föstudagur, 27. nóvember 2009

Sub 50 hvað !!!

Það er greinilega gúrkutíð á Laugaskokksblogginu og Göngudeildin hefur lengi ætlað sér að bæta úr því og gera upp Franfurt ferðina frábæru. Það verður samt áfram bið á því uppgjöri eins og á stofnefnahag íslensku bankanna en stendur auðvitað til bóta. Eins og Laugaskokkurum er í fersku minni, þá stóð kvenpeningur deildarinnar sig frábærlega þar sem Hrafnhildur, Kolla og Stefanía fóru sitt fyrsta maraþon og Krissa setti héraðsmet í bætingu í sínu öðru maraþoni. Ekki var karlpeningurinn jafn brattur því Aðalsteinn og Eggert voru báðir haltir, ýmist á hjarta eða ökkla, og hlupu því ekki neitt. Bjargey hefur hins vegar haldið sig til hlés í haust að mestu enda sest á skólabekk og Gunnhildur sinnt öðru.

Það var því ekki laust við að ákveðið upplausnarástand skapaðist eftir svona afrek, en meðlimir eru samkvæmir sjálfum sér og vita að ekkert sameinar eins og sameiginleg markmið og áætlun. Spurningin var einungis hvað væri næst á dagskrá? Það var ekki stemming fyrir löngu hlaupi svo að sú hugmynd var rædd í alvöru að hlaupa styttra og hraðar. Einnig að setja sér takmark sem virtist óyfirstíganlegt líkt og þegar þær stöllur ákváðu að hlaupa heilt maraþon. Niðurstaðan varð sú að æfa sig í að hlaupa 10 km undir 50 mínútum í Gamlárshlaupinu eða Sub 50 eins og það heitir á hlaupamáli. Eins og alltaf þegar kemur að prógrömmum, var leitað til Sumarliða sem brást vel við að vanda og lét deildinni í té hernaðaráætlun til að ná markmiðum sínum. Hann setti samt fyrirvara við að ná þessu markmiði fyrir næstu áramót og sagði prógrammið vera meira svona Sub 56 :-)

Það eru núna liðnar tvær fyrstu vikurnar í þessu plani og ekki laust við að ýmislegt hafi gengið á. Það eru tvö heilkenni sem hafa verið að hrjá hópinn. Fyrst og fremst er það Jóhönnu heilkennið (The Johanna Syndrome) en það lýsir sér í sleni og viljaleysi til hlaupa og virðist leggjast þyngst á þá sem mest hafa æft og hlaupið síðustu mánuði. Hitt er Kobrúnarmjöðmin (The Kolla Hip Syndrome) sem lýsir sér í ótrúlegum stirðleika og kvalaköstum þegar framkvæmdar eru snöggar hreyfingar eins og að líta til hliðar eða taka skref áfram. Meðlimir láta þetta samt ekki á sig fá og fylgja æfingaáætluninni af mikilli grimmd enda mikið í húfi að halda hlaupaáhuganum lifandi yfir kaldasta og dimmasta hluta ársins.

Þrátt fyrir þetta plan fylgir Göngudeildin hópnum á mánu-, miðviku- og laugardögum en hleypur bara ekki eins hratt og hinir því hraðanum er öllum eytt á sprettæfingum þriðju- og fimmtudagsins. Laugaskokkarar eru beðnir að sýna þessu skilning þar sem þeir þeysa framúr og skilja okkur eftir í rykmekkinum.

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Svo satt, svo satt...

Ekki veit ég hvort það er enn eitt heilkennið eða til marks um það hve vel er tekið áðí á sprettæfingum að umræðuefnið í teygjunum eftir síðustu þriðjudagsspretti skyldi vera erfðaréttur og útfarir...
Hrafnhildur

27. nóvember 2009 kl. 11:21  
Anonymous Eggert sagði...

Ekki nóg með það heldur sátum við á pallinum eftir sprettæfinguna í gær og störðum tómum augum hvert á annað :-)

27. nóvember 2009 kl. 11:40  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Svo maður haldi áfram með heilkennin og örmögnunarstuðulinn þá vekur það vissulega von í hjörtum göngudeildar að sjá hve vel Jóhanna hefur t.d. náð sér af heilkenni því er við hana er kennt.
Hrafnhildur

27. nóvember 2009 kl. 13:04  
Blogger Jóhanna sagði...

Thid erud aedi. Greinilega eina lifid a thessari sidu. Vonandi ekki merki um ad hinir sem ekkert heyrist i a sidunni seu alveg stopp.
En thetta er gott rad hja ykkur. 'i sub 50 er hlaupid stuttar vegalengdir, allavega suma dagana. Eg hlakka til ad fylgjast med thessu. svo keppum vid a gamlars verdur ekki leidinlegt. Gangi ykkur vel.

30. nóvember 2009 kl. 22:02  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Gangi ykkur sem best í prógramminu góða og megið þið þeysast fram úr sem flestum á gamlársdag.
Davíð.

5. desember 2009 kl. 11:20  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim