föstudagur, 2. maí 2008

Fjöldkylduvæðing hlupadellunnar.

Vegna fjölda áskoranna um að skrifa um fjölskylduna koma þessar línur.
Þegar maður er hlaupsjúklingur þá reynir maður ýmislegt til að réttlæta og minnka samviskubitið yfir því að vera alltaf hlaupandi í erindisleysu um allar trissur. Til dæmis reyna margir að pína börnin sín, múta þeim til að koma með sé í ýmislegt tengt hlaupum (í versta falli hóta). Synir mínir og stjúpdætur hafa fengið þetta hlaupaþrýstings-uppeldi, ásamt fullt af öðrum krökkum sem hafa sést mismunandi brosmild á hlaupabrautinni með foreldrum sínum. Síðat í gær sá ég Ellu litlu Richter brosandi út að eyrum yfir því að hlaupa í Fjölnishlaupinu.
Þegar maður nær krökkunum með, minnkar sammviskubitið yfir öllum tímanum sem fer í Hlaupadelluna margfalt. Maður er svo ægilega mikið að “gera með börnunum sínum” ef maður nær að draga þau með í delluna.
Synir mínir þrír þurftu að þola þetta æði móðurinnar alveg frá frumbernsku. teymdir ýrmist með góðu eða illu: “Einn stífluhrimg með mömmu bara eitt skemmtiskokk í Reykjavíkurmaraþoni, bara einu sinni enn eitt 10k. hlaup hérna og þarna bla bla lba.Oft var svarið: “Ok en þetta er í síðasta sinn sem ég kem með þér” Og enn oftar: “ Var ég ekki búinn að segja það hundrað sinnum að ég nenni ekki eina ferðina enn enn með þér í þessi hlaup”.
Hápunkturinn á þessu var þegar elsti sonur minn, Bogi Ragnasson, lét sig hafa það að hlaupa maraþon með mömmu í Kaupmannahöfn f. ári. Voða gaman að bjóða syni sínum í maraþon. Hann stóð á startlínunni og horfði á hlaupanörrana í kring um sig en lauk hlaupinu uppnumin af því hvað það er mikil áskorun að hlaupa maraþon ( Enn einn hlaupanörrin orðin til). Stráksi Lauk hlaupinu vel undir 4 tímum og við Ívar horfðum við á mann breytast í halupasjúkling eins og maður frelsast á samkomu.
Allt hefur sínar afleiðingar og að berja barn til bókar hefur það í för með sér að krakkinn verður læs og nú eru afleiðingarnar af hlaupaþrýstingsuppeldinu að koma allharkalega í hausinn á mér.
Ég fékk símtal fyrir 2 vikum, rétt fyrir Boston: “Hey ég vinur minn ætlum í Köben ertu ekki með?”. Ahh hentaði ekki mömmu alveg núna en minnug allra þeirra hlaupa sem hann var teymdur í, þýddi ekki neinar afsakanir svo nú er búið að kaupa flug+hótel+skrá sig í Kaupmannahafnarmaraþon. Nú er bara að harka af sér eins og stráki forðum.
Það eru sannarlega fleiri en ég búin að fá að finna fyrir afleiðingunum mér er þar efst í huga þegar Ingólfur og Rakel dóttir hans hlupu við þriðja mann saman Laugaveginn.
Þið ykkar sem eruð nú að æsa börnin ykkar með í hlaupin vitið hverju þið getið átt von.

7 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Frábær lesning Jóhanna, kannast sko alveg við þetta... Til hamingju með Fjölnishlaupið, sá að þú varst á palli. Svo er náttúrulega bara snilld að þú sért að koma til Köben!

3. maí 2008 kl. 08:27  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú átt nú bara heiður skilið hvað þú ert búin að BERJA drengina þína áfram í keppnishlaup með þér hehe ótrúlega góðir naglar drengirnir þínir það er nokkuð víst, gangi ykkur Boga vel með rest af undirbúning fyrir Koben.
Kv Fjóla vinkona

3. maí 2008 kl. 12:02  
Blogger Sævar sagði...

Góð lesning eins og alltaf hjá Jóhönnu vinkonu minni! En, ég hef smá áhyggjur af henni því nú er vinkonan farin að leggja ansi mikið undir til að taka tíma okkar Bakkabræðra, svo er sonurinn notaður sem afsökun, já nei nei!!
Flott hjá þér að komast á pall!!

Til hamingju.

Hvernig hefur hlaupalögreglan það?

Sævar

3. maí 2008 kl. 15:49  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Jóhanna þú ert ótrúleg, er þetta ekki þriðja maraþonið á stuttum tíma??
Skemmtileg lesning!!

P.s ég þekki nú Boga og Eirík litillega en mín kynni af þeim sýna að þar eru vel uppaldir drengir á ferð!! Ég ætti kannski að fara að berja mína drengi áfram í hlaupin :o)
Kv.Hildur Laugaskokkari

4. maí 2008 kl. 09:52  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ingólfur smitaði systur sína líka óbeint, veit ekki hvort hann veit að hann er í raun ábyrgur.
Sif

4. maí 2008 kl. 12:47  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hahahaha :)
Þú ert nú töluvert heppin að hinir tveir eru aðeins rólegri ennþá .. annars væri maraþon um hverja helgi
Bibba

5. maí 2008 kl. 11:42  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Pabbi smitaði líka konuna sína sem svo smitaði systur sínar tvær og mann annarrar! Þetta er alveg bráð smitandi :)
Kv. Rakel

P.s. Gangi þér vel Jóhanna!

5. maí 2008 kl. 21:59  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim