miðvikudagur, 12. nóvember 2008

Pestó paprikubrauð

Þessi fína uppskrift er frá Elínu Reed.

5 dl þurrefni (spelt og rúgmjöl)
1 dl graskersfræ og/eða sólblómafræ
1 tsk sjávarsalt
3 tsk vínsteinslyftiduft (eða venjulegt)

1 dl AB mjólk eða soyamjólk
1 dl rautt pestó
1/2 krukka Peperonata frá SACLA

2 dl sjóðandi heitt vatn

Blandið þurrefnunum í skál. Hellið vökvanum og öllu öðru saman við og blandið varlega. Hrærið sem minnst í deiginu, rétt nóg til þess að þurrefnin blandist saman. Bakið við 200°C í 1 klst.

Í staðinn fyrir rautt pestó er gott að nota grænt pestó og ólífur í stað Peperonata.
Eins má nota gulrætur, hvítlauk og kryddjurtir.

Ef þið viljið fá gerbragð þá bætið við 2 tsk af sítrónusafa.

Elín fær amk. 10 * fyrir þessa hollu og góðu uppskrift.

Ekki gleyma að skrá ykkur í haustfagnaðinn í blogginu hér fyrir neðan.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim