mánudagur, 17. ágúst 2009

Sveitakeppni í Rvk maraþoni

Komið þið sæl

Í sambandi við pastaveisluna þá hefur gengið þokkalega að manna vaktirnar ef einhverjir hafa tök á að koma frekar á fyrri vakt þá væri það ágætt því það eru mun fleiri skráðir á seinni vakt.

Sveitarkeppnin.
Það vantar fullt af nöfnum frá Laugaskokkurum um hvað þeir ætla að hlaupa svo að við getum búið til sveitir. En þau nöfn sem ég hef hér eru:

10 km
Ólöf Lilja Sigurðardóttir 4478
Kristján Sveinsson 4145


21 km
Kristinn Ó Hreiðarsson
Davíð Björnsson
Hrafnihildur T
Stefanía
Kristbjörg
Aðalsteinn
Pétur Ísleifs
Berglind H Guðmundsdóttir
Helen Ólafsdóttir
Guðmundur K
Sandra Ellertsdóttir
Annabella Jósefsdóttir Csillag

42 km
Sigurbjörn
Þórir
Birgir Örn Birgisson


Ég veit að það vantar fullt af fólki á þessa upptalningu. Stefni á að mæta á miðvikudag vopnuð blöðum og pennum til þess að skipa endanlega sveitir.

sunnudagur, 16. ágúst 2009

Ódýr laugardagssteik

Hrefnuteik - fyrir 4

1 pakki hrefnusteik, ómarineruð

Olía
Rustica krydd (fæst í Fjarðarkaupum)
Piparmix
Maldon salt

Kjötið er skorið í þunnar sneiðar. Sneiðarnar kryddaðar og velt upp úr olíunni. Síðan látnar standa í 2-3 tíma. Grillað á háum hita í 1 mínútu á hvorri hlið. Svo er gott að strá Maldon salti yfir og láta kjötið standa í 5 mínútur undir álpappír.

-

Piparsósa

0,5 l matreiðslurjómi
1 stk piparostur
1 teningur kjúklingakraftur
1 msk piparmix

Allt sett í pott, osturinn bræddur. Síðan maizena sósujafnari út í og látið sjóða í 1-2 mínútur.

Gott að bera fram með steiktum kartöflum og salati.

Bonn appetítt

Með kveðju, Gulla


þriðjudagur, 11. ágúst 2009

Reykjavíkur maraþon sveitakeppni

Komið þið sæl, þá fer að líða að stærsta hlaupaviðburði ársins og sjálfsögðu munu Laugaskokkarar taka þátt í þessari hlaupaveislu og stefnum við eins og venjulega að vera með eins margar sveitir og við getum í öllum vegalengdum eins og venja er. Því ætla ég að biðja ykkur um að kommenta hér að neðan nafnið ykkar og í hvaða vegalengd þið ætlið að hlaupa, gott er að hafa með keppnisnúmerið. Á næstu dögum mun síðan koma listi yfir sveitirnar og hvernig við skráum þær en meira um það síðar.
Er búin að fá meltingu frá mæðgunum Önnubellu og Söndru í 21 km.

Annabella Jósefsdóttir Csillag nr. 1581

Sandra Ellertsdóttir nr. 1582