mánudagur, 14. júlí 2008

Laugaveginum 2008 lokið.



Svei mér þá ef mér tóks ekki að setja inn mynd án Bibbu á öxlinni.
Bara svo þið vitið það sem ekki hafið farið: þá er svo gaman á Laugaveginum. Fyrir ykkur hin sem hafið farið og voruð alveg í formi til að fara, þið áttuð að sjálfsögðu að vera þarna með. Þá hefði ég örugglega ekki hlaupið svona mikið ein, ég held að ég hafi verið ein um 90% af leiðinni.
Þetta stendur allt til bóta árið 2009 Verða Laugaskokkarar aðal- á Lauagaveginum enda vegurinn skírður eftir okkur. Davíð, Þórir, Baldur Jónsson og Bjargey eru búin að lofa að koma og Eggert, Kolla, Guðrún og fleiri eru alveg að fara að lofa því. Svo ég minnist nú ekki á Pétur Ísleifs eða hjónakornin Ingólf og Kristínu en þau hafa ekki nokkra afsökun fyrir hafa ekki verið með okkur frekar en þið hin.
Batnandi björnum er best að lifa og félagarnir létu rigninguna ekki aftra sér frá því að taka fyrstu Laugavegsæfinguna í dag. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Ég er ánægð með ykkur.
Það sem er svo gaman við Laugaveginn er:
1. Að vera hluti af þessu.
2. Að sjá nýtt og nýtt landslag, ægifagurt, og þekkja það alltaf betur og betur með ári hverju.
3. Að finna að maður getur hlaupið Laugaveginn.
4. Að hitta fólkið á drykkjarstöðvunum.
5. Að Koma í mark sjá mynd sem Garðar og Sirrý tóku (þau eru alveg að fara að lofa að koma líka 2009).
6. Að láta Bryndísi Magnúsar taka á móti sér í markinu, svo jákvæð, nærgætin og sæt, vefja mann inní teppi og hugsa um mann.
7. Að fá franska súkkulaðiafmælisköku frá Sif-Ingólfssystur.
8. Að hitta alla hina laugavegssigurvegarana sem voru að gera það svo gott og eru alveg í sjöunda himni (geta líka pirrað pínu ef þeir ætla að vorkenna manni fyrir lélegan tíma-hvað)
Ég lofa sjálfri mér því hér með að hlaupa Laugaveginn öll þau ár sem ég hef tök á, verð í formi til og hef gaman af.
Vinsamlegast skrifið ykkur í athugasemdir sem ætlið að koma með að ári svo ég geti fylgst með og hermt það upp á ykkur.

13 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk sæta mín fyrir skemmtilegan dag á Laugveginum og hvítvínið í rútunni. Alveg hjartanlega sammála þér með móttökurnar bæði á drykkjarstöðvum og í markinu. Bryndís Magnúsar er kona sem á hrós skilið hvað hún var æðisleg í markinu - þvílík þjónusta! Svo á hún Eva okkar líka hrós skilið fyrir að koma sjá og sigra!! Þú getur bókað mig á næsta ári takk!

15. júlí 2008 kl. 14:30  
Blogger Jóhanna sagði...

Takk sömuleiðis Sigrún, Þið eruð ansi mörg sem eigið hrós skilið fyrir frábæran árangur- þvílikir tímar, förum við ekki undir 7 2009? Sannarlega sammála þér með Evu- hún er í sérflokki- Afreksíþróttakona.

15. júlí 2008 kl. 16:04  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir góðan pistil Jóhanna! Já ég saknaði fleiri Laugaskokkara á veginum okkar, en við sem þarna vorum stóðum okkur öll með sóma :) Hlaupið var rosalega vel skipulagt og starfsfólkið alveg yndislegt. Ég mæti pottþétt að ári....ásamt alveg glás af hressum Laugaskokkurum!! :)

Kveðja úr Jökulsárgljúfrum!

15. júlí 2008 kl. 21:09  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Flott markmynd af þér! Svo kát, svona á að gera þetta :) Er byrjuð að hlakka til næsta Laugavegs ...

16. júlí 2008 kl. 10:02  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir Laugaveginn vinkona hefði ekki farið hann á sínum tíma nema með hvatningu frá þér :)og þessi var auðvitað bara en eitt stykkið í reynslubankann.Langar aftur kv Fjóla

16. júlí 2008 kl. 13:01  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til lukku Jóhanna, frábært hjá þér..Lofa engu um næsta ár, þar sem ég get ekki einu sinni ratað um Heiðmörkina..
kv.Hildur

17. júlí 2008 kl. 08:29  
Blogger Jóhanna sagði...

Hildur er hér með skráð hjá mér á Laugaveginn 2009. Að rata ekki er ekki afsökun, ekki einu sinni léleg afsökun ;)

17. júlí 2008 kl. 09:27  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er bara eins gott að hlaupið verði svo á afmælinu mínu eftir 3 ár og þá kemur bara afmæliskaka í brúðarkökustíl, á nokkrum hæðum. Ég reyni að vera með þangað til.

Sif-Ingólfssystir

21. júlí 2008 kl. 09:44  
Blogger Jóhanna sagði...

Þetta er ég ánægð með mín kæra. Höldum okkur í formi.

21. júlí 2008 kl. 13:17  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég kem KANNSKI á Laugaveginn 2009...en bara KANNSKI. Verður ekki örugglega nóg hvítvín og kannski koníak fyrir mig líka??

21. júlí 2008 kl. 21:15  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hér er ekkert kannski, Sóla er hér með skráð-lofuð á Laugaveginn 2009 Við munum hvorki láta okkar fólk líða hvítvíns né koníaksskort.

21. júlí 2008 kl. 22:11  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Eitt er víst að hvort sem þú vilt koníak eður ei Sóla mín þá mun Ívar sjá til þess að þú fáir ekki einn sopa, heldur marga!! það styttist í að ég fari að segja að koníak sé gott - ég þurfti að smakka nokkuð oft eftir Laugaveginn! En mikið djöfull hlakka ég til þess næsta.......

22. júlí 2008 kl. 14:22  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Bibba á öxlinni hefur nú ekki verið til mikillar hjálpar við myndirnar hingað til :)
Ég kem að ári. Er meira að segja skráð og búin að borga. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið ;)
Bibba

22. júlí 2008 kl. 15:26  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim