fimmtudagur, 15. janúar 2009

Göngudeildin tapar sér !!!

Göngudeildin líkt og aðrir landsmenn telur það sjálfsagðan hlut að setja sér markmið á nýju ári. Það var samt ekki alveg ljóst hvaða sameiginlega markmið það gæti hentð. Eftir miklar vangaveltur varð niðurstaðan sú að grípa til aðhaldssemi svo hægt væri að hemja aðdráttarafl jarðar, en það eru einmitt þeir kraftar sem toga félagsmenn Göngudeildar til sín af þvílíkri hörku, að það hægir verulega á þeim á hlaupum.

Til þess að ná upp spennu var ákveðið að koma þessum markmiðum á keppnisform og skyldi styðjast við „Biggest Looser“ fyrirkomulagið sem allir þekkja frá sívinsælum sjónvarpsþáttum. Þetta var ekki auðvelt því eins og allir vita þá er drjúgur hluti göngudeildar ekki nógu miklar bollur til þess að það skipti ekki máli hvernig þyngdartap er mælt. Engu að síður var ákveðið að fara í liðakeppni auk einstaklingskeppni.

Einstaklingskeppnin
Upphaflega var hugmyndin að hver og einn myndi setja sér markmið og síðan mæld prósentuleg breyting í átt að þessu markmiði. Gallinn við þetta var að það náði ekki að gera keppnina þannig að allir væru að keppa á sama grundvelli. Þess vegna er fylgt erlenda fordæminu og mælt hlutfallslegt þyngdartap, þ.e. hvað ný þyngd er í hlutfalli við síðustu mælingu og svo í síðustu vikunni hvað lokaþyngd er í hlutfalli við upphafsþyngd. Í einstaklingskeppninni er þetta erfitt fyrir þá sem eru nálægt kjörþyngd (sem er ekki allra vandamál). Í hverri viku er einstaklingskeppnin þannig að þrír neðstu (af átta) eru „taparar“ vikunnar og greiða refsigjald. Sigurvegari hverrar viku er auðvitað bara einn og hann fær verðlaun. Svo er auðvitað einn sigurvegari í lokin.

Liðakeppnin
Hér var öllu erfiðara að finna sanngjarna lausn en niðurstaðan var sú að raða meðlimum eftir BMI vísitölu hvers og eins. Síðan voru mynduð tvö lið, rautt og blátt, þar sem númer eitt, fjögur, fimm og sjö eru í „Rauða“ liðinu og númer tvö, þrjú og sex í „Bláa“ liðinu. Númer sjö, sem væri næst kjörþyngd, myndi því ekki telja nema viðkomandi stæði sig betur en einhver liðsfélaga sinna. Þetta er auðvitað óhemju flókið en engu að síður talið sanngjörn lausn.

Liðsmenn Rauða liðsins (Red Cherries - Kirsuberin) eru :
Aðalsteinn, Gunnhildur, Stefanía og Kolla


Liðsmenn Bláa liðsins (Blueberry Pies – Bláberjabökurnar) eru:
Bjargey, Eggert og Hrafnhildur (gæti verið að Pétur gangi í liðið)

Keppnistímabil
Hófst með upphafsmælingu í síðustu viku en fyrsta keppnismæling var í gær. Þetta verður 8 vikna leikur þar sem birt verða 7 vikuúrslit og síðan heildarúrslit. Þess vegna hvetjum við Laugaskokkara til þess að fylgjast með í hverri viku þegar úrslitin verða birt.

Úrslit fyrstu keppnisviku
Niðurstaðan í einstaklingskeppninni í viku 1 er sem hér segir:

Í liðakeppninni höfðu Kirsuberin betur svo um munaði eða 7,56% gegn 4,56% svo það munaði þremur prósentum. Það er því "þungt" hljóð í Bláberjabökunum þessa viku.

Í einstaklingskeppninn voru óvænt úrslit og greinilegt að þeir liðsmenn Göngudeildar sem mestan eiga forðann hafa náð að halda fengnum hlut og hafa því ekki áttað sig á því að keppnin snýst um annað. Þess vegna má búast við miklum framförum þegar líður á keppnina. Annars var röð keppenda sem hér segir:

1. Stefanía 3,75%
2. Bjargey 3,29%
3. Aðalsteinn 2,18%
4. Kolla 1,63%
5. Gunnhildur 1,26%
6. Eggert 0,79%
7. Hrafnhildur 0,48%

Til hamingju Stefanía. Þú ert hörku keppniskona.

Pétur náði ekki fyrstu vikunni en vonandi skilar hann sér í töfluna í næstu viku.

Rétt er í lokin að minna á einkunnarorð keppninnar, en þau eru:

Megi besta bollan sigra“

7 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Skemmtilegar vikur framundan og engin spurning að þið eigið eftir að standa ykkur vel. Við munum öll fylgjast vel með og hvetja ykkur afrám. Bestu kveðjur, Elín Reed

15. janúar 2009 kl. 20:52  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég mun fylgjast spennt með þessari keppni, að vísu frekar flókin fyrir minn smekk en það er bara nóg fyrir mig að vita hver vann.
Gangi ykkur vel
Kv Bogga

15. janúar 2009 kl. 20:52  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Snillingar, ég verð á vaktinni líka. Kv. Eva

15. janúar 2009 kl. 20:55  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Talandi um public humiliation, þetta er sennilega það eina sem dugar á mann..... Bjargey

16. janúar 2009 kl. 09:58  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sé mig knúna til að koma með yfirlýsingu vegna úrslita í fyrstu viku keppninnar ógurlegu. Ég tek ósigri mínum að sjálfsögðu af íþróttamannslegu æðruleysi og jafnaðargeði... ... ... HELVÍTIS FOKKING FOKK!!

Hrafnhildur

16. janúar 2009 kl. 16:36  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Kem með þá tillögu að sá sem tapar éti skó að keppni lokinni. Pétur á t.d. ennþá óétið skópar frá því fyrir nokkrum árum ;)


Börkur

16. janúar 2009 kl. 18:44  
Blogger Jóhanna sagði...

P'etur ? Franzson giska eg a.
kv. J'ohanna sem mun fylgjast vel med. Er meira segja buin ad finna mer mannesku til ad halda med og heita a.

16. janúar 2009 kl. 20:27  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim