sunnudagur, 5. apríl 2009

Fyrsta vigtun - Sleppt og Haldið 09

Þá eru það fyrstu úrslit í nýju keppninni hjá Göngudeildinni. Það hefur farið hljótt um keppendur þar sem það var í fyrsta lagi ekki ljóst fyrr en á síðustu metrunum hverjir væru að keppa og miðað við úrslitin þá virðist keppendum heldur ekki ljóst í hverju keppnin felst :-) Þess vegna er rétt að ítreka eftirfarandi fréttaskýringu:

Sleppt og Haldið 09 er keppni í að ná markmiðum sínum í líkamsþyngd. Keppendur velja sér markmið fyrir fjórar vigtanir sem eru á tveggja vikna fresti (ekki er leyfilegt að ætla sér að þyngjast). Frávikið frá settu marki, hvort heldur plús eða mínus, er hlutfallað við líkamsþyngd og þannig verður til stuðull eða einkunn sem notað er til að raða í sæti. Sætin ákvarða hvaða keppendur þurfa að greiða sekt, sem er 500 kr í hvert sinn, og eru það sæti 8-14 sem greiða.

Fyrir utan einstaklingskeppnina er sem fyrr liðakeppni nema að þessu sinni eru þrjú lið sem keppa, Bláir, Rauðir og Svartir. Liðseinkunnin er fundin með því að leggja saman frávik liðsmanna og deila í með fjölda þeirra. Liðið með lægsta meðalfrávik sigrar þá vikuna. Einfalt, ekki satt :-)

Eftir sigurgöngu Biggest Looser keppninnar þá vildu fleiri vera með í þessari keppni, ekki hvað síst þegar kom í ljós að ekki þurfti að léttast sem mest heldur ná að halda fengnum hlut. Þannig er þetta meira keppni í aðhaldi heldur en léttun. Það voru fjórtán keppendur sem skráðu sig til leiks og sem fyrr er kvenfólkið í meirihluta og bættist vel í þann hóp en karlarnir eru þeir sömu, utan þess að þeim barst drjúgur liðsauki í formi Gunna (hennar Mundu) sem er hörku keppnismaður.

Hrafnhildur stóð í ströngu við að safna saman tölum og er niðurstaða þessarar fyrstu vigtunar eftirfarandi:

1. Corinna 0,070%, 2. Stefanía 0,143%, 3. Inga María 0,176%, 4. Gunnhildur 0,315%, 5. Ingigerður 0,393%, 6. Bjargey 0,487%, 7. Eggert 0,750%. 8. Kolla 0,808%, 9. Hrafnhildur 1,013%, 10. Gunni 1,083%, 11. Aðalsteinn 1,145%, 12. Guðrún 1,342%, 13. Sibba 1,449%, 14. Pétur 1,462%

Til hamingju Corinna með sigurinn í þessari fyrstu vigtun !!!

Í liðakeppninni voru Rauðir í fyrsta sæti með .60, Bláir í öðru með .73 en Svartir ráku lestina með 1.00.

Til hamingju *** RAUÐIR ***

Göngudeildin vonar að glöggir lesendur átti sig á reglum og markmiðum keppninnar þannig að það náist að skapa þá spennu og örvæntingu sem er svo nauðsynlegt í keppnum sem þessum!!!

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk takk. Rosalega er ég ánægð með mér :) Stefanía takk fyrir hjálpina ;) Go red!
Kv. Corinna

5. apríl 2009 kl. 17:55  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til lukku Corinna!!
Hrafnhildur

5. apríl 2009 kl. 23:28  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim