föstudagur, 21. mars 2008

Pælingar

Boston - Ekki Boston - reyna bætingu - ekki reyna bætingu------
Hef verið að spá í síðan ég var skráð í Boston, hvort ég ætti að hlaupa þonið eða bara fara með í ferðalag og fylgjast með. Fljótlega ákvað ég að mæta á æfingar og sjá til hvernig mér tækist að halda sjó. Hlaupa ef vel gengi, en ef ekki, fara í ferðalag og fylgjast með.
Nú sýnist mér ég halda sæmilega.
Ef ég hleyp, hvað ætla ég þá að (reyna að) hlaupa hratt?. Gamli góði draumurinn að bæta tímann blundar enn. Ekki tókst það á Miami þrátt fyrir góðan ásetning (ekki það að maður bæti neinn tíma með ásetningi einum saman- ef svo væri ætti maður nú marga góða tíma ;)
Í gær ákvað ég hvernig ég geri þetta. Fer í Flóahlaupið þann 12. apríl, 9 dögum fyrir Boston og hleyp 10km. eins hratt og ég get. Set tímann inn í töflu á marathonguide.com þar segir hvað maraþontíminn á að geta verið miðað við tíma í 10k.
Ef Flóa-tíminn segir að ég geti hlaupið á 4 tímum maraþon þá ætla ég að fara Boston á 4:10 ef kemur upp tíminn 3:50 þá ætla ég að stefna á 4:00 En ef út úr töflunni kemur 3:40 Þá ætla ég að stefna á undir 3:40 miskunarlaust.
Sem sagt ekki drepa sig fyrir einhvern tíma sem er ekki bæting en reyna allt ef bæting er séns.
Ég geri mér grein fyrir því að þó náist góður tími í 10k. er aðalmálið í maraþoni hraðaúthald og til þess þarf margar langar æfingar. Þ.e Elínaraðferðina sem ég prófa kannski einhverntíma.)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim