þriðjudagur, 18. nóvember 2008

Reynsla er eins og afturljós á skipi, þau bregða einungis ljóma yfir farna leið.(stolið úr dagbók)

Vegna þess hversu gaman ég hef af poweraidhlaupunum ætla ég að deila með ykkur upplifun minni úr síðasta hlaupi. Ég var eini nemandi Mílanóskólans sem mætti sl. Fimmtudag. Á Stundatöflunni var tempóæfing á hálfmaraþontempói. Ívar hvatti mig til að hlaupa eins hratt og ég gæti, það kæmi ekki niður á Mílanó sjáfum. Ég ákvað að treysta reynsluboltanum og láta vaða. Ég hef hlaupið yfir 30 Poweraidhlaup með mjög mismunandi árangri, minnistæðast var þegar ég var síðust í mark, dauð.
Þarna voru mættir fleiri haluparar en nokkru sinni fyrr. Maðuinn með lúðurinn sagði að yfir 200 hlauparar væru mættir. Kjöraðsæður voru sem þýðir niðamyrkur kalt, ekki hált og logn. Ég var búin að plotta með Fjólu vinkonu, að teika Sondy því hún myndi hlaupa passlega hratt fyrir mig. Hún var búin að gefa upp: undir 49 mín. Ég plantaði mér framalega. Fljótlega komu Sondý og Vöggur, fólkið sem ég ætlaði að hanga í. Ég heyrði Vögg segja: “Nú er bara að hnýta sig í taglið”. Góður frasi sem ég tók til handagagns. Hnýtt í taglið, hnýtt taglið…….. tóktst að hanga í Vöggi upp að Breiðholtsbrekkunni. Þarna hnýtti ég mig svo fasta við Vögg að stúlka sem vildi líka hlaupa þarna var farin að kvarta undan troðslu minni. Í brekkunni hvarf karlinn. Mér fannst eins og Sondy væri rétt fyrir aftan mig og puðaðist áfram og reyndi að hanga í hinum og þessum sem ég þekkti ekki neitt. Það þarf að blasta alla leið frá brekkubrún og niður að hitaveitustokki til að vinna upp tíma sem glatast í brekkunum. Þegar Sprengisandur nálgaðist sá ég Sigrúnu glennu fyrir framan mig. Hún var greinilega að hægja fyrst ég var að ná henni. Nú voru góð ráð dýr. Annað hvort að láta hana ekki verða mín vara og reyna svo að taka hana á endaspretti. (gæti verið á kostnað góðs tíma), eða fara framúr strax, ég vissi að það myndi ýta við Strúnunni, hún gæti spýtt í lófana og unnið mig, svo var möguleiki að ég færi framúr, ynni hana og fengi góðan tíma í þokkabót. Ég valdi að sjálfsögðu að setja metnað í þetta og hljóp framúr, fiffaði röddina:”Sæl vinkona” hm.hm ég var á undan í nokkrar sekúndur, þá kom mín ákveðin og í einu orði sagt hvarf. (Einu sinni lenti ég í sömu stöðu með Evu, náði henni á 8. km. ákvað þá líka að hugsa frekar um tímann en að vinna hana. (myndi reyna að vinna hana í dag ef ég fengi tækifæri)) Ég puðaðist áfram hitaveitustokkinn og reyndi að hafa þann km. ekki alltof hægan. Kláraði með Sondy á hælunum á mínum besta poweraidtíma: 48:36.

Ég var búin að gefa frá mér að slá met í Mílanómaraþoninu, formið hefur hreinlega ekki verið að gefa tilefni til þess. Ívar var búinn að ráðleggja mér að reyna að hlaupa þetta á svona 3.45-3.50 (enn eitt maraþonið á þeim tíma) en þetta Poveraid-kitl framkallaði enn eitt græðgis-flogið. Kannski er séns á bætingu og fara út á 5.12 ef ég held því þá næ ég 3:39:25 Það væri bæting um tæpar tvær mínutur.
Læra af reynslunni hvað.. Segi eins þunn vinkona mín sagði fyrir nokkru “maður lærir aldrei neitt af reynslunni”.
Á laugardaginn hlupu Mílanóar frá gömlu góðu Laugum. Rok og kalt. 20km. framundan og við ákváðum að fara fram og til baka um Fossvoginn í von um að hafa rokið í bakið aðra leiðina. Ég dróst afturúr-hópnum (adrei þessu vant ;) fór þessa 20km. rólega og óþreytt. Sibba bauð uppá drykk og félagsskap, takk fyrir það.
Þá er komið að því að gera upp við sig hvernig á að hlaupa á sunnudaginn. Mér finnst ég hafa verið í þessum sömu sporum u.þ.b. 10 sinnum áður þ.e að langa til að bæta maraþontímann án þess að eiga raunverulega inni fyrir bætingunni, en til hvers að fara enn eitt maraþonið á sama gamla millitímanum.(sem verður örugglega raunin.) Því ekki að gefa bætingunni séns. Það versta sem gæti gerst er að ég dræpist alveg og kæmi á fjórum eitthvað í mark. Só.
Allvavega 4 dagar í Mílanómaraþonið og er eina ferðina enn skal reynt við bætingu. Ég efast ekki augnablik stuðning ykkar.

9 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Æðislegur pistill Jóhanna!! Satt segir þú - ég var í hægagangi (smá kaffipásu) í powerade (um að gera að eiga ekki of góðan tíma þar)og það eitt að þú værir mætta þarna í taglið á mér gjörsamlega sagði mér að hætta þessu drolli og spýta í. Báðar bættum við okkur helling sem er auðvitað frábært í þessum hring! Ef þú hefðir ekki komið væri ég líklega enn á leiðinni:-) Þú ert í fanta formi og ég er viss um að þú átt eftir að rúlla Mílanó vel og ná bætingu. Ég mun fylgjast spennt með ykkur öllum á sunnudaginn og segi hér með gangi ykkur öllum vel og við sjáumst hress á aðventugleðinni. Hlakka til að heyra og lesa hlaupasöguna :-)

18. nóvember 2008 kl. 23:12  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Rétt Jóhanna, auðvita stefnir þú að bætingu og ekkert annað. Gangi þér vel, ég hugsa til þín á sunnudaginn og auðvita til ykkar allra Mílanófarar. kveðja, Hafdís

19. nóvember 2008 kl. 13:14  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Áfram Jóhanna!

19. nóvember 2008 kl. 14:08  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Gangi ykkur rosalega vel. Góða ferð og hafið það gott.

19. nóvember 2008 kl. 18:00  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Vó, rosa spennandi hlaupasaga! Til hamingju með bætinguna! Um að gera að reyna að bæta maraþontímann í Milano. Ef það klikkar, so be it.

Anyways, sjáumst í kvöld :-)

20. nóvember 2008 kl. 08:10  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með bætinguna og ég er sannfærð um að þú og allir í Mílanóskólanum eigið eftir að gera góða hluti.
Gangi ykkur vel
Bogga

20. nóvember 2008 kl. 11:40  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú ferð létt með þetta Jóhanna!
kv.
Heiða

21. nóvember 2008 kl. 15:29  
Blogger Sveinbjörg M. sagði...

Gangi ykkur öllum rosalega elsku Mílanófarar:-)

Kv. Sveinbjörg María

21. nóvember 2008 kl. 16:18  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Tetta var frabaer saga
kvedja fra Astraliu
Bibba & Asgeir

26. nóvember 2008 kl. 00:54  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim