föstudagur, 14. nóvember 2008

Laugaskokkarar gera það gott

Að vanda fjölmenntu Laugaskokkarar í annað Poweradehlaup vetrarins enda kjöraðstæður. Nánast stilla og nokkrar gráður sem þýddi engin ísing. Margir voru að gera góða hluti og að bæta sig eða við sitt besta. Sjálfur kom þjálfarinn í mark á nánast bætingar tíma, eigum við ekki bara að segja að hann hafi verið að flýta sér í mark til þess að hvetja sína hlaupara.
En þeir sem voru mættir voru: (endilega bætið við nöfnum ef ég gleymi einhverjum og ef ég gleymi að segja frá afrekum viðkomandi)

Bogga
Kristinn
Trausti með bætingu úr síðasta hlaupi.
Guðjón Traustason
Jens sem að var mjög nálægt sínu pb spurning hvar hann sé búin að vera að æfa í laumi?
Kári en hann byrjaði daginn á hálftímanum, sprækur strákur.
Sigrún E var líka við sinn besta tíma
Jóhanna setti nýtt pb brautarmet í Powerade
Sibba var að hlaupa sitt fyrsta 10 km keppnishlaup og stóð sig rosalega vel.
Hrafnhildur í sínu fyrsta Poweradehlaupi og átti hún sko nóg eftir
Gunnar
Rögnvaldur bæting um 4,30 mín frá síðasta hlaupi
Kolla, Stefanía og Bjargey hitti þær ekki í markinu en ég efast ekki um að þær hafi tekið vel á því, allavega voru þær æginlega kátar fyrir hlaup.
Eggert
Frétti einnig af Ingólfi

Semsagt í það minnsta 17 Laugaskokkarar ekki slæmt það. Svona til gamans má geta þess að ég náði einni að draga 9 manns úr björgunarsveitinni í Poweradehlaupið, þannig það var nóg af fólki til þess að hvetja í gærkvöldi.

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Sigrún E á betri tíma í 10k. Þetta var bara brautarmet sem ég setti þarna í gær. Bara svona til að undirstrika það á ég 46:30 í tíu síðan í vor.

14. nóvember 2008 kl. 15:21  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Vala laumu(verðandi)Laugaskokkari var líka!

14. nóvember 2008 kl. 15:22  
Anonymous Nafnlaus sagði...

En nýtt brautarmet er samt jákvætt:) Já ég gleymdi að nefna Völu laumu/verðandi Laugaskokkara.
Kv
Bogga

14. nóvember 2008 kl. 17:02  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim