sunnudagur, 19. apríl 2009

Önnur vigtun - Sleppt og Haldið 09

Það voru blendnar tilfinningar í brjóstum keppenda í þessari vigtun. Þar sem keppendur eru mjög margir og aðstæður misjafnar þá eru tölurnar að koma á ýmsum dögum og ýmsum stöðum. Það sem hins vegar er eftirtektarverðara er að frammistaða keppenda er afar mismunandi. Þannig virðast sumir keppenda alvega hafa náð að leiða hjá sér freistingar páskavikunnar á meðan það mætti halda að aðrir hefðu setið einir að snæðingi og klárað páskalambið með ull og öllu. Þess vegna ættu glöggir lesendur að hlusta eftir jarmi á næstu æfingu.

Eins og sumir keppenda náðu að borða tvöfalt þá eru tveir sigurvegarar í þessari viku, þ.e. þessir keppendur náðu tilsettri vigt upp á punkt og prik, sem hlýtur að teljast ótrúlegur árangur. Það eru Inga María og Stefanía deila með sér sigrinum. Til lukku með það!! Annars var þetta staðan:

1-2 Inga María 0,00%, 1-2 Stefanía 0,00%. 3 Corinna 0,21%4, Guðrún 0,41%5, Ingigerður 0,64%, 6 Gunni 0,81%, 7 Aðalsteinn 1,02% , 8 Hrafnhildur 1,54%. 9 Gunnhildur 1,60%, 10 Sibba 1,76%, 11 Kolla 3,42%, 12 Bjargey 4,23%, 13 Eggert 4,92%, 14 Pétur 1127,27%

Staða liðakeppninnar er sú að bláir sigra þessa viku með 1,96%. Svartir eru í öðru sæti með 2,39% og rauðir skíttapa eins og við er að búast með 225,70%. Rétt er að taka fram að ítrekað var gengið eftir vigt hjá Pétri án annars árangurs en fagurra, en því miður, innantómra loforða. Því var dómnefndinni ekki annað fært en standa við yfirlýsingar sínar um áætlaða þriggja stafa tölu og setti 999 kg á Pétur þessa vikuna. Þetta verður auðvitað kært og gætu þá einhver sæti færst til.

Ofangreind úrslit gefa tóninn fyrir framhaldið og ljóst að sumir keppenda þurfa verulega að halla sér að salatbarnum ef þeir ætla sér að eygja möguleika á því að vera í hópi efstu manna. Þess vegna verður spennandi að fylgjast með 2. maí þegar þetta fólk sýnir okkur bitin á skjaldarendunum sínum !!!

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Kannski ekki hægt að segja að það verði "gaman" en alla vega áhugavert að sjá 999 kg manninn Pétur F. Hugsanlega verður þó Lísa búin að selja hann í sirkus áður en af því getur orðið.

Bendi líka á að strax eftir páska fylgir upprisan svo ekki er ástæða til að missa móðinn alveg í bili þó sumir hafi e.t.v. "stigið niður til heljar"

Hrafnhildur

19. apríl 2009 kl. 22:53  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim