fimmtudagur, 12. mars 2009

Poweraid er æði.

Í kvöld var síðastapoweraidið í þessari Vetrar-hlaupa-séríu. Fjöldi Laugaskokkara var á staðnum. Ég veit ekki um gengi allra en gaman væri ef þeir segðu það í nokkrum orðum í athugasemdum. Ég veit að ég hljóp á 51 eitthvað, hélt 2. sætinu í aldurflokknum, bara verð að fara partíið annað kvöld að taka á móti verðlaununum;) Það eru margir aðrir í sömu stöðu: Þórólfur, Eva, Trausti, Gunnar Geirs, Ingólfur Sveinsson. og örugglega margir fleiri. Endilega setjið það í aths.
Sigurvegararnir voru Göngudeildin, þrír af þeim að bæta sig. um nokkrar mínútur hver, geri aðrir betur. Rögnvaldur var líka mjög ánægður hlóp 2 mínútum hraðar en hann hafði ætlað sér.
Aðstæður voru allar hinar bestu, smá vindur að NA = á móti í byrjun og í lokin. og smá hlákublettir, Allavega 15 sekúdur ;)

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

ég var mjög ánægð með mig eftir hlaupið í gær og það tók mig nokkrar mínútur að lenda. ég bætti mig um rúmar tvær mínútur eða tæpar þrjár. Klukkan sýndi 55:45 og er ég spennt að sjá hvaða tíma ég fæ við birtingu.
kv Kolla

13. mars 2009 kl. 11:53  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er líka hoppandi hamingjusöm eftir gærkvöldið, var örfáum augnablikum á eftir Kollu, og bíð spennt eftir staðfestum tölum. Það dugir mér því svo reikna ég fastlega með nokkrum vænum útdráttarverðlaunum ;-)
Hrafnhildur

13. mars 2009 kl. 19:06  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim