mánudagur, 14. apríl 2008

Flóahlaupið góða. 2008-04-12

Frá því ég byrjaði að hlaupa með NFR árið 2000 þá hefur flóahlaupið verið á dagskránnihjá mér. þar náði ég fyrst að hlaupa 10k. undir 60mín. með dyggum stuðningi Péturs F. o.fl. þetta hlaup er sem betur fer enn í gangi og sami metnaðurinn fjá Flóamönnum. Það sem er sérstakt þarna er að eftir hlaup, er í boði ungmennafélagins og kvenfélagsins í sveitinni, mjög flott kaffihlaðborð, keinur,flatbrauð m.hangiketi, rjómapönnukökur, jólakaka o.ml. Síðan fá þeir sem eru í verðlaunasætum að fara upp á svið- alvörusvið með tjaldi og öllu. Og bikarar stórir og litlir í verðlaun.
Laugaskokkarar voru þarna um 20, flestir að hlaupa, en líka nokkrir að hvetja. Það var einstaklega gamana núna (ekki bara af því að ég hljóp svooo hratt) því margir voru mjög ánægðir með tímann sinn. Eva og Sif voru að bæta sig og Helga Árna líka. Auk þeirra voru þeir Stefán Viðar og Gunnar Geirs og undirrituð á palli, voða voða gaman.
Markmiðin voru þrú.
Nr.1.Njóta þess að vera með í einu skemmtilegasta 10k. hlaupi á landinu
Nr.2.Hlaupa eins hratt og ég gæti og taka svo tímann og setja hann inní Boston-tímatöflu og ef tíminn segði að ég gæti ekki bætt maraþontímann minn ætlaði að ég að hlaupa Boston mjög hægt ekki undir 4t. (og gera síðan betur síðar). En ef Flóatíminn segði að ég gæti verið nálægt mínum besta (3.41) þá skildi reynt.
Nr. 3. Að sjá Öggu sem lengst.
Markmið nr.1 náðist fullkomlega Mjög skemmtilegt allt og frábært kaffihlaðborð.
Markmið 2 og náðist ég hljóp eins hratt og ég gat og meira segja aðeins hraðar því
sambýlismaðurinn sem ætlaði ekki að skipta sér af þessu hlaupi mínu var í humátt á eftir fyrstu 3k. sá þá að ég var búin að negla mig í “einhvern karlandskota” kom upp að okkur steinþegjandi –ég sver það- .og hljóp þannig með mér þangað til við vorum komin 7k. þá var tíminn svo góður að það var ekki lengur orða bundist og ég var pínd áfram í markið endaði á 46:28 sem er þriðji besti tíminn minn frá upphafi og aðeins 22sek frá bætingu.
Markmið númer þrjú náðist líka Því Öggu sá ég mjög vel fyrstu km. og sæmilega þá næstu og sá glitta í hana þegar hún kom í mark.
Allt voða voða gaman.

Þessi tími gefur fyrirheit um að komast vel undir 3.40 í maraþoni svo nú verð ég að reyna að hlaupa hratt í Boston. Nú stend ég frammi fyrir annari ákvörðun það er þannig að Ívar var búin að segja að ef Flóa-tíminn yrði góður þá gæti hefði ég val um hvort hann hlypi með mér í Boston. Gamla græðgin sem varð Evu (ekki Evu Margréti) og fleirum að falli er kraumandi í hausnum á mér. En sá á kvölina sem á völina. Ef ég er í bætingarformi þá hleyp ég örugglega hraðar með kappann með hlið mér. En þoli ég hann á leiðinni? Og hvað ef ég gefst upp í miðju hlaupi og vill hægja voða voða mikið?
Svar 1. Hvað með það þótt ég þoli hann ekki einhvern hluta af leiðinni ef ég næ í góðann tíma
Svar 2. eftir að díla við seinni spurninguna áður en ég tek ákvörðun.
Allavega skal reynt við bætingu.

12 Ummæli:

Blogger Helga sagði...

Til lukku með frábærlega flott hlaup Jóhanna! Glæsilegt! Þetta var mitt fyrsta "kökuhlaup" en pottþétt ekki að það síðasta, næst verður maður að komast alla 10 km :)
Þér á eftir að ganga vel í Boston, hvort sem kallinn verður við hliðina á þér eður ei :)

14. apríl 2008 kl. 08:28  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Flott hjá þér Jóhanna, ekki spurning Ívar hleypur með þér og þú segir honum bara að halda kj.. ef hann er að blaðra of mikuð. Þú átt eftir að rúlla Boston upp.
kveðja Hafdís

14. apríl 2008 kl. 08:58  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta verður spennandi hlaup Jóhanna verður gaman að fylgjast með þér:) takk svo fyrir frábært hlaup í gær gaman að sja hvað þú ert í frábæru formi

14. apríl 2008 kl. 09:08  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Æi þetta var fra Fjólu

14. apríl 2008 kl. 09:09  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Taka á því í Boston Jóhanna, engin spurning. Þú ert í formi til að bæta þig núna. Skildi bara úrið eftir og láttu Ívar um að stjórna hraðanum. Kveðja, Elín

14. apríl 2008 kl. 09:26  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú ert snillingur Jóhanna! Átt eftir að rúlla Boston upp. Kv, Sigrún

14. apríl 2008 kl. 11:34  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta eru bara brjálæðislega fyndnar pælingar, eitt er víst að ef þú ert með kallinn með þér þá bætir þú tíman þinn en það gæti verið "hell"!! Hef fengið smá reynslu af kallinum þínum þar sem hann sagði mér að þegja og hlaupa hraðar..Ha ha ha svo ég get ímyndað mér hvað þú ert að spá..Bara fyndið..
kv.Hildur

14. apríl 2008 kl. 12:01  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sammála Elínu úrið heima og Ívar sér um þau mál. Þú ert í hörku formi og nú er bara að nýta það.

kveðja, Hafdís

14. apríl 2008 kl. 15:46  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Glæsilegur árangur Jóhanna og auðvitað læturðu Ívar koma með þér. Ef hann hlypi með mér myndi ég örugglega bæta mig, ef annað okkar hefði ekki drepið hitt áður:) Hann ER HVETJARINN, þeir fást ekki betri.

14. apríl 2008 kl. 21:11  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvernig er það í þessum stóru hlaupum??
Spyr sá sem ekki veit, er ekki bara hægt að láta sig hverfa í fjöldan og tína Ívari ef ......?

15. apríl 2008 kl. 08:41  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Pétur

15. apríl 2008 kl. 08:42  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég efast um að það sé hægt að tína Ívari...kv Hafdís

15. apríl 2008 kl. 13:08  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim