miðvikudagur, 10. júní 2009

Bláalónsþrautin á sunnudaginn

Corinna stofnaði okkur Laugaskokkara sem lið í Bláalónsþrautinni sunnudaginn 14. júní.

Um er að ræða að hjóla 60 km. leið frá Hafnarfirði, eftir einhverjum ófærumalarvegi, í Bláa lónið. Þar er tekið á móti okkur með súpu og með því. Svo fara allir í Bláa lónið að sjálfsögðu (er innifalið).

Kostar kr. 2.500 ef skráð er í síðasta lagi 11. júní (annars 3.500 ef skráð er á keppnisdegi). Svo ef er ekki hjólað til baka, þarf að greiða kr. 1.000 í áætlunarrútuna (hjólin fá frítt far í bæinn með sendibíl).

Nánari upplýsingar eru á http://www.hfr.is/ og velja þar Blue Lagoon Challenge.

Verið endilega með, skráið ykkur og munið að setja LAUGASKOKK sem liðið ykkar.

Þeim sem langar en treysta sér ekki að hjóla 60 km. þá er líka hægt að fara 40 km. (sjá meira um það á vefsíðunni).

Sjá kort: http://www.hfr.is/blaa/myndir/kortblaa2007.jpg

Vonumst til að sjá sem flesta
Corinna og Sibba

p.s. minnum líka á Álafosshlaupið á föstudaginn (9 km) og 7 tinda hlaupið á laugardaginn (17 km. eða 37 km). Fyrir þá sem ætla að vera með á sunnudeginum í hjólreiðakeppninni mælum við með að fari 17 kílómetrana og geymi 37 km. þar til síðar. Sjáumst vonandi sem flest og tjáið ykkur endilega hérna inni eða í athugasemdadálkinum á forsíðu.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim