sunnudagur, 1. nóvember 2009

Styrktaræfingar

Komið þið sæl

Tók saman nokkrar styrktaræfingar og setti í tvö sett sem hægt er að taka uppá palli eftir útihlaupin og eitt sett sem tekið er í tækjasalnum. Ég vona að þetta verði ykkur hvatning til þess taka styrktaræfingar reglulega því þær eru mikilvægur þáttur í þjálfun okkur bæði til þess að bæta okkur sem hlaupara og fyrirbyggja meiðsli. Einnig vil ég benda á ef þið hafið lítin tíma eftir hlaupin er mjög sniðugt að fara 2-3 hringi í hraðbrautinni og taka þá 12 endurtekningar í einu. En hvenær er best að taka þessar æfingar? Fitness nr 1 og 2 má taka eftir lengri/sprett æfingar samhliða teygjunum, það er alltaf hægt að búa til tíma fyrir styrktaræfingarnar, (við spjöllum bara minna í staðin). Æfingar í tækjasal er fínt að taka eftir rólegri æfingar eða bara mæta í salinn taka stutta upphitun og skella sér í tækin. Ef það eru einhverjar æfingar sem þið skiljið ekki verið óhrædd við að spyrja mig. Einnig get ég farið yfir æfingarnar með ykkur t.d. á fimmtudögum eftir kl. 18:00. Gangi ykkur vel.

Bold

Styrktaræfingar Laugaskokks

Fitness nr 1

Armbeygjur 20x

Bakæfing 20x

3 gerðir kviðæfingar, fram og skávöðvar 20x

Hnébeygja 20x

Framstig 20x

Ökklahopp á öðrum fæti og jafnfætis 30x

Fitness nr 2

Armbeygjur

Bakæfingar á hnjám

Kviðæfingar

Kviðkreppur (öfugar kviðæfingar)

Dauðaganga, framstig á svölum (ca 30-40 endurtekningar í hverri ferð)

Ballerína

Fitness nr 3 æfingar í tækjum

Tæki

Æfing

Vöðvahópur

Sett

Endurtekningar

Þyngd

Dagsetning

56

Fótbeygja

Læri aftan

2.- 3

12

57

Fótrétta

Framan læri

2.-3

12

38

Kviðæfingar í vél

Kviður

2.-3

12

19

Upphífingar

Tvíhöfði

2.-3

12

22

Bakréttur

Bak

2.-3

12

20

Niðurtog

Bak og tvíhöfði

2.-3

12

13

Bolvinda

Kviður/skávöðvar

2.-3

12

12

Brjóstpressa

Brjóst og þríhöfði

2.-3

12

50

Trissa

Innanvert og utanvert læri

2.-3

12

3 Ummæli:

Blogger EggertC sagði...

Frábært að fá svona stórt og gott letur :-)

2. nóvember 2009 kl. 23:19  
Blogger Jóhanna sagði...

Takk Bogga. Mjög gott að fá svona innlegg.

3. nóvember 2009 kl. 08:21  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já þetta eru allavega skýr skilaboð til okkar, nú er bara að massa sig aðeins !

Bjargey

3. nóvember 2009 kl. 11:48  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim