sunnudagur, 6. apríl 2008

Fullt um að vera.

Það er alltaf meira gaman fyrir okkur hlaupasjúklinga þegar margt er að gerast í hlaupalífinu, heyra frá gengi félagana, metum o.fl. Það svona stimplar í mann stuðið þegar mikið er um að vera.

Parísarmaraþonið var í dag. Þar voru tveir félagar okkar úr Laugaskokki, Trausti og Baldur Haraldss. Trausti hljóp á 2.59:08, seigur strákurinn, Baldur var á 3:13:53.
Fyrstur af "Íslendingunum" í Paris var Neil, hljóp á 2: 34 eitthvað, frekar flottt, Eins og flestir vita þá er hann að hlaupa heljarmikið magn af kílómetrum í æfingum sínum fyrir deka-Ironman. Það er ljóst að Elínaraðferðin rokkar.(Þið muniðað skilgreiningin á Elínaraðferðinni: Æfa fyrir hundrað km. hlaup og taka svo eitt maraþon í leiðinni og bæta sig mjög mikið).

Í útvarpinu í dag var frétt um nýtt Íslandsmet í 10.000 m. hlaupi. Það var Kári Steinn sem hljóp á 29:29.. ef ég hef tekið rétt eftir. Síðasta íslandsmet í 10k. var sett nítjánhundruð sjötíu og eitthvað og það er búið að bíða eftir þessu. Þetta er frábært hjá Kára Steini. Fram kom í frétinni að ólympiulágmark væri 28: eitthvað og að Kári væri töluvert frá því, þær eru orðnar dýrar sekúndurnar þegar hlaupið er á þessum tíma. En vonast er til að drengurinn hlaupi enn hraðar þegar líður á vorið-sumarið.

Laugaskokkarar mættu nokkrir á venjulega æfingu frá Laugum Ég veit ekki stemminguna þar því ég ásamt nokkrum Bostonförum lögðum land undir bíl og brunuðum til foringjans og spúsu hans, sem eru orðnir staðarhaldarar á Úlfljóstvatni. Foringinn sendi okkur hlaupandi kringum Álftavatn, æfing sem taldi 26k. Mikið upp og niður – ekta Bostonæfing. Ég þurfti að hafa mikið fyrir því að halda í við Helga+Sævar+Baldur Jóns. Kristín og Edda hlupu líka og Lísa kom með okkur slatta af km. Síðan fengum við hressingu hjá foringjasettinu. Enn einn góður laugardagur á hlaupum í félagsskap hlaupavina sinna, Takk kærlaega fyrir mig.

Ég mæli hiklausst með Sunnudags-morgunnhlaupi Bibbu og Fjólu, en þær fara langt og hægt frá Árbæjarlaug. Upplagt endurheimtahlaup fyrir suma, eða fyrir þá sem vilja safna Km.

6 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Flott hjá þér Jóhanna að halda blogginu lifandi, alltaf gaman að lesa pistlana þína. Já það er ekki laust við það að maður fyllist krafti við að heyra af öllum metunum og góðum árangri í kringum sig.
Við vorum ca 13-15 sem hlupum frá Laugum í gær þó svo að hópurinn hafi síðan farið í sitthvora áttina.

kv
bogga

6. apríl 2008 kl. 19:19  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir samveruna í dag. Það er ekkert smá gaman að fá gesti í sunnudagshlaupin !
Bibba

6. apríl 2008 kl. 20:12  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Glæsilegur árangur hjá hlaupurunum. Við söknuðum ykkar í gær en urðum því miður að sleppa sveitaferðinni sökum unganna okkar;) En braaaa, hvað það er að styttast í þetta.

6. apríl 2008 kl. 22:23  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já, það voru flottir tímar í París gaman að sjá þegar gengur vel. Eigum við ekki bara að segja eð þetta sé upphafið að góðu ári hjá okkur hlaupurum. Flott hjá þér Jóhanna að halda þessari síðu lifandi. Ég nennti ekki að mæta kl 10 með Bibbu í gær, fór seinna alein... kv Hafdís

7. apríl 2008 kl. 10:42  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Alltaf gaman að lesa skrifin þín Jóhanna mín. Gott að einhver nennir að skrifa hérna inn. Stórglæsilegur árangur hjá strákunum okkar:-)Það styttist og styttist og styttist í Boston! Sigrún

7. apríl 2008 kl. 21:38  
Blogger Helga sagði...

Gaman að lesa bloggin þín Jóhanna! Keep up the good work :)

8. apríl 2008 kl. 15:37  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim