þriðjudagur, 13. maí 2008

Heiðmörk og Mývatnsmaraþon

2008-05-13
Allavega 8 laugakokkarar voru í Heiðmörk. Trixið hjá Sigrúnu tókst vel, að segja að nokkrar skutlur myndu mæta í Heiðmörkina. Kl:17:00 var Agga eina skutlan sem var mætt en fimm töffarar mættir galvaskir. Yndislegt veður og gaman að fylgjast með sumarkomunni í mörkinni. Ég hef grun um að allir sem hlupu í Heiðmörk í dag séu að hlakka til Laugavegsins.


Orðsending frá áhugamönnum um Mývatn.
Gaman væri fyrir Laugaskokkara að fjölmenna og sameinast í skemmti- og hlaupaferð og styrkja íslensk hlaup.
Mývatnsmaraþon er eitt af föstum liðum í hlaupalífinu. Ég held ég hafi farið 6 sinnum og Ívar átta sinnum. Alltaf verið mjög skemmtilegt. Það er hægt að gera úr ferðinni: útilegu- fjölskyldu- hlaupa- lúxushótel- bændagistingar- eða djamm-ferð en allavega skemmtiferð.
Upplagt fyrir þokkalega hlaupara að gera þetta að hlaupa-sigurferð: “Bara skella sér og vinna Mývatn”.
Mjög gott fyrir Kaupmannahafnar-sigurvegara að nota Mývatn sem Aktiva hvíld (þið vitið vonandi að aktiv hvíld er aðaltískan í dag) og Kaupmannahafnar-smáklúðrarar getað reddað sér og bætt sig á Mývatni eins og Agga gerði í hitteðfyrra.

Að þessu sinni er Mývatnsmaraþon haldið þann 31. maí 2008. Skráning og skipulag er á höndum Mývatnsstofu infomyvatn@est.is eða í síma 464-4390.

Skemmtilegar hlaupaleiðir og frábær náttúrufegurð
Í boði er Maraþonganga, Maraþonhlaup, hálf-marþonhlaup, 10km. hlaup og 3.km. hlaup.
http://www.myvatn.is/default/

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Góð hugmynd Jóhanna, en eigum við ekki að bíða með skráninguna framm yfir Köben? Kveðja, Elín

14. maí 2008 kl. 07:48  
Blogger Jóhanna sagði...

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og ekki er hlaupari nema í 2 maraþon sé skráður.

14. maí 2008 kl. 13:30  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er nú þegar skráð í eitt lanngggt hlaup í júní og eitt maraþon í júlí.Hlýt þá að geta kallað mig hlaupara! ELín

14. maí 2008 kl. 15:46  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hlaupari hvað...Þið eruð brjálaðar ég hélt að ég væri hlaupari en er bara skráð í eitt maraþon verð að bæta úr því...

Hlakka til að hitta ylkkur í Köben, kveðja Hafdís (sem hélt hún væri hlaupari)

14. maí 2008 kl. 15:55  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er greinilega ekki hlaupari kannski skokkari því ég hef aldrei hlaupið maraþon.
En þetta verður erfitt val á milli þess að fara norður í skemmti/hlaupa- ferð eða fara í klettaklifur á Hnappavöllum, úff erfitt val.

Kv
Bogga fjallageit

15. maí 2008 kl. 22:16  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim