miðvikudagur, 25. febrúar 2009

Vika 7 – Endaspretturinn hafinn !!!!

Það var ekki sönglað Saltkjöt og baunir - Túkall, heldur Túkíló þegar keppendur mættu á æfingu í dag til vigtunar. Merkisdagar eins og Bolludagur og Sprengidagur hafa greinilega náð að heilla því tölurnar báru þess greinilega merki auk þess sem það er greinileg þreyta farin að gera vart við sig hjá sumum keppendum. Það þýðir auðvitað bara tækifæri fyrir þá sem hafa ekki hafa náð að sýna sitt besta fram að þessu. Bæði Eggert og Pétur voru erlendis í síðustu viku og reyndu erlendar megrunaraðferðir með hæpnum árangri eins og sást á tölunum þeirra. Pétur prófaði agúrkukúrinn sem er að skera agúrku í bita og setja í fullt vodkaglas. Pétur sleppti reyndar gúrkunni en kvartaði ekki undan áhrifunum. Eggert nærðist á Haggish, viskýi, kartöflumús og rófustöppu og því fór sem fór. Annars voru úrslitin þessi.

Hrafnhildur 2,16%
Kolla 1,20%
Gunnhildur 0,12%
Bjargey 0,00%
Pétur 0,00%
Eggert -0,29%
Aðalsteinn -0,89%
Stefanía -1,12%

Óvæntur sigurvegari vikunnar er Hrafnhildur og óskum við henni hjartanlega til hamingju. Hennar tími er greinilega kominn og fróðlegt að fylgjast með endasprettinum hjá henni. Annars má að mörgu leyti líta svo á að höfð hafi verið endaskipti á listanum því þau heiðurshjón og hörku keppnisfólk, Stefanía og Aðalsteinn, stungu sér á bólakaf, en illa þenkjandi keppinautar þeirra velta nú fyrir sér hvort þetta sé eitthvert megaplott af þeirra hálfu.

Í heildarkeppninni var Stefaníu loksins velt af stalli og staðan þessi: Bjargey 8,47%, Stefanía 8,32%, Eggert 7,20%, Aðalsteinn 5,81%, Hrafnhildur 4,76%, Kolla 3,66%, Gunnhildur 3,55%, Pétur 2,47%.. Það má greina þarna tvo hópa en munurinn ekki meiri en svo að vikusvelti getur ýmsu breytt.

Í liðakeppninni höfðu Bláberin betur þessa vikuna eða 1,88% gegn -,69% og Bláberin leiða líka heildarkeppnina gegn Kirsuberjunum með 22,90% gegn 21,33% svo minna getur það varla verið.

Spennan er orðin gríðarleg. Eins og sést á tölunum getur allt gerst og ekki spillir að búið er að skipuleggja verðlaunahátíð á síðasta vigtunardeginum á miðvikudag í næstu viku. Áætlað er að gleðin hefjist 19:10 í LaugaCafé og verður þessi fína marengskaka í boði fyrir gesti auk þess sem glæsileg verðlaun verða veitt keppendum og skálað í eðalveigum. Keppendur skora hér með á Laugaskokkara að fjölmenna og fagna með þeim úrslitum í þessari ótrúlega erfiðu en spennandi keppni. Sjáumst !!!!!

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Verð nú að viðurkenna að ég er fegin að bollubindindið dugði og ég get þá frestað aflimuninni sem ég á bókaða hjá Sif.
Hrafnhildur

25. febrúar 2009 kl. 23:42  
Anonymous Nafnlaus sagði...

já nú er að duga eða drepast, er þriðja neðst. Markmiðið er að komast ofar
kolla

26. febrúar 2009 kl. 11:00  
Blogger Jóhanna sagði...

Ekki ? ég mæti í Laugar á úrslitin.

27. febrúar 2009 kl. 15:24  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim