þriðjudagur, 12. maí 2009

Súpan hennar Lísu

Hérna kemur hin margumtalaða uppskrift frá Lísu með súpunni góðu. Um leið vill hún og Pétur þakka öllum fyrir komuna og benda á að það eru alltaf hlaupaæfingar frá Úlfljótsskála á laugardagsmorgnum kl. 10 og eru allir velkomnir.

Úlfljótsskála Tómatsúpa að hætti Lísu!
1 laukur
1 hvítlauksgeiri
1 paprika, rauð
2 msk ólífuolía
1 1/2 tsk kummin
1 dós tómatmauk (purée; 250 ml)
1 súputeningur
700 ml vatn, sjóðandi
1 dós kjúklingabaunir
1 msk rauðvínsedik
2 tsk sykur
pipar, nýmalaður
salt

væn hnefafylli spínat
Leiðbeiningar
Saxið laukinn og hvítlaukinn fremur smátt. Fræhreinsið paprikuna og skerið hana í teninga. Hitið olíuna í þykkbotna potti og látið lauk, hvítlauk og papriku krauma við meðalhita í um 5 mínútur. Hrærið kummininu saman við og síðan tómatmaukinu. Myljið kjúklingateninginn út í vatnið og bætið því í pottinn. Setjið kjúklingabaunirnar út í, ásamt ediki, sykri, pipar og salti. Látið malla í6-8 mínútur. Smakkið og bragðbætið eftir smekk ? þessi súpa á að vera vel pipruð. Bætið að síðustu spínati út í, 1-2 mínútum áður en súpan er borin fram.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Súpu uppskriftin sem Lísa gaukaði að mér í fyrra var aðeins öðruvísi. Þar stóð að það ætti að nota handfylli af ánamöðkum í súpuna! Summa fannst súpan eitthvað slepjuleg... Kv. Elín

22. maí 2009 kl. 14:03  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim