sunnudagur, 12. apríl 2009

Að horfast í augu við ástand sitt og getu.
Eftir að byrja árið á maraþoni og hlaupa svo í 10k á tíma hraðar en mig hefur dreymt um, var haldið ákveðið áfram með Summa og félögum. Mætti samviskusamlega á æfingar, Nú átti aldeilis að massa þetta. Hörkustemming í liðinu Elín á þvílíku stími og fullt af liði sigldi í kjölfarið mjög ákveðið. Ég reyndi að hanga en komst bara ekkert áfram. Hægðist bara og hægðist .
Þrátt fyrir að margir þættust sjá hvers vegna ég hægðist, ónískir á útskýringar og ráð gekk ekki baun. Sannaðist einu sinni enn að óumbeðnar útskýringar og ráð eru bara alls ekki vel þegin. Þegar loks einn kom með samlíkingu við heimsfæga boltamenn sem hafa haldið út hverja vertíðina á fætur annari, endað með stæl á HM og átt mjög erfitt tímabil bæði andlega og líkamlega eftir það þóknaðist mér loks að þiggja útskýringu.

1. apríl ákvað ég að horfast í augu við staðreyndir eins og þær eru burt séð frá mögulegum útskýringum. Ástandið er þannig að ég treysti mér ekki til að hlaupa 5km. á 25 mínútum. Ekki dugir að mæta á æfingar og fara eftir prógrammi sem maður ræður ekkert við.
Hvað er þá til ráða?
Taka góða hvíld – ah einhvernvegin er ég ekki til í það.
Mæta á Laugaskokksæfingar og gera það sem er í boði hjá hópnum, án sérstakra væntinga, það hefur oft reynst vel.
Ýmislegt fleira er hægt að gera og fyrir valinu varð að taka gamla góða sub prógrammið sem Þórólfur og Eva hafa gert frægt. Það hefur áður hresst uppá. Þar koma margir rólegir og stuttir dagar sem endurnæra. Og ef ég hef hraðamarkmiðið raunhæft þá getur þetta varla klikkað. Enn og aftur er komið að því að horfast í augu við raunverulegt ástand = hraðagetu. Græðgin sagði “auðvitað reynirðu sub 45” Skynsemin sagði þá sprengirðu þig á sprettunum eins og þú ert búin að gera næstum því á hverri einustu æfingu sl. vikur. Villtu það? Ok ok ok. ég fer á sub 50. Sem er rólegasta sub-prógrammið. Og það sem meira er, ég má þakka fyrir ef ég get það.
Stefnan er sett á Sumardaginn fyrsta: 5 km. og þá ætti tíminn að geta verið undir 25mín. ef vel gengur

Það er frábært að sjá hvað er góð stemming í Laugaskokkurum margir að stefna á góðan tíma í hálfu í Margir líka að fara heilt og einhverjir sitt fyrsta. Það er gaman að fylgjast með ykkur.
Allir sem ekki ætla í Vormaraþon FM en nennið að hlaupa á sumardaginn fyrsta endilega verið með. Nú þegar eru hafa 5 manns slegist í hópinn. Svo skemmtilegt.
Í dag, laugardag, gekk mjög vel. Summi kom til hjálpar með hópinn í kjölfarið og mældi fyrir mig einn km. í dalnum. Annabella og Elli tóku með mér síðasta km. og Elín datt inn í niðurskokkið. Manni legst allaf eitthvað til ef maður er í Laugaskokki ;)
Gleðilega páska og passið ykkur á eggjunum. Maður er eins og Úlfurinn með steinana í maganum í marga klukkutíma eftir nokkra mínútna gúff.















Training Program towards a sub 50 minute 10K
Day Session Your Comments Effort
04 60 to 70min easy distance
05 30min easy run
06 start with 3x2k R90-2min 9min 50 (4.55 per k) T 2x2k R90 = 10mín 12 (5.06 per k)
07 Rest
08 longest run - 'time on feet' up to 1Hr 45min Fossvogur á meðalt. 5.41. ekki þreytt ;)

09 easy day of 30min running Hálftíminn rólega drulluþreytt
10 easy day of 30min running Skíði íBláfjöllum í staðinn f. halftime hlaup
11 start with 5x1k R60 - 90 4min 45 to 4min50 L Í dalnum gekk mjög vel ;)
12 easy day of 30min running
14 easy day of 30min running 13. apríl: ? um fara spretti t.d. yassu.
15 Rest
16 5K paced run - aim sub 25min 5k
17 10k easy run
18 easy day of 30min running
19 start with 3 x 5min @ 10k pace with 1min easy F
20 easy day of 30min running
21 easy day of 30min running
22 Rest
23 Race day up to 15K Sumardagurinn fyrsti Hlaupa undir 25.
* easy recovery after race. 20 - 30min
** 2nd easy day after race. 30min
*** final easy run after race. 30min

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Gott hjá þér Jóhanna þú átt eftir að ná fínum tíma í ÍR hlaupinu ég mæti að hvetja þig, held að það sé ekki gott fyrir mig að hlaupa í því það er of stutt í hálfmaraþonið.

páskakveðja, Hafdís

13. apríl 2009 kl. 09:30  
Anonymous Nafnlaus sagði...

:)
Kv. Eva

13. apríl 2009 kl. 09:34  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Flott hjá þér Lady Bird!!
ss

13. apríl 2009 kl. 20:59  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim