sunnudagur, 4. maí 2008

Dæmigerður Laugardagur með Laugaskokki

Yfir 20 manns mætt á æfingu. Bogga gerði heiðarlega tilraun til að stjórna og fékk Davíð sem meðstjórnanda, Hún er mjög efnilegur þjálfari, Hópurinn fór saman af stað og smá saman hópaðist niður eftir hraða og vegalengd. Munda var enn í 1.Maí-hlaups gírnum þar sem hún var að bæta sig helling. Félagarnir þurftu að hafa sig alla við að hanga í henni.23km.


1. 5:44 (14.)
2. 5:37=11:22 (9.)
3. 5:05=16:20 (1.)Hraðastur, Fórum fram úr Evu ;)
4. 5:20=21:48 (3.)
5. 5:37=27:26 (10.)
6. 5:27=32:53 (5.)
7. 5:39=38:43 (11.)
8. 5:42=44:25 (13.)
9. 5:17=49:43 (2.)
10. 7:03=56:46 (23.) Hægastur, Drykkur.+gel frá Mundu, Í staðinn fær hún að vera á undan í Köben.
11. 5:25=1:02 (4.)
12. 5:40=1:07:50 (12.) Miðgildi
13. 5:32=1.13:25 (7.) Mættum Ívari og Ingólfi sem báðu okkur að Hvetja Halldór sem kæmiá eftir
14. 6:23=1:19:48 (22.) Mættum Halldóri á fleygiferð og virtist ekki þurfa neina hvatningu?
15. 5:27=1:25:16 (6.)
16. 5:49=1:31:05 (16.)
17. 5:33=1:36:39 (8.)
18. 6:20=1:42:59 (21.) Nú var orðið svol. Erfitt að hanga í Mundu og Félögum, þau biðu eftir mér þarna, ekki í fyrsta skipti.
19. 5:46=1:48:46 (15.)
20. 5:58=1:54:45 (19.)
21. 5:54=2:00:39 (17.)
22. 5:59=2:06:38 (20.)
23. 5:54= 2:0938 (18.)

Laugardagsæfing með Mundu og Félögum (Davíð, Frikki og Kalli) .
Meðaltemó = 5:46
Miðgildi: 5:40 Og Davíð sem hélt að miðgildið væri 5:20
Fyrri hluti : 1:02
Seinni hluti : 2:06
Mismunur: Seinni hluti 4 mín. Hægar. Samt var drykkjarstoppið í fyrri hluta.
Þarf greinilega að vinna í hraðaúthaldi.
Davíð hélt að miðgildið væri ca 5: 20 En þótt hann væri örlítið á undan mér síðustu km. er ég ansi hrædd um að hann nái því ekki.

Þetta er æfingin í smáatriðum. Hraðaúthalldið gefur ekki tilefni til bætinar (að fara undir 3.40) Svo ég held að ég smelli mér við hlið Mundu fyrir aftan 3:45 hérann í Kaupmannahafnarstartinu, það sé raunsæast.
Eftir æfingu borðuðum við svo með Gunna+Mundu og Elínu og Summa í Laugum Hvað er betra en að vera úti að borða með vinum sínum eftir skemmtilega æfingu.
Það er að frétta af hlaupalögreglunni að hann situr með vinum sínum og grefur upp ný hlaupaprógrömm fyrir sig og sína prógrömm með smá nýju sniði í von um betri árangur. Smá áhyggjur af því að hann sjálfur sé ekki tilbúinn til að byrja prógrammið v. eymsla. En þá mun hann bara geta einbeitt sér betur að eftirfylgninni hjá félögunum.

7 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta er það svalasta sem ég hef lesið. Eins gott fyrir þig að fá höfundarrétt á þessu svo þetta verði ekki nýtt af Gilzinegger í annað bindi hans af Biblíu fallega fólksins. Þú ert sko bara náttúrulega svöl!!

4. maí 2008 kl. 16:15  
Blogger Jóhanna sagði...

Það er lámark að menn skrifi undir nafni nema þeir séu aumingjar.

4. maí 2008 kl. 16:22  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir skemmtilegt hlaup Jóhanna og ekki verra að fá svona upprifjun í kaupbæti. Ég þakka þér líka fyrir góða viðleitni við að halda síðunni lifandi með uppbyggilegum skrifum. Í hópnum okkar eru allir að gera sitt besta og veitir ekki af góðri hvatningu félaganna. Nafnlaus skrif og neikvæð dæma sig auðvitað sjálf.

Með kveðju,
Davíð

4. maí 2008 kl. 18:39  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það var gaman í gær að sjá hvað okkur er loksins að fjölga á laugardagsæfingunum. Finnst alltaf svo afslöppuð stemming á lau og fólk gefur sér einmitt tíma þá til þess að borða saman eða spjalla aðeins lengur yfir teygjunum. Sjálf var ég nú ekki eins dugleg og þið en fór í staðin 10 km og vil ég nú meina að Sigrún glenna hafi nú eitthvað verið að stjórna hraðanum þar.
KV
Bogga verðandi þjálfari

4. maí 2008 kl. 19:02  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Vá. Fóruð framúr Evu. Ég hefði viljað vera með þá :)
Þetta með miðgildið : Það er ótrúlegt hvað mínúturnar eru fljótar að fjúka við stopp og drykki og gel, - að ég tali nú ekki um ef maður hægir einhversstaðar bara smávegis á vegna þreytu eða kannski bara vinds - og það er alveg ferlegt hvað það hefur leiðinleg áhrif á heildartímann og meðalhraðann.
Ég var alltaf að kíkja á garminn hjá mér um helgina og alltaf á fimm eitthvað en svo þegar upp var staðið þá var meðaltempóið vel yfir 6.
Bibba

5. maí 2008 kl. 12:59  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta er frábært blogg Jóhanna. Ég var skræfa á laugardaginn og þorði ekki lengra en 10km. Skræfa ég veit..! En nú er þetta bara uppávið. Þú huxar bara helvítið hún Sigrún,helv... hún Sigrún og þá rúllar þú Köben upp:-) Áfram Jóhanna!! Kv, Lady Sigrún lærabudda :-)

5. maí 2008 kl. 15:29  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mér finnst þú alveg ótrúleg að vera að fara þriðja maraþonið á svona stuttum tíma. Þú ert bara með einhvern ofurskrokk!! Ég held að það skipti ekki öllu máli hvort þú bætir tímann þinn. Það er bara svo mikill sigur að geta hlaupið maraþon eftir maraþon án þess að vera haltur og skakkur. Heilsan er fyrir öllu!

8. maí 2008 kl. 18:27  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim