Það væri bæting um tæpar tvær mínutur.
Læra af reynslunni hvað.. Segi eins þunn vinkona mín sagði fyrir nokkru “maður lærir aldrei neitt af reynslunni”.
Á laugardaginn hlupu Mílanóar frá gömlu góðu Laugum. Rok og kalt. 20km. framundan og við ákváðum að fara fram og til baka um Fossvoginn í von um að hafa rokið í bakið aðra leiðina. Ég dróst afturúr-hópnum (adrei þessu vant ;) fór þessa 20km. rólega og óþreytt. Sibba bauð uppá drykk og félagsskap, takk fyrir það.
Þá er komið að því að gera upp við sig hvernig á að hlaupa á sunnudaginn. Mér finnst ég hafa verið í þessum sömu sporum u.þ.b. 10 sinnum áður þ.e að langa til að bæta maraþontímann án þess að eiga raunverulega inni fyrir bætingunni, en til hvers að fara enn eitt maraþonið á sama gamla millitímanum.(sem verður örugglega raunin.) Því ekki að gefa bætingunni séns. Það versta sem gæti gerst er að ég dræpist alveg og kæmi á fjórum eitthvað í mark. Só.
Allvavega 4 dagar í Mílanómaraþonið og er eina ferðina enn skal reynt við bætingu. Ég efast ekki augnablik stuðning ykkar.

laugardagur, 15. nóvember 2008

Solarkvedja sudur ur hofum


Thegar haustlitirnir foru ad folna og fjallatindar skreyttust hvitum hettum toku Asverjar fram hjolin sin og hlaupasko og brugdu ser sudur i hof. Ja, nordurthingeyska Laugaskokks utibuid akvad ad fa sma meiri sol fyrir veturinn. Sidan eru lidnar 6 vikur asamt nokkur hundrud hjoludum og hlaupnum kilometrum. Fyrstu 3 vikunum var varid a Italiu thar sem hjolad var um vinekrur Toscana herads, komid vid i holl Napoleons a eyjunni Elbu og ad lokum var brunad nidur stigvelid og endad hja mafiukongunum a Sikiley. Thar var Mt Etna klifin ( a hjoli) og i ordsins fyllstu merkingu hlupum vid i fangid a nokkrum Laugaskokkurum einn sunnudaginn. Thar voru nu fagnadarfundir :) Fra Sikiley la leid Asverja til Grikklands, til eyjunnari sudri, Krit. Thar hofum vid dvalid sidustu 3 vikurnar i stifum aefingum fyrir komandi marathon i Milano. Thess a milli hofum vid farid i letta hjolatura og svamlad i sjonum. Saeldarlif (fyrir utan verdlita islenska kronu,hehe). Vid erum offically tilbuin fyrir marathonid. Ein vika til stefnu og kladi kominn i taernar. Hlokkum til ad hitta felaga Laugaskokkara sem aetla ad takast a vid thonid lika! Og ja, sidan ad hitta alla hina Laugaskokkarana a haustfagnadinum eftir 2 vikur!

Bestu kvedur fra Kalathas, Krit.

Helga og Stefan Vidar


Matera, Italiu. 

Mt Etna. Hraun fra 2002. 1800m haed. Fengum ekki leyfi til ad fara ad nuverandi gosi :)

A vellinum goda i Chania, Krit. Tharna foru manudags og fimmtudagsaefingar fram. Komaso!

föstudagur, 14. nóvember 2008

Laugaskokkarar gera það gott

Að vanda fjölmenntu Laugaskokkarar í annað Poweradehlaup vetrarins enda kjöraðstæður. Nánast stilla og nokkrar gráður sem þýddi engin ísing. Margir voru að gera góða hluti og að bæta sig eða við sitt besta. Sjálfur kom þjálfarinn í mark á nánast bætingar tíma, eigum við ekki bara að segja að hann hafi verið að flýta sér í mark til þess að hvetja sína hlaupara.
En þeir sem voru mættir voru: (endilega bætið við nöfnum ef ég gleymi einhverjum og ef ég gleymi að segja frá afrekum viðkomandi)

Bogga
Kristinn
Trausti með bætingu úr síðasta hlaupi.
Guðjón Traustason
Jens sem að var mjög nálægt sínu pb spurning hvar hann sé búin að vera að æfa í laumi?
Kári en hann byrjaði daginn á hálftímanum, sprækur strákur.
Sigrún E var líka við sinn besta tíma
Jóhanna setti nýtt pb brautarmet í Powerade
Sibba var að hlaupa sitt fyrsta 10 km keppnishlaup og stóð sig rosalega vel.
Hrafnhildur í sínu fyrsta Poweradehlaupi og átti hún sko nóg eftir
Gunnar
Rögnvaldur bæting um 4,30 mín frá síðasta hlaupi
Kolla, Stefanía og Bjargey hitti þær ekki í markinu en ég efast ekki um að þær hafi tekið vel á því, allavega voru þær æginlega kátar fyrir hlaup.
Eggert
Frétti einnig af Ingólfi

Semsagt í það minnsta 17 Laugaskokkarar ekki slæmt það. Svona til gamans má geta þess að ég náði einni að draga 9 manns úr björgunarsveitinni í Poweradehlaupið, þannig það var nóg af fólki til þess að hvetja í gærkvöldi.

miðvikudagur, 12. nóvember 2008

Pestó paprikubrauð

Þessi fína uppskrift er frá Elínu Reed.

5 dl þurrefni (spelt og rúgmjöl)
1 dl graskersfræ og/eða sólblómafræ
1 tsk sjávarsalt
3 tsk vínsteinslyftiduft (eða venjulegt)

1 dl AB mjólk eða soyamjólk
1 dl rautt pestó
1/2 krukka Peperonata frá SACLA

2 dl sjóðandi heitt vatn

Blandið þurrefnunum í skál. Hellið vökvanum og öllu öðru saman við og blandið varlega. Hrærið sem minnst í deiginu, rétt nóg til þess að þurrefnin blandist saman. Bakið við 200°C í 1 klst.

Í staðinn fyrir rautt pestó er gott að nota grænt pestó og ólífur í stað Peperonata.
Eins má nota gulrætur, hvítlauk og kryddjurtir.

Ef þið viljið fá gerbragð þá bætið við 2 tsk af sítrónusafa.

Elín fær amk. 10 * fyrir þessa hollu og góðu uppskrift.

Ekki gleyma að skrá ykkur í haustfagnaðinn í blogginu hér fyrir neðan.

mánudagur, 10. nóvember 2008

Haustfagnaður/aðventugleði

Orðsending frá skemmtilegu nefndinni:
Það þarf að skrá sig á fagnaðinn hér í kommentinu en fagnaðurinn mun verða síðustu helgina í nóvember þegar sprækir Mílanófarar verða komnir heim. Spurning hvort nefndin bjóði ekki líka uppá skráningarblað á miðvikudagsæfingu svona til þess að koma í veg fyrir 70 komment! En mér skylst að nefndinn sætti sig ekki undir 40 manna samkomu.

Á miðvikudaginn er Fossvogurinn. Gott fyrir aðdáðendur hans;)

Fimmtudagur: Poweradehlaupið allir að mæta enda bíður ÍTR í sund á eftir:)

Laugardagur: Hlaupum frá Spönginni kl. 9:30 og fyrir áhugasama þá er kl. 11:30 tími sem heitir Kviður og bak og stendur aðeins yfir í 30 mín. Skora ég á sem flesta að prufa hann.