föstudagur, 12. júní 2009

Fimmvörðuháls

Jæja þá er komið að því

Hérna koma margar upplýsingar og pælingar lesið því þennan pistil vel og vandlega og kannski oft til þess að botna eitthvað í honum.

Laugardaginn 20. júní ælta Laugaskokkarar að sameinast og fara saman yfir Fimmvörðuháls. Eftir miklar rökræður og vangaveltur hefur verið ákveðið að hlaupið verður Skógar-Básar en vonandi geta allir sæst á þessa niðurstöðu en hópurinn virðist skiptast til helminga um hvora leið hann vill fara (við förum þá bara hina leiðina á næsta ári).
Stefnt yrði því á að fara úr Rvk kl. 7:00 þeas ef fólk verður ekki búið að koma sér austur og lagt að stað eigi síður en kl. 10:00 frá Skógum.
Ef hægt er förum við á einkabílum.

Það sem við þurfum að vita er:
1. Hverjir ætla með?
2. Hversu margir geta farið á bílum austur og hversu margir eiga bíla sem komast alla leið inní Bása?
3. Er einhver sem hefði bílstjóra sem myndi vilja fara á undan (akandi í Bása) og gæti keyrt fólk til baka til þess að ná í bíla á Skógum?
4. EF að fólk vill ekki gista í Básum eftir hlaup er áætlunarbíll sem fer frá Básum kl. 13:30 og sami bíll úr Húsadal kl. 16:00 í Reykjavík.
Sjá http://www.re.is/Thorsmork/BusSchedule/. Ætlar þú að vera áfram í Básum og tjalda? Ef við erum mörg gæti verið betra að taka frá tjaldstæði.
5. Ef þú gistir í Básum hefðir þú laust pláss heim eða áleiðis í Rvk á sun?

Fólk spyr eflaust afhverju við tökum ekki bara rútu málið er að það er erfitt að panta rútu þegar við vitum ekki hversu margir eru að fara og vitum heldur ekki hversu margir myndu koma með henni til baka á lau ef hún myndi bíða eftir okkur.

Þetta eru fyrstu upplýsingarnar sem koma og eflaust vantar margt í þær endilega hafið þá samband. Ég ætla að biðja fólk að svara okkur á BLOGGINU við spurningu 1-5 eða eftir því sem við á. Upplýsingar verða síðan uppfærðar jafnóðum um leið og hlutirnir skýrast og munu fleiri upplýsingar koma á næstu dögum.

9 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Við töluðum við Sigrúnu Erlends uppá það að vera með í fimmvörðuhálsi um næstu helgi. Við erum að spá í að fara inn í mörk á föstudagskvöldi og vera í tjaldi yfir helgina. Við erum á bíl sem að kemst alla leið inní Bása. Við getum skutlað einhverjum yfir á skóga eftir hlaup, en okkur vantar þá far frá Básum yfir á Skóga á laugardagsmorgninum. Kv. Jórunn og Siggi Gylfa (S:6991616)

14. júní 2009 kl. 14:26  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Undirritaður hefu hug á að fara og gista þá aðfaranótt laugardags í Básum.. er ekki jeppakall..
Pétur H Ísl..

14. júní 2009 kl. 19:45  
Anonymous Nafnlaus sagði...

aðfaranótt sunnudags átti þetta að vera ... PHÍ

14. júní 2009 kl. 19:47  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég ætla með en bílamál eru ekki alveg komin á hreint.
Hefur verið kannaður möguleiki á trússbíl frá Skógum í Þórsmörk á laugardagsmorgun og að fá annan bíl frá Þórsmörk í Skóga með fólk og trúss á sunnudag? Þannig geta allir mætt á sínum bílum í Skóga og geymt þá þar.

Bjargey

14. júní 2009 kl. 21:40  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég ætla með næstu helgi er að skoða bílamálin
Kolla

14. júní 2009 kl. 22:35  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég ætla með, sennilega fer ég heim sama dag er ekki með bíl þarf að fá far. Kv Helga H

14. júní 2009 kl. 22:58  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég ætla að fara. Er á bíl og gerði ráð fyrir að fara á honum að Skógum og skilja eftir þar. Þarf því að koma mér aftur til baka eftir hlaup því ég ætla straxi í bæinn eftir að ég er búinn. Ég á líka bíl (Toyota LC 90)sem kemst inn í Bása ef það er eitthvað skárra. En ég er með. Kv. Oddur K

14. júní 2009 kl. 23:50  
Blogger Helen sagði...

Ég ætla að skella mér með. Bílamál nokkuð óljós ennþá en ég þarf að komast í bæinn sídegis og því er um dagstúr að ræða í mínu tilviki.

B.kv.
Helen

15. júní 2009 kl. 09:58  
Anonymous Nafnlaus sagði...

1. Heiða og Kári koma með.
2. Getum verið á bíl, veit ekki hvað bíllinn getur en þetta er samt jeppi.
3. Ætlum bæði að lufsast yfir hálsinn.
4. Ætlum ekki að gista, förum til baka í bæinn sama dag.
5. -

Getum semsagt verið á bíl en getum ekki tekið að okkur að skutla honum í Þórsmörk, þurfum skutl samdægurs í Skóga ef bíllinn verður eftir þar. Getum tekið 2-3 farþega.

kv. Heiða

15. júní 2009 kl. 13:39  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim