laugardagur, 23. janúar 2010

Clearwatermarathon

Jóhanna, Hafdís, Elín, Stebbi, Summi, Ívar og Siggi H, Hlupu Clearwater hálfmaraþon í frábæru veðri í dag (upptalið í öfugri röð miðað við lokatíma;)
Þetta var mjög gaman. Brautin var skemmtileg en ekki auðveld. 2 Gríðarlegar brýr farnar fram og til baka. Við Elín, Hafdís og Stebbi hlupum saman fyrstu mílurnar.
Aðstæður vour góðar, hlýtt og gola. Brautin var á þannig, fram og til baka á köflum, að við sáum strákana (Ívar og Summa) tvisvar. Og Sigga H: einu sinnii, Þá var hann annar. Hópurinn náði að halda merkjum Íslands á lofti, Inga María var með Íslaenska fánan á hliðarlínunni og fjögur af okkur fóru á pall: Elín, Summi, Siggi og Ívar fengu öll verðlaun. Tímarnir voru: Siggi 1.20 Endaði í 5 sæti í heildina og fyrsta sætir í master-flokki, Ívar 1.26:35, Summi-1.26:35, Stebbi_má ekki setja tíman hanns enda kemur það engum við og hann er ekki einu sinni í laugaskokki. Elín: 1.48, Hafdís: 1:52 og Jóhanna: 1:54 Enn einu frábæru hlaupi lokið.Bara gaman.

sunnudagur, 17. janúar 2010

Óðurinn til (hlaupa)gleðinnar

Það eru ekki alltaf jólin í hlaupunum eins og Göngudeildin hefur fengið að kynnast þessi jól. Þrátt fyrir metnaðarfulla markmiðssetningu með SUB50 prógrammi sem átti að sýna í Gamlárshlaupinu, þá var líkamlegt og andlegt atgervi Göngudeildarliða afar brothætt, eins og sést á öllum þeim heilkennum sem hafa hrjáð hópinn. Birtingarmyndin varð sú að það var aðeins Aðalsteinn sem tók þátt í Gamlárshlaupinu og tíminn var auðvitað SUB eitthvað, en það var ekki 50 :-). Aðrir voru ýmist meiddir, veikir eða jafnvel ekki í bænum.

Það var því ekki að undra þótt það byrjaði að krauma undir niðri hjá Göngudeildarliðum og hefur þetta brotist út með ýmsum hætti, aðallega í meiðslum og veikindum en sérkennilegast var þó gelgjukast Hrafnhildar sem tjáði félögum sínum einn daginn að hún væri haldin „hlaupamótþróa“ og neitaði að mæta á æfingu!!! Þetta bráði reyndar af henni daginn eftir en var engu að síður tekið alvarlega.

Á síðustu laugardagsæfingu var ljóst að ekki var hægt að una við svo búið heldur málið krufið og komist að eftirfarandi niðurstöðu: Þar sem hlaupagleðin var horfin, líkt og sólin í svartasta skammdeginu var bara eitt til ráða. Að víkja öllum áformum til hliðar og einbeita sér að því að finna hlaupagleðina á ný. Þetta verður gert með því að henda öllum prógrömmum, skráningum og viðmiðunum. Æfingadögum er fækkað í þrjá á viku og áhersla lögð á að hitta Laugaskokkara á æfingum og fylgja þeim eftir eins og hægt er. Þetta gefur meðlimum tækifæri til að sinna öðrum málum eins og sund og gönguferðum. Síðast en ekki síst að leggja öll tempó til hliðar nema gamla Göngudeildar joggið, sem þýðir að hraðast verður farið á sex mínútum hver kílómeter. Það verður því gaman á æfingum.

Göngudeildarliðar eru ákveðnir í að sækja hlaupagleðina á ný og hlakka til að mæta á æfingar á næstunni og hitta hressa Laugaskokkara.