miðvikudagur, 14. janúar 2009

Góð byrjun hjá Laugaskokki.

Jæja það er víst komin tími á að þjálfarinn tjái sig eitthvað hér enda hefur hann verið frekar latur undanfarið við skrif hér.

Nýtt hlaupaár hjá Laugaskokk byrjar vel. Nú þegar eru 4 Laugaskokkar (Ívar, Jóhanna, Siggi og Inga) búnir að hlaupa heilt maraþon á þessu ári og Inga tók það með trompi og bætti sig um hálftíma, til hamingju Inga. Einnig höfum við verið dugleg að fjölmenna í Poweradehlaupið telst mér til að það hafi verið amk 22 Laugaskokkarar í janúarhlaupinu. Á mánudaginn fengum við endurskinns vesti frá VÍS og erum við óskaplega þakklát fyrir þau. Það er ekki leiðinlegt að sjá þennan föngulega hóp og allir í áberandi vestum, fyrir utan það hvað við sýnum gott fordæmi með því að vera vel upplýst.
Það er greinilegt að fólk ætlar sér stóra hluti í hlaupunum í ár því mæting hefur verið með eindæmum góð og fer varla undir 40 manns á æfingum. Einnig er ánægjulegt hversu mikið er af nýjum andlitum á æfingum og við sem erum vanari pössum að sjálfsögðu uppá það að taka vel á móti öllum og peppa þau áfram því öll höfum við einhvern tímann verið byrjendur og vitum hvað hvatning getur verið mikilvæg. En svo vonandi hafa flestir sett sér einhver hlaupamarkmið fyrir árið 2009 hvort sem þau eru í keppni að ná undir xx tíma í ákv veglengd eða bara æfingalega séð því ef að maður hefur að einhverju að stefna er svo mikið auðveldara að halda fókus í æfingum. Mæli með að fólk skrifi niður markmið sín og kíki á þau reglulega til þess að minna sig á.

Annars bíð ég verulega spennt eftir pistlinum frá göngudeildinni því þar er að byrja keppni og veit ég að það verða blátt og rautt lið og Eggert er víst búin að búa til svakalegt exel skjal til þess að halda utanum þessa keppni. Er nú frekar svekkt yfir því að vera ekki gjaldgeng í þessa keppni.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim