miðvikudagur, 28. janúar 2009

Vika 3 í Biggest Looser

Það er greinilegt að Göngudeildin hefur hertekið bloggið, en það er margir sem bíða spenntir eftir úrslitum vikunnar. Í dag voru það grá og guggin Kirsuber og Bláberjabökur sem mættu í Laugaskokk til að skokka af stað í hríðarmuggunni í þeirri veiku von að tapa síðustu grömmunum fyrir vigtun vikunnar. Nú eru komnar fjórar vikur frá því fyrsta vigtun fór fram og því keppnin hálfnuð. Eins og allir maraþonhlauparar vita, þá segir ekkert að vera komin í hálft, hlaupið hefst ekki fyrir alvöru fyrr en eftir 30K. Þess vegna má segja að margt úr hlaupaherfræðinni eigi við í þessari megrunarkeppni. Það er ekki spretturinn sem gildir, heldur að komast í mark. Þetta verður keppendum hugleikið næstu fjórar vikurnar.

Keppnin hefur greinilega vakið athygli því meðfylgjandi mynd birtist af nokkrum keppendum í Morgunblaðinu síðasta sunnudag. Reyndar voru Hrafnhildur og Kolla ekki ánægðar því þær voru á fljúgandi ferð á undan hinum og fannst að þær hefðu frekar átt heima í myndinni.

En nóg um það. Við skulum huga að úrslitunum.

1. Eggert 3,71%
2. Pétur.. 1,07%
3. Gunnhildur 0,80%
4. Hrafnhildur 0,61%
5. Stefanía ... 0,40%
6. Aðalsteinn 0,37%
7. Bjargey ... 0,15%
8. Kolla ....-0,80%

Úrslit þessarar vikur voru heldur betur óvænt og má með sanni segja að keppendur hafi haft endaskipti á sætum sínum. Afgerandi sigurvegari að þessu sinni er Eggert og óskum við honum til hamingju. Hann var heldur betur hástökkvari vikunnunar þótt þeir sem þekkja hann eigi erfitt með að skilja hvernig sú myndlíking getur passað. En tölurnar tala sínu máli og hafði Eggert á orði að nú hefði honum loksins tekist að losa sig við svínalærið sem hann keypti handa fjölskyldunni í jólamatinn. Þá er árangur Péturs einnig frábær og stekkur hann reyndar upp um fleiri sæti á listanum og hafði að eigin sögn ekki gert annað en að loka konfektkassanum. Hvað aðra keppendur varðar þá er keppnisálagið greinilega farið að segja til sín því Kolla hreyfist í ranga átt en það má búast við slíkum hreyfingum þegar líður keppnina. Í liðakeppninni mössuðu Bláberjabökurnar Kirsuberin með miklum mun eða 5,55 gegn 0,77.

Í heildarkeppninni eru þær stöllur Stefanía og Bjargey með ógnarhald á toppsætunum en Eggert blandar sér óvart í baráttuna með því að ýta Aðalsteini úr þriðja sætinu. Önnur sæti eru á fleygiferð. Aðal tíðindin eru að Bláberjabökurnar eru komnar með forystu í liðakeppninni í fyrsta sinn. Annars er röðin í heildarkeppninni þannig: Stefanía 6,03%, Bjargey 5,70%, Eggert 5,34%, Aðalsteinn 3,50%, Gunnhildur 2,53%, Hrafnhildur 2,11%, Pétur 1,65%, Kolla 1,63%.

Göngudeildin hvetur lesendur til þess að líta aftur á bloggið í næstu viku og sjá hvort nýja staðan heldur og það sem skipir öllu máli: Hverjir verma botnsætin og borga?

7 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

hvernig var þetta nú, þeir fyrstu verða síðastir....

Bjargey

28. janúar 2009 kl. 23:51  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Gvvvuð hvað þið eruð dugleg, vinsamleg tilmæli til Stefaníu farðu varlega yfir göturnar og líttu upp og til beggja hliða... ;o) Hættuástand skapaðist þegar þú og að ég held Gulla þutuð yfir Suðurlandsbrautina í gær!!! Þið eruð flottust..Ég held bara áfram að vinna en vonandi get ég farið að mæta á æfingar!!!!
Kv.Hildur

29. janúar 2009 kl. 08:56  
Anonymous Nafnlaus sagði...

nú er bara að muna að það er endaspretturinn sem skiptir máli
að vera ekki búin með allt þrek þegar hlaupið er rétt hálfnað en það var náttúrulega það sem ég hafði í huga þessa vikuna þ.e. safna þreki fyrir endasprettinn
kv Kolla

29. janúar 2009 kl. 09:06  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sem bláberjabaka er ég afar ánægð með úrslit vikunnar og gleðst innilega yfir velgengni félaga minna Eggerts og Péturs.

Varðandi umferðarmenninguna vil ég taka undir með Hildi. Ótrúlega oft hefur hjartað stoppað í brjóstinu þegar ég horfi á eftir vinum mínum streyma viðstöðulaust yfir stærstu umferðargötur án tillits til bílaumferðar eða stöðu umferðarljósa.

Í gær gekk þetta svo langt á mótum Snorrabrautar og Laugavegar að ég taldi tilefni til að leiða sökudólginn beina leið inn á lögreglustöðina á Hverfisgötu og óska eftir tiltali lögreglunnar fyrir viðkomandi. Af því varð þó ekki því bót og betrun var lofað.

Hrafnhildur

29. janúar 2009 kl. 09:20  
Anonymous Nafnlaus sagði...

já maður iðraðist í sand og ösku.
allt til að lenda ekki í klefa. Áhyggjurnar af því að lenda undir bíl voru minni
Kolla

29. janúar 2009 kl. 11:51  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ótrúlega flott hjá ykkur! Ég myndi samt strax fara að huga að annarri lotu sem tæki við af þessari. T.d. Halda í horfinu keppni í, ummm, endalaust... Gangi ykkur vel áfram ;)

Kv. Eva

29. janúar 2009 kl. 20:17  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ja.... er þessi barátta sem sagt endalaus
Kolla

30. janúar 2009 kl. 12:40  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim