sunnudagur, 16. ágúst 2009

Ódýr laugardagssteik

Hrefnuteik - fyrir 4

1 pakki hrefnusteik, ómarineruð

Olía
Rustica krydd (fæst í Fjarðarkaupum)
Piparmix
Maldon salt

Kjötið er skorið í þunnar sneiðar. Sneiðarnar kryddaðar og velt upp úr olíunni. Síðan látnar standa í 2-3 tíma. Grillað á háum hita í 1 mínútu á hvorri hlið. Svo er gott að strá Maldon salti yfir og láta kjötið standa í 5 mínútur undir álpappír.

-

Piparsósa

0,5 l matreiðslurjómi
1 stk piparostur
1 teningur kjúklingakraftur
1 msk piparmix

Allt sett í pott, osturinn bræddur. Síðan maizena sósujafnari út í og látið sjóða í 1-2 mínútur.

Gott að bera fram með steiktum kartöflum og salati.

Bonn appetítt

Með kveðju, Gulla


1 Ummæli:

Blogger Jóhanna sagði...

Takk fyrir þetta ekki spurning um að prófa.

17. ágúst 2009 kl. 10:37  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim