sunnudagur, 23. mars 2008

Allir út og suður á löngum æfingum

Allir út og suður á löngum æfingum.
Margir Laugaskokkarar eru, þessa dagana, að fara langar æfingar fyrir yfirvofandi maraþon. Þeir nota ýmis ráð til að koma æfingunum fyrir í lífi sínu og fá tilbreytingu. Munda sást t.d. hlaupandi úr Hafnarfirði með tveimur herrum eldsnemma í morgunn. Sigrún+Ásta fóru upp að Gljúfrasteini, Ívar og Ingólfur djöfluðust fram og til baka, upp og niður brekkur á Krísuvíkurvegi (sérstök Boston-eftirlíking) og enn aðrir mættu á æfingu eins og lög gera ráð fyrir og hlupu venjulegar leiðir.
Þegar maður er búin að hlaupa 10 maraþ. Og hlaupa leiðir bæjarins 100000000000 (hundrað þúsund miljón) sinnum Þá þiggur maður með þökkum tilbreytingu á langri æfingu. Ég var svo stálheppin að sjá á Evu-bloggi að Þau hjónin ætluðu upp á Mosfellsheiði og hlaupa í bæinn. Auðsótt var að fá að slást í hópinn. Náði að hlaupa með þeim krúttum u.þ.b. 20km. Fékk þá náðarsamlegast að dragast afturúr. Þetta var frábær æfing í góðum félagsskap- Takk kærlega fyrir mig.
Í Hádeginu voru svo Laugaskokkarar að tínast inn í Laugar. Virtust voða ánægðir með afrakstur dagsins ;)

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Gott að sjá að þú ert farin að blogga aftur og enn betra að sjá að þú ætlar að hlaupa í Boston..ferð það með stæl. kveðja Hafdís

24. mars 2008 kl. 16:48  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mér líst vel á þessar pælingar hjá þér. Hljóma mjög skynsamlega í mínum eyrum. Margir hlauparar eiga sína bestu tíma á þessari braut þó hún sé erfið. Kannski verður þú ein af þeim.
Gott hjá þér að slást í för með krúttunum Evu og Þórólfi. Sýnir hvað í þér býr !
Bibba

24. mars 2008 kl. 17:27  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim