fimmtudagur, 24. apríl 2008

Boston-drottning maraþona.

Allur þessi mannfjöldi saman kominn til að hvetja hlaupara. Öskrandi nöfnin þeirra sem voru merktir. Fyrstu kílómetrana voru heilu raðirnar af krökkum með útrétta hendi, að gefa five. Allt niður í svo litla krakka að foreldrar þurftu að styðja við hendina þeirra til að reyna að fá five hjá hlaupurum. Heyra svo áfram. Hvatningarköll meira og minna alla leið, að undanskildri kærkominni þögn hjá krikjugarðinum. Svo mögnuðust öskrin aftur. Undarlegt hvað þessi svaka hávaði fór lítið í taugarnar, þótt maður drægist áfram steindauður.
Þetta er annað maraþonið sem ég hleyp í fylgd Ívars. Gekk svona ljómandi vel í byrjun á hárnákvæmu tempói (sem miðaði við undir: 3:40) haldið að hálfu. En þá fór að halla verulega undan fæti. Lokatíminn var: 3:55:30. 16 mín frá markmiðinu. Hægt að hugga sig við að maður er Boston. qualified. Svo er hægt að age-grade tímann og þá gefur það 3. tuttugu og eitthvað,. Það var miklu erfiðara fyrir Ívar að sjá markmiðið fljúga út um gluggann en mig.
Við vorum að leika okkur að tölulegum upplýsingum. Setja ýmsa tíma inn í hinar og þessar töflur. T.d. kom í ljós að ég var á 6 mínútna tempói frá 35km að til loka hlaupsins. Í minningunni finnst mér þetta hafi verið verið miklu hægar. Þegar við skoðum tímana hjá hinum félögum okkar er líka ljóst að eftir heart break hafði varla nokkur kraft í að nýta sér niður-brekkurnar til hraðaaukningar. Sá hlaupari sem best kom út e. 35km er Sigrún. Hún heldur 5:07 tempói það sem eftir er og meðaltempó hennar var tæpl. 5:05 Mjög vel hlaupið hjá henni.
Það er einstakt þarna að borgin er undirlögð af maraþoninu. Dagana fyrir og eftir er ókunnugt fólk hrósa manni fyrir að hlaupa þonið og spyrja hvort maður hafi klárað. Eins gott að kunna að taka hrósi og þakka pent fyrir sig. Mér fannst einstakalega gaman að fylgjast með upplifun hlaupafélagana sem voru í þessari stemmingu í fyrsta skipti.
Daginn fyrir maraþonið var hlaup þeirra kvenna sem voru svo hraðir hlauparar að þær máttu keppa um hverjar þrjár kæmust á næstu ólympiuleika. Meiriháttar var að sjá 124 konur hlaupa hring eftir hring í borginni og á fleygiferð og sú sem var fyrst var kom í mark á 2:30. eitthvað. Við fylgdumst vel með einni stúlkunni, hún var í bakinu á þeirri í 3.ja sæti mjög lengi en á síðustu km. dróst hún aftur úr og endaði í ca 10 sæti. Þessa stúlku sáum við grátandi e. hlaup. Vá hvað við skildum hana vel. Búin að sjá ólympiuleikana við þröskuldinn alla þessa kílómetra, og svo horfa á þetta glutrast niður.. Uppáhaldskonan mín í þessu hlaupi var Joan Samuelson 50 ára, Hún er gamall ólympiumeistari og gerði sér lítið fyrir og hljóp á 2:49:08.(nokkrir góðir hlauparar sem ég þekki vel myndu vilja geta teikað hana.) Hún er úr fylkinu MA og alltaf þegar hún fór framhjá þá trylltist lýðurinn, mikil fagnaðarlæti. Við kölluðum hana Rögnuna okkar á milli.

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Glæsilegt blogg hér á ferð! skemmtilegt hvað fólk var duglegt að hvetja ykkur þarna áfram! en mér fannst þetta nú bara góður tími hjá þér þótt þú hafir ekki náð takmarkinu, ekkert vera að hlusta á hann pabba gamla=D
kveðja Þórdís;*

25. apríl 2008 kl. 20:41  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Flott hjá þér mín kæra:)Glæsileg í dressinu :)Kv Fjóla

26. apríl 2008 kl. 12:30  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Tek undir orð annarra, þetta var flott hlaup hjá þér, sérstaklega miðað við hvað margir voru í tómu tjóni. Gott að benda á hvað Sigrún var að taka þetta létt í lokin. Svo var hún ekki einu sinni stirð eftir hlaupið á meðan ég get varla gengið ennþá! Anyways, þetta var ógleymanleg upplifun og það skiptir mestu.

26. apríl 2008 kl. 23:29  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það hlaut að koma að því að skíðalærin skiluðu einhverju öðru en tuði og óánægju (frá eiganda þeirra)!! Segið svo að lærabuddur geti ekki átt gott hlaup :-) kv, Sigrún lærabudda.

28. apríl 2008 kl. 22:29  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim