mánudagur, 14. júlí 2008

Laugaveginum 2008 lokið.



Svei mér þá ef mér tóks ekki að setja inn mynd án Bibbu á öxlinni.
Bara svo þið vitið það sem ekki hafið farið: þá er svo gaman á Laugaveginum. Fyrir ykkur hin sem hafið farið og voruð alveg í formi til að fara, þið áttuð að sjálfsögðu að vera þarna með. Þá hefði ég örugglega ekki hlaupið svona mikið ein, ég held að ég hafi verið ein um 90% af leiðinni.
Þetta stendur allt til bóta árið 2009 Verða Laugaskokkarar aðal- á Lauagaveginum enda vegurinn skírður eftir okkur. Davíð, Þórir, Baldur Jónsson og Bjargey eru búin að lofa að koma og Eggert, Kolla, Guðrún og fleiri eru alveg að fara að lofa því. Svo ég minnist nú ekki á Pétur Ísleifs eða hjónakornin Ingólf og Kristínu en þau hafa ekki nokkra afsökun fyrir hafa ekki verið með okkur frekar en þið hin.
Batnandi björnum er best að lifa og félagarnir létu rigninguna ekki aftra sér frá því að taka fyrstu Laugavegsæfinguna í dag. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Ég er ánægð með ykkur.
Það sem er svo gaman við Laugaveginn er:
1. Að vera hluti af þessu.
2. Að sjá nýtt og nýtt landslag, ægifagurt, og þekkja það alltaf betur og betur með ári hverju.
3. Að finna að maður getur hlaupið Laugaveginn.
4. Að hitta fólkið á drykkjarstöðvunum.
5. Að Koma í mark sjá mynd sem Garðar og Sirrý tóku (þau eru alveg að fara að lofa að koma líka 2009).
6. Að láta Bryndísi Magnúsar taka á móti sér í markinu, svo jákvæð, nærgætin og sæt, vefja mann inní teppi og hugsa um mann.
7. Að fá franska súkkulaðiafmælisköku frá Sif-Ingólfssystur.
8. Að hitta alla hina laugavegssigurvegarana sem voru að gera það svo gott og eru alveg í sjöunda himni (geta líka pirrað pínu ef þeir ætla að vorkenna manni fyrir lélegan tíma-hvað)
Ég lofa sjálfri mér því hér með að hlaupa Laugaveginn öll þau ár sem ég hef tök á, verð í formi til og hef gaman af.
Vinsamlegast skrifið ykkur í athugasemdir sem ætlið að koma með að ári svo ég geti fylgst með og hermt það upp á ykkur.