fimmtudagur, 27. nóvember 2008

Milano 2008

Jæja Mílanó maraþon að baki ásamt 7 vikna ferðalagi um Ítalíu og Grikkland(krít). Það reyndist erfiðara en fyrirfram var áætlað að æfa nægilega vel á flakkinu þó svo að tíminn á Krít hafi verið vel nýttur til æfinga. Ég taldi þó að ég ætti fyrir persónulegri bætingu en hægra hnéð var ekki alveg samála mér þegar á hólminn var komið. Hinn liðsmaður Laugaskokks Norðurþings var einnig á þeim buxum að bæta sig en varð að játa sig sigraða við km 30. En félagar okkar úr Mílanó skólanum stóðu sig nú öll sem eitt með mikilli prýði. Ívar sterkur að vanda með sub 3 tíma og Summi skólastjóri að fara í fyrsta sinn undir 3 tímana glæsilegt hjá honum. Flottar bætingar hjá öllum hinum og glæsileg innkoma hjá Ólöf. Helgi var á hliðarlínunni og sló Dómkirkju Mílanbúa við í mikilfengleik og hjálpsemi, flott manneskja þar á ferð.

Þó svo að hnéð bilaði fyrr en ég vænti og bæting úr kortinu þá verð ég að viðurkenna að þetta var með betri maraþonum sem ég hef hlaupið. Hvers vegna, jú vegna þess að ég lagði afar sáttur af stað og var sáttari þegar ég kom í mark. Vegna þess að þó svo að ég náði ekki að standast mínar væntingar þá var bara ekki nokkur séns að það myndi geta haft neikvæð áhrif á innri líðan mína og sátt. Það hreinlega komst aldrei að og það skal ég segja ykkur er mikill sigur fyrir mig. Nú gætu sumir hugsað hmmmm metnaðarleysi og uppgjöf. En ef maður hugsar sem svo að maraþon er eins og lífið þá hlýtur það að vera markmið að vera sáttur í leikslok. Það er sorglega mikið af ósáttu fólki á elliheimilunum spyrjið bara þá sem vinna þar. Þannig að sætta sig við að vera ósáttur við sjálfan sig er frekar merki um metnaðarleysi og uppgjöf. Það er nefnilega svo að væntingar geta oft brugðist, sérstaklega þær sem við leggjum í garð annara en okkar sjálfs.

Ég áhvað að bíða eftir hinum norðurþings laugaskokkaranum við km 41. Sá pacera 3:15, 3:30, 3:45 og loks 4:00 hlaupa fram hjá, sá sem svo að líklega hefði ég misst af henni eða hún hætt þannig að ég áhvað að haltra í mark, afskaplega sáttur :).

Kær kveðja,
Stefán Viðar

2 Ummæli:

Blogger Jóhanna sagði...

Takk fyri þetta Stefán skemmtilegar pælingar, skil þig fullkomlega.

28. nóvember 2008 kl. 18:01  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Góð og jákvæð pæling hjá þér. Það er einmitt á þessum síðustu og verstu sem menn verða að taka sér tak og hugsa jákvætt og lifa lífinu lifandi.
ÓliStef.

30. nóvember 2008 kl. 21:36  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim