sunnudagur, 5. apríl 2009

Gangur í Göngudeild

Það telst varla til tíðinda að Laugaskokkarar standi sig vel í hlaupum og eru þeir oftar en ekki í verðlaunasæti. Göngudeildinni finnst full ástæða til þess að benda þeim sem hraðar fara á hlaupum að vera duglegri að segja frá þessum sigrum, stórum sem smáum. Það hefur verið Göngudeildinni mikil uppörvun að vita til þess að fólkið sem flýgur á undan henni á æfingum skuli líka fljúga á undan öðrum hraðfara hlaupurum í öðrum skokkhópum. Það er aldeilis árangur !!! Til hamingju Laugaskokkarar !!!

Hins vegar langaði Göngudeildina að fagna sérstaklega verðlaunasætum meðlima sinna en Stefanía varð í þriðja sæti í sínum aldursflokki í uppgjöri Powerade vetrarhlaupanna og Kolla gerði sér lítið fyrir og vann sinn aldursflokk í Kökuhlaupinu um síðustu helgi. Það er ekki laust við biblíulegt réttlæti þegar hinir síðustu komast þannig í raðir þeirra fyrstu :-) Það er afar skemmtileg upplifun og gaman til þess að vita að þrautseigja og ástundun skila árangri.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju, maður uppsker einsog maður sáir að lokum.

Kv
Bogga

7. apríl 2009 kl. 13:16  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim