sunnudagur, 9. mars 2008

Laugar

Milli 20 og 30 Laugaskokkarar voru mættir hálftíu í Turninn í Kópavogi. Í boði var hlaup og súpa hjá Ástu á eftir. Hlaupið var frá 10k. upp í 28k. Fólk var á misjöfnu róli, ég var aðallega hlaupandi á eftir fólki sem var að hlaupa heim til sín. Fyrst Ásta og Sóla sem voru að fara að græja súpuna og svo Eva og Þórólfur sem hlupu að heiman og komu við í turninum, hittu hina hlauparana, hlupu með þeim nokkra km. kláruðu svo æfinguna með því að hlaupa heim. Ég lauk æfingunni með Gunnari, Pétri, Guðbjörgu, Kolbrúnu, Ólöfu, Guðrúnu og Ragnheiði og skrifa 13km. á æfinguna, næ þá 50k. í vikunni. Þæfingsfærð og leti gerðu æfinguna nokkuð strembna hjá mér. Tvær sem voru að hlaupa 17k. í fyrsta skipti komu síðar, hafði þeim gengið mjög vel. Þegar við vorum að teyja í turninum á eftir heyrðist á tal nokkurra sem voru að æfa og vinna þarna. Þetta er keppni sem er í gangi, þannig að sá sem er fljótastur að haupa upp stigann frá botni og upp á 15. hæð, þar sem World Class er, fær frítt árskort (held ég) og Jóhanna litla, sem hafði verið löt og þreytt og allt á æfingunni, æstist öll upp við að heyra þetta. Öll leti og þreyta fauk burt. Náði að æsa þrjár konur með í sigakeppnina. Smá glímuskjálfti kom þegar við trítluðum niður stigann- reyndi að tríltla ekki of hratt, ekki taka orku í að fara niður. Á leiðinni upp var aðalatriðið að láta þær hinar ekki ná mér, lærin titruðu eins og strá í vindi upp síðustu hæðirnar- . Tíminn var 2.27 mín. (minnir mig) og svipaður hjá þeim hinum. (Hvað eigið þið í stiganum ? ;) Í Starhólmanum var svo boðið í súpu. Í reynd var þetta hádegisveisla, pastaréttur með parmesan+brauði og í eftirrétt var ostakaka m. berjasósu og skúffu/ skúkkulaðikaka – báðar sjúklega góðar og svo mikið var í boði að mér tókst að rúlla út með þeim síðustu, afvelta af áti, nóg var eftir. Reikna með að Steini og strákarnir fái pastarétt í matinn fram e. vikunni ;) Takk kærlega fyrir mig. Einbeitingu dagsins á Aðalsteinn haldandi utanum skál með skúffuköku prílandi uppí tripptrappstól – tókst án hjálpar- ætlaði sko ekki að láta neitt trufla þetta atriði.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim