fimmtudagur, 17. apríl 2008

Boston brestur á

35 íslendingar eru skráðir í Bostonmaraþon n.k. mánudag. Í tilefni af því var hópurinn mættur til myndatöku fyrir framan Laugar í dag í sínu fínasta með sparisvipinn og allt. Spennó að sjá blöðin á morgunn.
Þrjár Laugaskokks-sveitir, tvær kvenna og ein karla, hafa skráð sig til keppni í Boston á mánudaginn kemur. Þær skipa: Agga, Ásta, Sigrún og Sólrún. Edda, Jóhanna og Krístín. Karlasveitina skipa Helgi, Ingólfur, Ívar, Kristinn og Sævar.
Ég veit ekki hvað það þýðir að vera skráður í sveit nema ef sveitin er svo hröð að hún hefur möguleika á að vinna til verðlauna. Fyrirkomulagið er þannig að þrír fyrstu í sveitinni telja þ.e.a.s. þrír fyrtstu tímarnir telja og hinir eru bara með. Þannig er gott að vera fleiri en þrír í sveit ef einhver alveg klikkar þá getur sveitin samt haldið sjó. Sveitin mín er skipuð þremur konum, því mjög mikilvægt að enginn klikki þar (bara að grínast). Svo getum við von að það séu úrddráttarverðlaun eins og í sveitakeppninni í Reykjavíkurmaraþoninu.
Þegar ég hljóp í Boston árið 2005 var ég í sveit með Ragnheiði og Elínu. Það er eitt erfiðasta maraþon sem þeir sveitungar hafa hlaupið. Gaman að vita hvort þetta verður eins erfitt.
Þegar ég skreið undan feldinum í morgunn var það líka í óeiginlegri merkingu og síðan er Ívar búinn að sitja sveittur yfir því hvernig hann eigi að stilla hraðan á okkur á brautinni. Kannski förum við flest af stað saman og svo verður gaman að sjá hvernig hópurinn dreifist drögumst afturúr og náum hvort öðru og forum framúr. Allavaegaer þetta mjög spennandi.

Í síðasta sunnudagshlaupi með Bibbu+Fjólu kom upp úr kafinu að ég ætlaði að hlaupa í gömlu dressi, En eins og þið vitið er maður félagslega verndaður ef maður er í hlaupafélagsskap (t.d. ekki látinn komast upp m. neinn plebbagang). Fjóla vinkona sem er alltaf alveg að komast í geðveikt form átti gallan í fórum sínum ekkert minna en hlaupakjól – það alflottasta dress sem ég hef séð. Þar með er aðalatriðinu landað. Ooo hvað ég hlakka til að fara í ferðalag með ykkur..

12 Ummæli:

Blogger Sveinbjörg M. sagði...

Gangi ykkur sem allra, allra best um helgina og hafið það rosalega gott. Það verður mikið hugsað til ykkar, TUTU:o)

Kær kv. Sveinbjörg M. (Laugaskokk)

17. apríl 2008 kl. 09:33  
Anonymous Nafnlaus sagði...

það er partur að prógramminu að spá i fötin :) og ánægjan ein að lána þér þetta glæsilega .Gangi þér vel mín kæra kv.Fjóla

17. apríl 2008 kl. 10:09  
Blogger EggertC sagði...

Góða ferð og gangi ykkur vel. Þið eruð ótrúlega dugleg.

Bestu kveðjur,
Eggert

18. apríl 2008 kl. 08:10  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Baráttukveðjur, flott mynd af ykkur í Mogganum!!
Kv.Hildur

18. apríl 2008 kl. 11:55  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Nú verður tekið á því Jóhanna, gangi þér sem allra best. Það verðu hópur hér heima sem hugsar til ykkar og fylgist með hlaupinu. Áfram Laugaskokkarar gangi ykkur öllum sem allra best.
kveðja, Hafdís

18. apríl 2008 kl. 13:49  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Tók enginn mynd fyrir Laugaskokk?
Gangi ykkur vel í Boston.
Kv. ÓliStef.

18. apríl 2008 kl. 14:03  
Blogger Helga sagði...

Gangi þér vel Jóhanna, og einnig öllum hinum Laugaskokkurunum!!!
Boston mun brosa við ykkur :)

18. apríl 2008 kl. 15:54  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Góða ferð og gangi ykkur vel. Hlakka til að sjá myndir af hlaupinu... og kjólnum. Fróðlegt væri að heyra dresspælingar piltanna í hópnum. Eru þær jafn djúpar?
Kveðja
Hrafnhildur

18. apríl 2008 kl. 16:28  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sendi baráttukveðjur og svakalega er ég ánægð að þú eigir eftir að looka vel á mánudaginn! Klæjar í tærnar að vera með ykkur...

18. apríl 2008 kl. 22:01  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það getur ekki verið að það verði nokkur einasta kona flottari en þú í þessu hlaupi, Jóhanna. Ég hef aldrei séð eins geggjað flott dress !
Bibba

p.s. Gangi ykkur öllum vel, félagar.

20. apríl 2008 kl. 20:16  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Glæsilegt hjá ykkur öllum og til hamingju með hlaupið.

Svo vænti ég þess að sjá kjólinn góða á fyrstu æfingu ykkar hér heima.

kær kveðja,
Davíð

23. apríl 2008 kl. 12:46  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er sammála Davíð, mig langar að sjá kjólinn. Spurning hvort við laugaskokks skvísur fáum okkur ekki sumarkjóla til þess að hlaupa í.

Kv
Bogga

24. apríl 2008 kl. 15:02  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim